Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1930, Page 17

Læknablaðið - 01.10.1930, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 159 fyrir meiri háttar aðgerðir, svo sem Salvarsan-dæling við syfilis-sjúkling. Fyrir smásjárskoðun vegna lekanda- eða syfilis-sýkla er greitt kr. 5-00- Nú hefir landlæknir tilkynt læknunum, að dómsmálaráðuneytið muni hætta að greiða meira en skv. héraðslæknataxta frá 1908 -f- 10% (ráðherr- ann gefur drykkjupeninga!). Hver maður með heilbrigðu viti sér væntanlega fljótt, að þetta er í mesta máta vanhugsað og ósanngjarnt. Hér er ætluð sama greiðsla praktiserandi sérfræðingum, sem ekki njóta fastra launa, en hafa dvalið erlendis árum saman, að loknu embættisprófi, til þess að fullkomna sig í þessum fræð- um, og greitt var héraðslæknum fyrir rúmum 20 árum. Þessir læknar tóku embættislaun, en höfðu enga sérstaka þekkingu til brunns að bera á kyn- sjúkdómum. — Vitanlega kemur ekki til greina, að kynsjúkdómalæknarn- ir geti unnið fyrir þessar hundsbætur, sem þeim eru ætlaðar: Kr. 1.00 fyrir fyrsta viðtal, en kr. 0.50 fyrir síðari viðtöl. Það hrekkur ekki fyrir útgjöldum læknisins á lækningastofunni. Afleiðingin af þessari ráðsmensku ríkisstjórnarinnar verður vitanlega sú, að fjöldi sjúklinga, sem ekki er efnum búinn, hlýtur að fara á mis við læknishjálp. Nú er það vitanlegt, að kynsjúkdómar þurfa einatt lang- varandi meðferð og eftirlit, til þess að lækna sjúklinginn og koma í veg fyrir að hann sýki út frá sér. Einna harðast kemur þetta e. t. v. niður á börnunum. Að staðaldri er talsvert af stúlkubörnum í Rvík haldið lek- anda. Þau sýkjast af því að samrekkja móður, eldri systur eða vinnu- stúlku. Þetta eru því aðallega fátækar telpur, í þröngum húsakynnum. Enginn sér uin lækning á mörgum þessum telpuin, ef rikissjóðurinn kippir að sér hendinni. Á sömu leið fer auðvitað um ýmsar efnalausar stúlkur og sjómenn, sem hafa lekanda eða syfilis. Svo er ein hlið á þessu máli, sem tekur til annara þjóða. Skv. „Inter- national Agreement" er það talin skylda, að útlendir sjómenn njóti ókeypis læknishjálpar í öllum hafnarborgum i Evrópu. Þessu ætlar þá Island að bregðast. Útgerðin borgar ekki fyrir útlenda sjómenn með kynsjúkdóma. Ræðismenn heldur ekki. Þeir geta þá hér eftir leikið lausum hala hér á landi, í stað þess að komast undir lækniseftirlit. — Yfirleitt má búast við að kynsjúkdómar færist í aukana, vegna ráðstöfunar ríkisstjórnarinnar. Vonandi sér ríkisstjórnin sig um hönd og breytir þessu vanhugsaða áformi sínu. Rannsóknastofa Háskólans innir af hendi rannsóknastörf fyrir lækna ,sem áður. Dómsmálaráðu- neytið synjar að vísu um borgun á þeim verkum — berkla- og kynsjúk- dómarannsóknum o. fl. — sem greiða ber að lögum. En til þess sýnast lög- in, að virða þau að vettugi. Fyrst um sinn verða sjúklingar því aö greiða fyrir það, sem gert er á stofunni. En frá næsta nýári nýtur forstöðumað- ur, skv. fjárlögum, fastrar ársþóknunar fyrir aukastörf sín, og vinnur frá þeim tíma sjúklingum að útgjaldalausu, að þeim rannsóknum, sem því opin- bera er skylt að standa straum af. Brottrekstur félaga. Dr. med. Gunnl. Claessen hefir tvisvar minst á það mál i Lbl. og talið að brottrekstur Sigv. K. og L. J. hafi ekki verið allskostar löglegur. Eg

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.