Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1930, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.10.1930, Qupperneq 20
LÆKNABLAÐIÐ 162 og Kína í gamla daga. Lyfsalarnir muna vonandi, að þeir eru ekki blátt áfram kaupmenn. Ungir læknar, sem eru aÖ setjast á laggir, mættu gjarna athuga, aÖ codex ethicus ætlast ekki til, aÖ í dagblöðum birtist lofgreinar um mentun þeirra og hæfileika. Affarasælla verður, aÖ láta minna yfir sér, að óreyndu, en síga frekar á; starfa með trúmensku í víngarðinum og „láta verkin tala“. Skólaskoðun og lækning á kvillum barnanna. Við skólaskoðunina í héraði minu í fyrra, tók eg upp dálitla nýbreytni, sem mér fanst hafa góðan árangur, og vil eg því skýra frá þessu hér í blaðinu, ef ske kynni að aðrir kollegar vildu fara að mínu dæmi: Það var orðin reynsla mín, að gagnslítið væri að tvirita heilsufarsblöðin og láta hvert barn fá sitt afrit til að sýna foreldrum eða fjárhaldsmönn- um, því algengt var, að blöðin glötuðust og komu engum að haldi. Eg lét því prenta eyðublöð eins og hér er sýnishorn af. „Við skólaeftirlitið þ..... 19.., er eg athugaði heilsufar barns yðar .... fundust hjá því þessir kvillar, sem þarfnast lækningar: Sjóngalli ...., heyrnardeyfa ...... tannskemdir ...., eitlaþroti ...., eitlingaauki ...., kokeitlingaauki ...., munnöndun ...., skakkbak .. .., lús ...., nit .... Stgr. Matth." Sendi eg þessi eyðublöð útfylt með kvillum þeim, sem hjá hverju barn- anna fundust, til hlutaðeigandi kennara, með tilmælum um, að hann kæmi þeim til foreldranna og jafnframt benti börnum og foreldrum á það sem athugavert hefði fundist við skoðun hvers barns, og hver nauðsyn bæri til að því væri leitað lækninga. Það er auðvitað þýðingarlítið, að leita uppi kvilla skólabarna, ef ekki er jafnframt leitast við að koma foreldrunum til að láta lækna kvillana. Þetta fyrirkomulag mitt, að láta kennarana fá að vita um kvilla hvers barns og fá þá til að hafa áhrif á foreldrana um lækningu barnanna, reyndist mér talsvert spor í áttina til að fá börnin til mín eða annara lækna. Ef vel væri, ætti að hvíla skylda á foreldrunum að leita börnunum lækn- ingar við þeim kvillum sem læknir finnur hjá þeim. Sú skylda ætti að vera jafnsjálfsögð þeirri skyldu að láta skoða börnin. Það þarf að innrætast bæði foreldrum og börnum, að þessir algengu kvillar sem börnin hafa, svo sem tannskemdir, eitlaþroti, kokeitlingar o .s. frv., hvað þá aðrir meiri háttar, þurfa nákvæms eftirlits og aðgerða í tæka tíð. En eins og við þekkj- um, reyna börnin að komast undan öllum aðgerðum, sem nokkur sársauki fylgir, en foreldrarnir hilma yfir með þeim af undanrenningar-vorkunn- semi, og loks er oft lækningarkostnaðurinn grýla, sem dregur úr fram- kvæmdunum. Ákjósanlegast væri að læknirinn fengi ákveðna þóknun frá fræ'öslunefnd- um, fyrir þær aðgerðir og læknisráð, sem hann telur nauðsynleg að láta í té, í hverju skólahéraði hvert liaust. Það þarf að komast á, að hver skóli hafi sinn fastráðna lækni fyrir ákveðið kaup, að líta eftir börnunum og lækna kvilla þeirra. Stcingrímur Matthíasson. Knud Secher: Livsforsikringsmedicin heitir nýútkomin bók, sem eflaust er fróðleg fyrir þá, sem skoða marga til líftryggingar. Er það ekki vanda- laust verk. Verðið er lágt, 3,50 kr. (danskar).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.