Læknablaðið - 01.10.1930, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ
150
valdiS tók hér ekki í taumana, þó aö auðsætt væri um gæöi afkvæmanna.
Börn þessi tók svo bærinn a'Ö sér og ól þau upp á kostnaÖ borgara, sem
fyrirfram voru þrautpíndir af sköttum og skyldum. I skólanum verÖa
börn þessi í vegi fyrir þeim, sem betur eru gefin. Reynt er að haga kensl-
unni svo, aÖ jafnvel þau lakast gefnu geti fylgst með. Gáfaðri börnin
hafa því ekki hálf not af kenslunni.
Dr. Ouren endaði mál sitt með því, að eina leiðin út úr þessu öngþveiti
væri sterilisation á þeim, sem heildinni væri til skaða að yku kyn sitt.
Það er tiltölulega einföld aðgerð, að gelda karlmann. Þar nægir vasec-
tomi. Á konum þarf laparotomi og er aðgerðin því nokkuð áhættumeiri
á þeim. Hann tók það skýrt fram, „at en saadan foranstaltning maatte
være samfundshygienisk begrundet, men ikke gjöres og bestemmes af folk
som vilde tjene penge paa affæren".
Síðasta daginn hélt Geheimerat, prófessor Sauerbruch ágætan fyrirlest-
ur um lungnakirurgi, sérstaklega thoracoplastic. Byrjaði hann með sögu-
legu yfirliti yfir efnið, frá fyrstu byrjun og fram til þessa dags, en sjálf-
ur hefir hann verið og er einn helsti brautryðjandinn á því sviði. Brýndi
hann fyrir mönnum að vera ekki of fljótir á sér að gera thoracoplastic,
þó að hinsvegar gæta yrði þess, að aðgerðin reyndi allmjög á krafta sjúk-
lingsins, og mætti þess vegna ekki bíða of lengi. Hann réði eindregið frá
phrenicotomi, — fyrst og fremst vegna þess að venjulega skæru kirurg-
arnir ekki phrenicus í sundur, heldur eitthvað annað. I lok ræðu sinnar
fór hann mjög lofsamlegum orðum um Gersons diæt. Taldi hann hana
eiga mikla framtíð fyrir höndum, ])rátt fyrir þá mótspyrnu og þann mis-
skilning, sem hún heföi hingað til mætt. Fyrirlesturinn, sem fluttur var af
frábærri mælsku og skörungsskap, stóð í fulla 2 klukkutíma, og myndu
þó allir hafa óskað að hlýða á ræðumann 2 tíma i viðbót.
Þá var tekið fyrir aðalefni fundarins: „Abortus provocatus paa sociale
og hinnanitœre indicationer“. Forsaga þessa máls er þannig, að á aðalfundi
í Norsk kirurgisk forening 1929, var abortus provocatus til umræðu. Dr.
Kjelland Mördre hélt þar fyrirlestur um „medicinske indicationer", en
Kristen Andersen, yfirlæknir, talaði um sociölu og humanitæru hlið máls-
ins. Var ákveðið, að fara þess á leit, að Norska læknaþingið skipaði 5
manna nefnd, er undirbyggi málið fyrir næsta aðalfund þess. HafSi undan-
farna mánuði rignt niður sæg af greinum um málið, bæði i læknatíma-
ritum og dagblöðum, og fyrir aðalfundi lá fjöldi áskorana frá ýmiskonar
kvenfélögum um að hrófla sem minst við gildandi lögum: § 245 í norsku
hegningarlögunum, er hljóðar svo:
„En kvinne, som ved fosterfordrivende midler eller pá annen máte rett-
stridig dreper det foster hvormed hun er svanger, eller medvirker hertil,
straffes for fosterfordrivelse med fengsel indtil 3 ár. Gjör nogen annen
enn moren sig skyldig í fosterfordrivelse eller i medvirkning dertil, straf-
fes han med fengsel indtil 6 ár. Har han handlet uten morens samtykke,
anvendes fengsel i mindst 2 ár, men fra 6 ár inntil livstid, sáfremt hun
som fölge av forbrydelsen omkommer."
í öðrum menningarlöndum gilda nokkuð lík ákvæði, að undanteknu
Rússlandi og Eistlandi, þar sem framkvæma má abortus, ef konan æskir