Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ
147
inn i trachea á hverri þeirra. Eftir 24 tíma var ein þeirra orÖin mikið veik
og 40 klst. eftir inj. er hún skorin deyjandi. í hægra lunga var svæsin
lungnabólga, alveg samskonar og fanst hjá þeim sem sýlctust sjálfkrafa.
Sýklarnir ræktaÖir úr lunga, hjartablóÖi, lifur, galli og nýra. Hinar tvær
voru mó'Öar, en annars frísklegar. Þegar þeim var slátraÖ, tæpri viku
eftir aÖ dælt hafði verið í barkann, fanst typisk lungnabólga hjá báðum.
Sýklana ræktuðum við úr bólgunni frá báðum þessum kindum, en ekki
óx neitt úr öðrum líffærum þeirra, nema lítilsháttar úr hjartablóði annarar.
Ef bouillongróðri var dælt inn í venu á heilbrigðum kindum, urðu þær
eftir 1—2 klst. fárveikar, fengu háan hita og skjálfta, en gátu verið fljót-
ar að ná sér aftur.
Serum frá kindum, sem fyrir viku til hálfum mánuði höfðu haft veikina
og lifað hana af, agglutineraði ekki sýklana, a. m. k. ekki greinilega. Eg
hefi gert tilraunir til að sýkja naggrísi, kanínur, ketti og hænsni með þess-
um sýkli, en enga breytingu getað á þeim séð. Sauðkindin ein virðist vera
verulega næm fyrir sýklinum. Ef hreingróðri í bouillon er dælt undir skinn
á kind, sem ekki hefir fengiö veikina, getur hún orðið fárveik, fengið sepsis
og drepist. I einu slíku tilfelli sá maður urrnul af örlitlum metastatiskum
bólguhnútum í báðum lungum.
Svo virðist þó sem kýr geti sýkst og jafnvel drepist úr sóttinni. Fund-
um við eitt dæmi þess og fréttum af öðru. Venjulega kernur það þó ekki
að sök, þótt sjúkar ær sé hafðar í fjósi, en enginn ætti að tefla á þá hættu.
Sýkingarlciðir. Aríðandi var að fá sem fylsta vitneskju um það, hvern-
ig sýkin berst. Sýnilegt er að sýkillinn getur ekki lifað svo neinu nemi í
jörð né fóðri, þar sem hann myndar ekki spora og deyr fljótt fyrir utan
skepnuna. Tilvera hans er sýnilega bundin við lifandi skepnur. Ekki gát-
um við fundið þá hjá mönnum. En í fjárhópum, þar sem veikin hafði
geisað fyrir Jöngu, á öðrum staðnum fyrir tæpu ári, ræktuðum við sýkl-
ana frá nefslími heilbrigðra kinda. Með því var sannað, að heilbrigt sauð-
fé getur borið sýkina á milli, enda lá sú hugsun nærri, eftir öllu að dæma
sem maður vissi bæði um sýkilinn og háttalag veikinnar, sem í mörgum
tilfellum virtist hafa borist með heilbrigðu fé frá sýktum bæjum.
Þegar við vorum búnir að fá orsök veikinnar upplýsta, lá næst fyrir
að gera tilraunir með að koma í veg fyrir hana og ef hægt væri, þá að
finna ráð gegn henni. Optochin og trypaflavin, sem næst lá að reyna, reynd-
ust okkur gagnslaus. Við gerðum engar verulegar tilraunir til að finna lyf
í fljótu bragði gegn þessum sjúkdómi, töldum alt of vonlitið, að það mætti
takast á svo stuttum tíma, ef það þá væri nokkuð til. Enda ekki sagt, að
það kæmi að miklu gagni, þar sem veikin tekur skepnuna svo snögglega,
að hún er dauð áður en nokkur maður veit af. Helst gat maður búist við
að takast mætti að vaccinera gegn sjúkdómnum, og snerum við okkur
því að tilraunum í þá átt.
Við reyndum bæði lifandi og dautt vaccine. Okkur reyndist of hættu-
legt að nota lifandi vaccine, því að fénu hætti um of til að drepast af þvi.
Aftur á móti gáfu tilraunir með dautt vaccine von um, að þaö mætti verða
að gagni. Eftir litla bráðabirgðatilraun gerðum við aðra stærri seinna,
þar sem við höfðum 42 ær alls bólusettar, 30 með dauðu bóluefni og 12
með lifandi og auk þess 11 óbólusettar til samanburðar. Allur þessi hópur,
53 talsins, var sýktur að morgni þess 26. mars, dælt Úr sama glasinu \