Læknablaðið - 01.08.1922, Side 14
124
LÆKNABLAÐIÐ
betur en ella. Höfginn sýnist heldur ekki hafa áhrif á uterus eftir fæíi-
ingu barnsins, svo aö hann trufli losnun fylgjunnar eöa valdi atoni.
Þaö sem mestum ágreiningi hefir valdið um scopolamin-höfgann, er
áhrif hans á börnin. Surnir læknar, sem mikla reynslu hafa um þetta, telja
höfgann hættulausan eöa hættulítinn börnunum, og þykjast jafnvel sjá
færri andvanafæðingar með höfganum en deyfingarlaust. Aftur á móti
eru aðrir mjög hræddir við þessa deyfingaraðferð vegna barnanna, segja
lif barnanna í mikilli hættu og það jafnvel áður en vatnið er runnið.
Áhrifin á börnin eru ótviræð og mest virðast þau vera á andardráttar-
centrið og meiri ef morfín er notað en ef narcophin eða pantopon er setr
í stað þess. Börnin fæðast mörg nokkuð asphyktisk, en rétta vanalega
fljótt við aftur, er lífgunartilraunir eru gerðar..
Yfirleitt má segja, að við scopolamin-höfgann þurfi sérstaka árvekni
læknis og ljósmóður, og þess verður að krefjast, að læknir sé viðstaddur
alla fæðinguna, frá því að deyfingin byrjar, til ])ess að geta hjálpað, ef
á þarf að halda. Reglurnar um injectionirnar má að eins skoða sem
undirstöðu, sem víkja verður til, eftir því hvernig konan og barnið þola
deyíinguna. Til þess að vel verði, þarf sjálsagt mikla nákvæmni og æf-
ingu, og einmitt þess vegna munu skoðanir lækna á þessari deyfingu
vera svona skiftar.
Ný reglugjörð.
Reglugerð um sölu áfengis til lækninga er komin út enn á ný, með
nokkrum breytingum, og verður ekki annað sagt, en að þær séu til bóta.
Skamtur sá, er ávísa má, er nú 210 gr. af Spir. conc., eða y2 fl. aí
Sp. vin gall eða sem því svarar af öðrum vínum og má ávísa sama
manni slíkan skamt 3. hvern dag ef þörf gerist, meira má þó ávísa sjúk-
ling, sem býr langt frá lækni eða handa skipum o. s. frv. er þetta að
vísu breyting til batnaðar, en auðsætt er að y2 peli af Sp. vin. gall. er
alveg ónógur 24. tima skamtur handa drykkjumanni, ef hann á annað
borð þarf á áfengi að halda (6. gr.).
Ávisanir á áfengi skulu læknar rita á sérstök eyðublöð, sem landlæknir
lætur afhenda í heftum með 50 tvöföldum (áður 25) tölusettum eyðublöð-
um og lætur svo úti ný fvrir þau, sem útrituð eru (5. gr.), og er þá eftir-
litið með receptgjöfinni aftur komið til landlæknis frá lögreglustjóra, eins
og vera ber. Héraðslæknum, sem lyfsölu hafa, var áður gert að skvldi;
að nota þessi eyðublaðahefti við afhending áfengis, og var það þýðingar
laust og gagnslaust, enda er þvi nú breytt þannig, að þeim ber að eins
að færa eyðslubók likt og lyfjabúðir, og virðist svo sem lyfsölustjóri eigi
að hafa eftirlit með þeirri bókfærslu, þótt eigi sé það skýrt tekið fram
(5- gr- c).
Eins og við er að l)úast í Ijannlandi, vill stjórnin ekki leyfa lyfjabúðum
eða lyfsölum takmarkalausa áfengissölu, og er þvi svo mælt fyrir í 7.
gr., að lyfjabúðir og manna- og dýralæknar skuli senda stjórnarráðinu
skýrslu um hve mikinri áfengisskamt hver um sig þurfi á ári, og á svo
heilbrigðisstjórnin með tilliti til þessara skýrslna, að ákveða, hve mikið