Læknablaðið - 01.10.1930, Page 12
i54
LÆKNABLAÐIÐ
tilraunin var einstök í sinni röö og hefir aldrei veri'ð gerÖ á Islandi, mér
vitanlega.
Héraðið er mjög víöáttumikið eftir norskum læknishéraða-mælikvarða.
þótt ekki þætti mikið á Islandi, þ. e. a. s. ca. 45 km. á lengd og ca. 25 á
breidd. Var bæði um land og sjó að fara og á stundum erfiðar sjóferðir
í opnu hafi. (Nú er þvi breytt).
Takstar voru allháir, er eg kom hér fyrst. Kr. 4.00 fyrir consultation,
miskunnarlaust, hjá hærri sem lægri, hjá sjúkrasamlögum sem öðrum, —
en þó mátti krefja kr. 5.00, ef sjúkrasamlag átti ekki í hlut, en var víst
aðeins notað í bæjum. Sérstakar aðgerðir 0g umbúðir bættust þar ofan
á, svo að saumur almennrar skeinu gat kostað 10 kr.
Eg get þess, að fátæklingar, sem eru á sveit, fá og fengu ókeypis læknis-
hjálp, en sveitin borgaði ferðakostnað og lyf læknis. Sömuleiðis geðveikir
menn, sem eru haldnir í sveit á fylkis (amts) kostnað.
Ekki varð vart við að almenningur kvartaði undan þessum fjögra kr.
taxta, — en þó hlífðust menn við að sækja lækni langa leið, því að ferða-
taxtinn var tiltölulega hærri, ef héraðslæknir átti eða leigði bát, og er of
langt mál að skýra nánar frá honum að sinni.
— Hreppsnefndir læknishéraösins sömdu því taxta, sem var, sem getið
er, einstakur í sinni röð, og er fljótgert að skýra frá hvernig taxtinn var.
„Konsultation" færð niður í kr. 3.50 í 1. sinn. (Það stendur enn við það).
Síðan 2 krónur. (Er breytt nú).
Fyrir ferðir, minst 2 klst. frá bústað héraðslœknis, skyldu kr. 25.00 koina,
á nótt sem degi, á sjó cða landi, sýknt og lieilagt.
Með öðrum orðum: Læknisferð, lengri eða skemri — ef ferð hét, —
kostaði ætíð 25 kr. Ferðakostnaður aukreitis, en mjög lágt settur, því að
héruðin áttu þá 30 hestafla ferðabát, rekinn á þeirra kostnað.
Hinsvegar gat f-ólk sótt lækninn sjálft, ef það vildi, og gerði oftast.
— Eg neitaði að ganga inn í þetta fyrirkomulag að öllu óreyndu, en
lofaði að halda „taxtann" í 3 mán. til reynslu.
Og svo fór, sem mig varði, að fólk í nágrenninu annaðhvort hætti að
vitja mín, nema í ýtrustu neyð, þótt áður hefði gert, en langferSir jukust
að nokkru. Sumir neituðu beinlínis að greiða kr. 25.00 fyrir 3 km. ferS
mína á hjóli, og kölluðu ólög og yfirgang, enda varð erfitt um innköllun
víða, þótt svo sé annars ekki yfirleitt, enda varð „taxtinn" ekki eldri en
tveggja mán., vegna andmæla héraðsbúa.
Slík „generalisering" er erfið, nema ef vera skyldi í Rússlandi, og sýnir
þetta dæmi fram á það, meðal annars, hve heimska nær langt.
Nú er hér farið eftir töxtum sjúkrasamlaganna, sem eru lágir og eng-
um ofbjóðandi, þótt fara megi eftir taxta Lf. Mæri, en það gera víst fáir.
Hann er hærri.
Annars er svo aS sjá, sem taxtar hér nú, — þótt engin gullnáma sé —
þyki viðunandi og bærilegir, bæði læknum og skjólstæðingum þeirra. En
hér er farið eftir taxta.
Með kveðju til stéttarbræðra.
I Brattvág í Noregi, 13./9. 1930.
/. Norland.