Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1930, Page 13

Læknablaðið - 01.10.1930, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 155 Lækning'abálkur. Peridontitis suppurativa acuta. Vegna rótgróins misskilnings á meÖferð þessa sjúkdóms, vil eg gera hann lítilfjörlega a'ð umtalsefni. I Læknadeildinni kendi prófessor G. Magnússon mér, að ekki mætti draga tönn, er svona stæði á, og er þaÖ furðulegt af jafn stórvitrum og rökvís- um manni. Ástæður munu hafa veriS þær, aÖ rask það, er útdrátturinn veldur, opnaÖi greftinum nýjar leiðir út í beiniÖ, og rifi ígerðar-hýðið. Hætta væri því á útbreiddri beinígerð. Ef þetta væri rétt athugað, mætti heldur ekki opna beinmergs-igerðir eða jafnvel fingurmein. Því þar opn- ast einnig greftinum nýjar leiðir út í holdið. En auðvitaS velur hann létt- ustu leiöina, út um tóma rótarholuna, eins og í hinum tilfellunum út um rennuna og skurðinn. Þessi kenning er því ótvírætt ein af kreddum læknisfræðinnar, og óverj- andi að láta sjúkl. kveljast allan þann tíma, sem gröfturinn þarf til að brjót- ast út í gegnum beinið, auk þess sem af því stafar blóðeitrunarhœtta. Eg hefi aldrei trúað né farið eftir þessari kreddu og mig hefir ekki iðrað þess. Eina rétta aðferðin er því að draga lit tönnina, og það fyr en seinna. Brýn nauðsyn til útdráttar er ekki fyr en komin er sogæða- eða eitlabólga. En þó getur þetta verið um seinan og blóðeitrun óhindranleg. Útdráttur- inn verður að hepnast til fulls. Ekkert má verða eftir af tönninni, því ann- ars opnast leið inn í beinið, en ekki leiðin út. Venjulega er auðvelt að ná tönninni, því bólgan hefir losað um hana. Sé unt að ná til tannlæknis, má bjarga framtönnum og jafnvel framjöxl- um, með því að opna rækilega upp í gegn um rótarganginn, og seinna uppræta ígerðina með sótthreinsun gegnum rótaropið eða resektion rót- arinnar. Greining sjúkdómsins liggur í augum uppi: Eymsli, lenging og losnun tannarinnar, ásamt graftarverk. Deyfing er æskileg, til þess að betra sé að ná tönninni. En vitaskuld er varhugavert að dæla deyfingarlyfi inn í bólgið hold. í neðri góm má altaf deyfa með leiðsludeyfing á n. mandi- bularis, sem allir læknar kunna. í efri góm er þetta erfiðara, því tæplega er hægt að ætlast til þess að almennir læknar deyfi n. trigem. II. i fossa sphenopalatina eða canalis infraorbit. extraoralt. Þó eru þessar deyfiaðferðir tiltölulega auðveldar. Fremsta jaxl má þó deyfa, þótt bólga sé í kring um hann. Þá er stungið rétt aftan við þenna jaxl, á ská upp á við, aftur á við og inn á við, 3 cm. inn í holdið. Lendir maður þá aftan við bólguna. Við þessa deyfing deyfast allir 3 jaxlar, en ef bólga er við 2 þá öft- ustu, er ekki unt að koma henni við. Til að komast sem best inn á við, er sjúkl. látinn hafa munninn aðeins hálfopinn, fæst þá rúm til að sveigja sprautuna út á við, og rennur þá nálin meðfram tuber maxillae utan- og aftanvert. Sé ekki unt að koma við novocaindeyfingu, er chloræthyl-svæf- ingin að gripa til. Auðvitað má lika svæfa með chloroform eða ether. En hvað sem öðru líður, er áríðandi að koma tönginni nógu djúpt á tönn- ina, áður en átaki er beitt, þar sem svo afarnauðsynlegt er, að ekkert verði eftir. Náist fyrst ekki nema ein rót fleirrættra tanna, má altaf ná hin-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.