Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1930, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.10.1930, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 165 Við þetta framtal er þaö at5 athuga, a'Ö það mun yfirleitt vera alt of lágt, því a'ð mörgu er skotið undan og skýrslur of ónákvæmar. Einkum er trú- legt, a'ð fjöldi dáinna af afleiðingum af abortus, sé ekki talinn fram ví'ða i löndum. Víst er um það, að abortus er orðinn landplága víðast hvar, og sívaxandi kvendauði af þeim völdum; og fullyrða má, a'ð jafnhliða því að barnadauði hefir á síðustu þremur áratugum mjög minkaö, um allan mentaðan heim, hefir mæðradauði vaxið, og væri æskilegt, að skýrslur lækna þar um yrðu skýrari og nákvæmari, svo að nær verði komist, um hve mikill mæðradauðinn sé í raun réttri. Lengi hafa menn vitað, að ógiftum konum stendur lífshætta meiri af barnsþykt og barnsförum en giftum. Ensk skýrsla um 34.654 fæðingar sýnir t. d. helmingi hærri mæðradauða meðal ógiftra en giftra, og þrisvar sinnum tíðari barnsfarasótt meðal hinna fyrrnefdu. Fyrrum var mikið af abortus talið syfilis að kenna. Nú ber lítið á því að syfilis eigi þar sök, heldur munu þar meira koma til greina a'ðgerðir rnanna og ekki síst skottulækna. Fyrir sífelda aukning slikra aðgerða, og mjög hættulega heilsu og lifi kvenna, var fyrst á Þýzkalandi og síðan á Rússlandi, farið að veita konum ókeypis aðgang að sjúkrahúsum, til þess þar að fá sérfróða hjálþ og góða aöhjúkrun. Síðan 1920 hefir rússnesk- um konum verið, a. m. k. i stórbæjunum, heimilað með lögum, að leggjast á sjúkrahús, til að leysast frá fóstri. Þessi heimild hefir verið svo óspart notuð, að erfitt hefir verið að fullnægja eftirsókninni, en síðan á þessu var byrjað, hafa fengist góðar og ábyggilegar ský’rslur um morbiditas og mortalitas samfara aliortus, en nota bene aðeins þann, sem er lcge artis provocatus. Niðurstaðan er, að því leyti glæsileg, aö dauði hlýst sjaldan af, þegar rétt er farið að. T. d. sýnir skýrsla frá Moskwa, að 29.306 abortar voru framleiddir þar á sjúkrahúsum, án þess nokkur kona dæi. Hins vegar er orð á því haft af rússneskum læknum, að margar konur séu lengi að ná sér, og langvinn taugaveiklun hljótist oft af aðgerðinni. Aftur hafa þýzkir læknar lengi séð mikið heilsutjón og dauða hljótast af abortus í laumi framinn, ýmist af konunum sjálfum, eða skottulæknum. Þegar fyrir stríð var mikið um aborta í Þýskalandi. T. d. var taliö 1911, að árlega kæmu fyrir um miljón aborta. En 1927 var talan komin yfir 1 miljón, en þar af, giskuðu þeir á, Bumm og aðrir kvennlæknar, að 90% væru af ásettu ráði gerðir. Ennfremur halda þeir því fram, aö á seinni árum deyi um 30 þúsund konur á Þýzkalandi af afleiðingum af fóstur- láti, en sumir meina a'ð það sé of lágt reiknað. Alt í alt halda þýskir lækn- ar, að árleg tala aborta sé orðin jafnhá og tala fæðinga. Svipað er hlut- fallið oröið á Frakklandi. Á Englandi er ekki svo langt komið enn, en stefnir í sömu átt. Kvennalæknirinn Louise McCroy, sem mjög hefir rannsakað þessi kvenna- mál á Englandi, segir, að mjög fari þar í vöxt að giftar konur láti losa sig við fóstur, jafnvel meira en ógiftar. Það er alment tali'ð, að erfiðar fjárhagsástæður og atvinnuleysi valdi mestu um tiðkun aborta, einkum síðan það fór stöðugt í vöxt, að konur vinni fyrir sér sjálfar (t. d. er á Frakklandi talið, að um 50% kvenna hafi atvinnu fyrir sig, og í París þó meira). í enskum læknaritum sést mikiö ritað um mæðradauðann þar í landi og eiga í rauninni enskir læknar upptök að því, að byrjað er að gefa þessu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.