Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 6

Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 6
148 LÆKNABLAÐIÐ allar ærnar, 1 ccm. af lifancli 12 klt. bouillongróðri inn í barka á hverri. Morguninn eftir var ein óbólusett ær orðin mikiÖ veik, og var slátraS aSframkominni kl. 18 sama dag. Svo drapst hver kindin af annari af þeim óbólusettu. Alls drápust 5 af þeim óbólusettu 11. En af þeim 42, sem bólusettar voru, drápust aS eins 2, báSar bólusettar einu sinni meS 1 ccm. af dauSum gróSri. Engin drapst af þeim, sem bólusettar höfSu veriö meS lifandi gróÖri, og engin af þeim sem tvíbólusettar voru meS dauSum gróSri. Eftir þetta fórum viS aÖ búa til dautt bóluefni i stórum stíl. Alls útbýtt- um við bóluefni í 76000 fjár. Var með því bólusett alt fé tvæveturt og eldra í Mýra- og Borgarfjaröarsýslu og Hnappadalssýslu, auk þess 500 fjár í Kjósarsýslu og fáein hundruð í Húnavatnssýslu. í apríllok var búið að bólusetja á öllu þessu svæði. Vísindanna vegna hefði verið æskilegast að bólusetja aðeins helm- ing fjárins á hverjum bæ, svo að hægt hefði verið að ganga úr skugga um gagnsemi bólusetningarinnar. En þar sem tilraunirnar höfðu bent svo eindregið til þess, að mikið gagn væri að bólusetningunni, vildum við hlífa mönnum við þvi tjóni sem það gæti bakað þeim, að hafa helm- inginn óbólusettan. Þess vegna er náttúrlega ekki eins vel hægt að dæma um, hve mikið gagn hefir oröið að bólusetningunum. F.n eftir að bólusett hafði verið, bar hvergi verulega á veikinni, að eins á örfáum bæjurn sem ein og ein kind drapst, en hvergi urðu nein veruleg brögð að veikinni eftir það. Þó mátti búast við að veikin ágerðist með vorinu þegar féð fór að ganga saman, sýkingar- möguleikarnir jukust og féð mótstöðulitið undir sauðburðinn. Þar sem ekki varð vart viö veikina svo að orð sé á gerandi, liggur næst að halda, að bólu- setningin hafi gert sitt gagn. En annars mun reynslan skera úr því með tímanum. Níels Dungal. ■ Aðalfundur Norska Læknatélagsins í Niðarósi 15.—17. júlí 1930. Norska læknafélagið bauð síðastliðið vor Læknafélagi Rvíkur að senda tvo menn á aðalfund sinn í ár. Fundur þessi var haldinn í Niðarósi 15.—17. júlí og vorum við undirritaðir mættir þar af Islendinga hálfu. Einnig hafði verið boðið 2 læknum frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, en að eins Danirnir gátu þegið boðið. Mættu fyrir hönd þeirra formaður og ritari Danska læknafélagsins. Dönsku læknarnir og við vorum gestir Norska læknafélagsins meðan á fundinum stóð, og var ágætlega séö um okkur á allan hátt. Á fundinum voru mættir á þriðja hundrað norskir læknar. Hófst hann með móttöku-kvöldverði 14. júlí í veglegasta samkvæmissal bæjarins. Næsta dag byrjuðu venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnaði Olav Tandberg, yfirlæknir á Lillehammer, fundinum með aðdáanlegri röggsemi og skör- ungsskap. Við urðum þess fljótt varir, að á fundi þessum rikti einhuga samheldni

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.