Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 7

Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 149 meÖal norsku læknanna. Félag þeirra er mjög öflugt, enda eru að sögn full 90% allra lækna landsins meðlimir þess. Þeir fáu, sem ekki eru félags- menn, þora sjaldan aö ganga í berhögg viÖ reglur félagsins. Lög þess eru all-ströng, en eru aÖ jafnaÖi vel haldin. Er þeim, sem brotlegir gerast viÖ anda félagslaganna miskunnarlaust vikiÖ úr félaginu, ef stærri sakir eru. Þó að þeir brotlegu hafi fundið sekt sina og sagt sig úr félaginu, er það að jafnaði ekki látið nægja, heldur eru þeir gerÖir rækir úr því. Eiga þeir því að jafnaði ekki afturkvæmt í félagið. Á fundi þessum voru 3 læknar reknir úr félaginu -— allir fyrir „collegi- alitets“-brot. Höföu þeir skotið úrskurði stjórnarinnar úm brottrekstur til aðalfundar, en fengu dóminn að eins staðfestan. Þegar félagsmál voru útrædd var rætt um nauðsyn aukins samstarfs meðal skandiavisku læknafélaganna. Megum við áreiðanlega margt gott læra af collegunum í nágrannalöndunum, en áhuga- og vandamál lækna alstaðar lík. Viljum við hér með beina þeirri áskorun til stjórnar Læknafél. ísl. að setja sig ekki úr færi um slík sambönd. Þessu næst voru haldnir fyrirlestrar visindalegs efnis. H. J. Ustvedt skýrði frá Pirquets-rarínsóknum sinum á skólabörnum í Niðarósi. Benti ýmislegt á, að tala Pirquets-positivra barna væri nú hlut- fallslega mun lægri þar í bæ, en verið hefði fyrir nokkrum árum. Prófessor E. C. Rosenow frá Rochester talaði um focal infection. Áleit hann, að margskonar kvillar ættu rót sína að rekja til infectionsfoci — aðallega í tönnum og tonsillum. Lýsti hann all-ítarlega tilraunum þeim, er hann hafði gert í þessum efnum. Stadsfysikus Onren hélt fyrirlestur, er hann nefndi: „Eugenikk -— Et folk for nedadgaaende“. Talaði hann um það vandamál nútímans, að sér í lagi úrkastið sér fyrir fjölgun mannfólksins, en betra fólkið, með ríka ábyrgðartilfinningu, á fá börn. Hann gat þess, að starf læknanna ætti að vera og væri að verða frekar það, að fyrirbyggja sjúkdóma, en að lækna þá. Læknarnir yrðu því að skipa sér i flokk með þeim, er vinna vildu að mannakynbótum. Um þetta hefði verið mikið talað og ritað, en lítið aðhafst. Nú væri ástandið orðið svo alvarlegt, að nauðsynlegt væri að hefjast handa. Það þyrfti að hindra, aö menn með arfgenga ágalla yku kyn sitt og spiltu þjóðinni. Hjá villiþjóðum heltust andlegir og likamlegir aumingjar úr lest. Þeir gætu ekki staðist samkepnina, en vesluðust upp og dæu. Þjóðskipulag nútímans tekur þessa veslinga upp á arma sér og heldur í þeim líftórunni, ef mögulegt er. Afkvæmi þessara manna verða oft engir föðurbetrung- ar og þannig gengur koll af kolli. Glæpamönnum er slept úr fangelsi eftir lengri eða skemri dvöl, til þess að aukast og margfaldast, jafnvel hálfvit- ar og fáráðlingar fá leyfi til þess að auka kyn sitt, eftir bestu getu. Venju- lega lendir svo barnahópur slíkra foreldra á sveitinni. Skattarnir aukast svo mjög, að jafnvel dugnaðarfólkið og samviskusama hefir ekki ráð á að eignast afkvæmi, þrátt fyrir mestu atorku og sparsemi. En gallagrip- irnir unga út í reiðuleysi eftir því sem tími vinst til og kraftar leyfa. Dr. Ouren nefndi nokkur dæmi úr Niðarósi, þar á meðal þetta: Flogaveikur maðtp, sem lauk þess er fáráðlingur, tekur saman við berklaveika stúlku, sem heldur ekki er með fullu viti. Með nákvæmni, sem hvergi skeikaði, unguðu svo hjónaleysin út barni á ári hverju. Ríkis-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.