Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1930, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1930, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 151 AlstaÖar er ger'Öur ólöglegur abortus, þrátt fyrir gildandi lög. Þetta vandamál er því víða mikið rætt. Þessar ólöglegu aÖgerÖir eru að nokkru'' le}di framkvæmdar á sjúkra- húsum, af praktiserandi læknum eÖa af algerlega ólæknisfróðu fólki. Stundum er þetta gert fyrir þrábeiÖni fólksins — af mannúð, en oft í hagsmunaskyni. Hjá fúskurum vill vera mjög hætt við blæðingum og infection, svo að lífi konunnar stafar hætta af og veröur henni ekki ósjaldan að bana. Allri nefndinni kom saman um, að ástandið eins og nú er, sé algerlega óviðunandi. Meiri hluti hennar vill því rýmka mjög indicationir fyrir abortus provocatus, meðal annars í þeirri von að fyrirbyggja, að kon- urnar leiti til skottulækna, sýkist og hætti þannig lífi sínu. Hann lagði þvi til, að indicationes fyrir abortus provocatus yrðu þrenns konar: I. Medicinsk indication', eins og verið hefir, þegar lífi konunnar er mikil hætta búin af graviditas og fæðingu. II. Social indication. III. Humanitær indication. Social indication telst það, þegar tillit til fjárhagslegrar afkomu kon- unnar eða heimilisins eða tillit til þjóðfélagsheildarinnar er sú ráðandi ákvörðun. Humanitœr indication er það, ef barnsfæðing sýnilega verður böl fyrir konuna sjálfa, börn hennar eða nánustu ættingja. Það er alkunnugt, að almenningsálitið dæmir lausaleik hart. svo að kona, sem elur barn utan hjónabands, verður fyrir álitshnekki, fyrirgerir oft framtíðarmöguleikum sínum, missir atvinnu o. s. frv. Meiri hluti nefndarinnar gerði ráð fyrir, að í hverju fylki væri nefnd, sem úrskurðaði að fengnum öllum upplýsingum, hvort ástæða væri til að framkvæma abortus eða ekki. Minni hluti nefndarinnar vildi aðeins viðurkenna social indication, þar sem um „úrkynjað“ foreldri væri að ræða. Eftir allharðar umræður fyrir luktum dyrum, var samþykt tillaga í anda meiri hlutans, um að skora á löggjafarvaldið að rýmka mjög indi- cationir fyrir abortus provocatus. Verður fróðlegt að sjá hvað Stórþingið gerir i þessu efni. Að kvöldi annars fundardags var þátttakendum og konum þeirra haldið veglegt samsæti, sem fór hið besta fram. Það var okkur bæði gagn og gleði, að sitja þennan læknafund og hitta svo marga 100% collega. Vildum við óska, að allir islenskir læknar hefðu haft tækifæri til að vera þar einnig, sér til sálubótar. V. A. og H. T.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.