Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ
153
Vit5 héra'Sssjúkrahúsin á Aknreyri og Isafirði sé einn fastur kandidat við
hvert þeirra. Þær stöður skulu veittar til jafnlangs tima og kandidatsstöður
við Landsspítalann, en laun þeirra séu 200 kr. á mánuði og hafi hvor þeirra
2 herbergi til íbúðar.
Þar sem gera má ráð fyrir að stöður við Landsspítalann verði meira
eftirsóttar, þj'kir rétt að laun þeirra sem verða á Akureyri og ísafirði,
séu nokkuð hærri og íbúð ríflegri, svo að einnig giftum læknum sé kleift
að taka þessar stöður.
Á heilsuhælinu Vífilsstöðum og Kristnesi séu aðstoðarlæknar á báðum
sjúkrahúsunum. Hafi þeir að öllu leyti sömu kjör og aðstoðarlæknar á
Landspítala. Á Vífilsstöðum sé auk þess 1 fastur kandidat, með sömu
launakjörum og ráðningartíma og kandidat á Landspítala.
Á geðveikraspítölunum nýja og gamla Klcppi sé önnur yfirlæknisstað-
an lögð niður og í stað hennar komi einn aðstoðarlæknir ráðinn til jafn-
langs tíma og aðstoðarlæknar á Landspitalanum, og með sömu launakjör-
um. Auk þess 1 faetur kandidat með sömu kjörum og kandidat á Land-
spitalanum.
Eg tel ástæðulaust með öllu, aö við þessa 2 spítala, sem í rauninni
eru eitt og sama sjúkrahúsið, séu 2 yfirlæknar, frekar en t. d. á Vífíls-
stöðum. í því er ósamræmi, sem þyrfti að lagfæra.
Allar aðstoðarlæknisstöður og kandidatsstöður séu auglýstar lausar til
umsóknar í Læknablaðinu með 3ja mánaða fyrirvara.
Veiting embættanna ætti helst að geta farið fram eftir tillögum viðkom-
andi yfirlækna, og sé ekki gengið á þeirra tillögurétt, ætti að vera hægt
að halda þessum embættaveitingum utan við það embættastríð, sem risið
er upp á milli læknastéttarinnar og heillirigðisstjórnarinnar.
Kæmust þessi mál í svipað horf og hér er lagt til, fengju 12 yngri
læknar landsins aðgang að sjúkrahússtöðum, eða með öðrum orðiim 6
sem aðstoöarlæknar og 6 sem fastir kandidatar, og þá fyrst tel eg bætt
úr hinni bráðustu þörf og nægileg trygging fengin fyrir að hinir yngri
læknar vorir geti veitt sér sömu framhaldsmentun og talin er ómissandi
hjá öðrum þjóðum.
Auk þess verkar það örfandi á yfirlækna við sjúkrahús að vita, að stöð-
ugt koma nýir, áhugasamir ungir menn til að leita sér mentunar hjá þeim
og má því ætla að þeir, frekar en ella, séu vakandi og geri sér far um að
kynna sér allar nýungar í sínum greinum.
tíannes Guðmundsson.
Jafnaðartaksti á Hæri.
Af Lbl. má sjá, að allmikið er rætt um svonefnda læknataxta nú á
íslandi, og er að líkindum ekki að óþörfu, þótt mér sé ekki vel kunnugt
um fyrirkomulag þess máls, nú orðið, vegna fjarvistar um lengri hríð.
„Truntutaxtinn" gilti, er eg fór.
Eg leyfi mér því að senda Lbl. stutta greinargerð taksta-tilraunar, sem
héraðsbúar mínir gerðu fyrir 6—7 árum síðan '— til fróðleiks, því að