Læknablaðið - 01.10.1930, Qupperneq 18
i6o
LÆKNABLAÐIÐ
get ekki verið sammála um það. Samþyktir lækna, sem flestallir læknar
landsins höfðu skrifaö undir, og næst síðasti læknafundur samþykt meÖ
öllum atkvæ'Öum nema landlæknis, ákváðu þaS tvímœlalaust, aS þeir skyldu
rækir úr félaginu. Stjórnin var blátt áfram skyld aS framkvæma þetta.
En þó máliS sé skýrt og óbrotiS hvaS þessa lækna snertir, þá má vel
vera aS réttara væri aS leggja brottrekstrarmál fyrir gerSardóm og breyta
lögunum í þá átt. Mér þykir ekki ólíklegt, aS félagsstjórnin vilji helst losna
viS þann vanda. Þó er þaS líklegt, aS breytingin verSi frekar í oröi en á
borSi, því sjaldan mun stjórn hrapa aS því aS vísa félögum burtu, ef ann-
ars er kostur. G. H.
Enn um brottreksturinn.
Eg er þakklátur próf. G. H. fyrir hve vel hann tekur í þá hugmynd, aS
leggja brottrekstrarmál fyrir gerSardóm, og má því vænta, aS félagsstjórn-
in beri fram tillögu til lagabreytingar í þessa átt.
ÞaS var eSlilegt, aS stjórnin vísaSi læknum úr félaginu, skv. fyrri fundar-
samþykt, — en aScins til bráðabirgða. Lög félagsins eru óbreytt, en sam-
kvæmt þeim ber aS leggja slika stjórnarráSstöfun fyrir næsta aSalfund.
ÞaS getur veriS, aS mönnum finnist þetta formsatriSi, en til þess eru þó
væntanlega lög félagsins, aS þau séu ekki virt aS vettugi. G. Cl.
íslenskur læknir búsettur í London.
Hanncs Hannesson er tslendingur, fæddur og uppalinn i Canada. Hann
kom til íslands í suntar. Dr. Hannesson átti tal viS landlækni, og hefir
skrifaS honum siSar. BiSur Dr. H. landlækni gera þaS kunnugt meSal ís-
lenskra collega, aS sér sé ljúft aS leiSbeina íslenskum læknutn eSa lækna-
nemum, sem kynnu aS leita til London, til náms.
tslenskir læknar mega kunna Dr. Hannesson bestu þakkir fyrir þessa
vinsemd hans. Vafalaust er þaS miklu aSgengilegra íslenskum læknum aS
leita til Lundúna á námsferðum sinum, er þeir eiga vísa hjálp og góSar
bendingar .þegar þangaS kemur.
Heimilisfang læknisins er: Dr. Hannes Hannesson, Authors’ Club,
2, Whitehall Court, S. W. I, London.
Dr. H. býst viÖ aS koma til íslands á ný, á sumri komandi.
Uroselektan.
Bing og Rath hafa fundiS upp meðal (efni), sem þeir kalla uroselektan,
og gerir það mögulegt aS taka röntgenmyndir af þvagfærunum (nýrum,
ureteres og blöSru) eftir aÖ því hefir verið dælt inn intravenöst (v. med.
cubiti).
Efni þetta er pyridinderivat og inniheldur 42% joS, klofnar ekki í líkam-
anum.
Eftir reynslu uro- og radiologa koma aldrei fyrir neinar eitranir á sjúkl.
af þessu efni, en sá hængur hefir veriÖ á meS öll önnur efni sem reynd hafa
veriS til þessa.
Eftir rækilega laxeringu er injiceraS alt aS 40 grm. af efni þessu upp-
leyst í 100 cm3 af aq. dest. steril. Hlutfallslega minna dælt í börn.
Thrombosering kvaÖ geta komiS fyrir og þá tekin önnur æð.