Læknablaðið - 01.04.1926, Blaðsíða 22
52
LÆKNABLAÐIÐ
ist 3-strent troikart-opiÖ síöur sanian en parac. Ahaldiö kostar ca. 14
kr., og skal ég fúslega útvega þeim, er vilja. Strax eftir parac. á aö
leggja inn steril gazeræmu, helst inn aö hljóðhimnu, en ekki fast, og
a börnum skal rjóða vaselini kringum ytra op hlustar, Síðan kompressu
utan á, og binda um. Skifta um grisjuna 2svar á dag, 2—3 daga, meðan
hitinn er aö hverfa og útferð að verða purulent. Síðan láta sjúkl. hafa
jjerhydrol 3%, eða sol. sup. hydrog. 3%, „au mains“, og láta hann hreinsa
eyrað sjálfan eins oft og vattkúla yst í eyranu vöknar af greftri, þó
það verði fyrst i stað á hverjum klukkutíma. Fyrst hreinsa gröftinn út
úr eyranu, með bómull á eldspýtu-enda, síðan 4-5 dr. af perhydroli. Þurka
út froðuna. Endurtakist 2—3 sinnum í hvert sinn. Skolanir hættulegri
vegna otitis externa.
Læknirinn hreinsar sjúkl. 2.—3. hvern dag, og séu öll akut einkenni
horfin (hiti og verkir), þá er gott aö gera Politzer — þegar búið er að
hreinsa eyrað. Pol. gerir þrent: 1) blæs út úr tuba og miðeyra; 2) held-
ur við perforationinni; 3) réttir beinin úr þeirra inflammat. kontractur.
— Að lokum er gott að blása inn oíurlitlu af ac. boric. pulv.
Sé útferö ekki orðin alveg slímkend (spinnandi) og sama sem búin, og'
sjúkl. ekki i „bedste Velgaaende“, eftir 3 vikur, er sjálísagt aö senda hann
til sérfræðings, sé þess kostur. Fjórða vikan er sá örlagaþrungni tími
fyrir sjúkl., og hvað þá getur borið út af, — og raunar lika þangað til
— ef ekki gengur vel, væri nóg efni i nýjan kapitula.
Gunnlaugur Einarsson.
Sullasýking-.
Háttvirt Læknablað!
Eg sé að menn deila um hversu menn taki, sullaveiki, deila um ull, skó-
garma og hundagrímur. Þá er deilt urn skegg keisarans. En hvað þýða
þessar bollaleggingar og endurtekningar ? Það verður aldrei neitt sann-
áð með endurtekningum.
Þegar eg sá ullarteoríu Matthíasar, þótti mér hún svo merkileg, aö eg
íór að rannsaka málið, fór að leita að echinokokeggjum i ull. Notaði eg
íslenska, óþvegna vorull, af fé sem lifir við sömu skilyrði og kvíaær. „ís-
lenskt tómlæti" getur því ekki átt við mig, enda mun ekki meint til mín.
Eg hefi notað mína eigin aðferð við rannsóknirnar, og soðið hana að
nokkru leyti saman úr bestu aðferðum, sem menn i heilsufræðum hafa, til
að leita að þarmparasítaeggjum í vatni og saur. Set eg hér aðferð mína,
til þess að menn, sem reka vilja af sér „íslenskt tómlæti" geti notað hana.
Annars mun eg skrifa um þetta bráölega í erlent tímarit. Mun það koma
sem „Meddelelse" frá heilsufræðisstofnuninni hér í Kaupmannahöfn, og
má eg því lítið um það tala hér, að svo stöddu.
Materíalið, sem maður vill leita i, hræri eg út í eter, og læt standa
nokkra klukkutíma, og setjast til. Þá leysast upp lausar fitur. Botnfallið
hræri eg síðan út í 52% uppl. af kaliumkarbonat. (K2 C03 vökvinn hefir
við 150 C. eðlisþungann 1.57079). Síðan centrifúgera eg kröftuglega. Ofan