Læknablaðið - 01.08.1922, Síða 16
I2Ö
LÆKNABLAÐIÐ
1. Þess skal fyrst og fremst gætt, aS þeim einum sé veitt embætti, sem
telja má fyllilega færan og hæfan a‘ð gegna því.
2. Ef aö ööru leyti er likt á komiö um verðleika umsækjenda, ráöi em-
bættisaldur. Það skal þó tekið fram, eins og tekið er fram í I. lið,
að embættisaldur rnissir smámsaman gildi, þegar maður er kominn
á áfturfararskeið, en þaö munu flestir telja úr því komið er um sextugs
aldur, þó misjafnt sje þetta um menn.
3. Ef umsækjandi er ungur og lítt reyndur, skal ekki síst taka tillit til
prófeinkunnar, en síðar meta meira hversu hann hefir leyst störf
sin af hendi, en próf.
4. Framhaldsmentunar eftir próf skulu menn fremur njóta en gjalda
og þess frekar, sem hún er meiri. Ber því t. d. að meta öllu meira
kandidatsþjónustu á góðum spítala eftir próf en setningu í hjerað
um jafnlangan tíma.
5. Ekki skal taka tillit til óska hjeraðsbúa við veitingu embætta, nema
mjög lítill munur sje á umsækjendum. Teljum vér, að landlæknir viti
allajafna miklu betur en hjeraðsbúar um verðleika umsækjenda.
6. Setning í embætti, eftir að prófi er lokið, sje talin með embættisaldri.
7. Vjer teljum nauðsvn, að til sje að minsta kosti einn tiltölulega vand-
aður spítali i hverjum landsfjórðungi, þar sem samgöngur eru auð-
veldastar. Hjeruð þessi ber að veita þeim einum, sem ætla má, að
geti leyst flestar handlækningar af hendi, stýrt einföldum Röntgen-
tækjum, gert algengar sýklarannsóknir og sje að öðru trúandi fyrir
erfiðu starfi. Vjer teljum nauðsynlegt, að landlæknir geri læknum
kunnugt, hverjar kröfur eru gerðar til lækna þessara, svo að þeir
geti búið sig undir slíkt starf i tæka tíð, sem leikur hugur á því.
Athygli viljum vér vekja á því, að varhugavert getur það verið, að
gamlir læknar, sem ekki eru lengur allskostar starfhæfir, sitji mjög
lengi í embættum gegn því að hafa aðstoðarlækni. Kann þetta meðal
annars, að leiða til þess, að miður færir læknar gegni stórum héruðum
til langframa. Þó gerum við enga tillögu í þessa átt, sökum þess, að
vér teljum réttast, að málið kæmi fyrir læknafund.
Líkt er að segja um það, ef læknir verður af öðrum ástæðum en elli,
ófær eða lítt fær til þess að gegna starfi sinu. Oss virðist nauðsyn bera
til, að landlæknir sjái um, að slíkir menn sitji ekki til langframa í em-
bætti.
Þó að aldrei verði hjá því komist, að landlæknir leggi sjálfstæðan dóm
á ýmsa verðleika umsækjenda, þá teljum vér, að ofanritaðar reglur geti
mjög oft verið til mikillar leiðbeiningar. Að svo stöddu teljum vér ekki
fleiri, en myndum fúslega svara frekari fyrirspurnum, þótt helst kysum
vér, að læknum bæði gæfist kostur á að ræða þetta mál i Lbl. og á aðal-
fundi félagsins. Mætti þá vera, að ýmislegt kæmi í ljós, sem oss hefir
ekki hugkvæmst.
Virðingarfylst.
Sign. G u ð m. H a n n e s s 0 n,
p. t. formaður Lf. ísl.
Þá hefir landlæknir sent stjórn Lf. Isl. svohljóðandi bréf: