Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1927, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.06.1927, Blaðsíða 3
líEKIiflBLÍKIID 13- árg. Reykjavík, júní 1927. 6. tbl. Opiumreykingar. Fyrirlestur fluttur í Læknafél. Reykavíkur 6. mars 1927. Eftir Björgúlf Ólafsson. Þaö vita menn af fornum fræöum, aö ópíumplantan, — papaver somni- ferum, — er ])ekt síðan í fornöld, í kringum Miöjarðarhaísbotn. Og eins er um verkanir safa þess, er fæst úr þessari jurt, og vér köllum ópium. aö fornmenn þektu ]>ær, enda notuöu þeir safann tií lækninga. Og ]>eg- ar lyfið var fundiö þá segir ])aö sig sjálft, aö ])aö myndi aldrei falla í gleymsku aftur, þvi dýrmætara læknislyf hefir líklega aldrei þekst. — Nú eru, eins og kunnugt er, verkanir ópíums ]>ær, aö ])aö eyðir sárs- auka líkamans og þjáningum sálarinnar, en um leið liggur þaö í eöli þess, að auka veröur inntökurnar, ef það er tekiö lengi. Ennfremur er mjög tilfinnanlegt og stundum lífshætta, aö hætta viö ]>aö alt í einu, eftir langa notkun. Af ])essum þrem eiginleikum ópíums leiöir, aö mönnum þykir gott að grípa til þess, þegar eitthvaö ámar aö, auka við sig inntökurnar, ef þeim l)atnar ekki fljótlega, og eru svo í vandræðum meö aö venja sig af því aftur. Það er því skiljanlegt, aö „ópíumsætur“ liafi lengi veriö til í þeim löndum, sem ópíumsjurtin hefir l)reiöst út um. Aftur á móti eru ó p i u m reykinga r óþektar lengi frani eftir öldum. Menn verða fyrst varir við þær í Kína á 17. öld. En ópíum var algengt læknislyf í Kina löngu fyrir þann tíma. Og eftir aö Kínverjar komust á aö reykja ópíum varö það brátt alment þar í landi, eins og þaö er enn i dag.* Ópíumpípan er nú aðalnautn allrar kinversku ])jóöar- innar, hvort sem er i Kína eða utanlands, og ]>að má með sanni segja. aö þar sem Kínverjar eru, ])ar er ópíum. Og þó aö þeir kunni bæöi ópíum- át og allskonar morfínnotkun, þá eru þó reykingarnar lang algengastar, enda hafa þær lengi verið kallaöar þjóðarböl Kínverja. Og eg býst við aö allir, sem þekkja eitthvað til miuna til Kínverja, hafi rekið sig á marga, sem bera það utan á sér, aö þeir losni aldrei úr álögunum, þó því veröi engan veginn neitaö, aö þúsundir þeirra njóti mikils góös af ópíum, jafnvel áratugum saman, án ])ess aö þaö skemmi heilsu þeirra á nokkurn hátt. Þá munu þeir, sem afnema vilja ,,ó])arfann“, benda á þaö, að árlega fer stórfé (svo mörgum miljónum skiftir) til ópiumkaupa. * AriÖ 1906 var álitiÖ aÖ 13,5 milj. manna reykrtu ópium í Kína. Það ár var notað 22500 tons af ópíum þar í laudi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.