Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1930, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.10.1930, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 163 Skipulag á læknamálum í Englandi. í Englandi hefir socialisme í heilbrigÖismálum fariÖ mjög í vöxt síðari árin. Meginatriðið er að sjálfsögðu almenna tryggingin gegn sjúkdóm- um og í sömu átt fer skólaskoðun og ýms hjálp til sængurkvenna og ung- barna. Læknafélagið bretska hefir tekið þetta mál til rækilegrar athugunar og nýlega hefir stjórn þess birt álit sitt og tillögur um framtíðar skipulag, sem læknar myndu fallast á. Kjarni skipulagsins er sá, hvað sjúklinga snertir og lækningar, að gera almenna lœkna, sérstaklega húslœltna, að liyrningarsteini. Með þeim hætti geti hver einhleypur maður eða fjölskylda notið eftirlits og ráða læknis, sem er kunnugri öllum hnútum en nokkur annar, og geti gefið góð ráð þegar einhver hætta vofir yfir. Ætlast er til þess, að húslæknirinn segi til, ef þörf gerist að leita sérfræðings eða bera vandamál undir annan lækni. Að sjálfsögðu er ætlast til þess, að sjúklingum standi sem greiðust leið opin til allra nauðsynlegra „specialista". Ætlast er og til þess að allir efna- og bjargálnamenn borgi sjálfir læknishjálp, spítalavist o. þvíl., en að fá- tækir njóti meiri eða minni styrks frá ríki, bæ eða sveit. Til þess að létta fátækum sjúkrakostnað er gert ráð fyrir frjálsri tryggingu, en ekki lög- boðinni skyldutryggingu. Þá er bent á, að öll millimenska milli sjúklinga og lækna (stjórnir sjúkrasjóða o. þvíl.) sé venjulega til ills eins, bæði fyr- ir sjúklinga og lækna. Hvað eftirlit með læknum snertir, aS þeir leysi verk sín svikalaust af hendi og selji þau við sanngjörnu verði, þá muni drýgst duga aðhald frá sjálfri læknastéttinni, því öllum heiðvirðum læknum sé ant um sóma stéttarinnar og fjarri skapi að gæta ekki fullrar sanngirni við almenning, enda manna kunnugastir högum hans og efnahag. Það er augljóst af því sem hér er sagt, að Læknafélagið enska telur ekki þá skylduvátrygging, sem nú er þar, heppilega og vill losna við socialist- iska skipulagið. Það fær yfirleitt harða dóma úr öllum áttum um þessar mundir. G. H. Vitamin hafa læknar, og aðrir eftir þeim, kallað bæti-efni. Orðið er ekki við- kunnanlegt og fer ekki vel í framburði (hiatus). Hvernig væri nú að taka upp annað nafn á þessum undraefnum og kalla þau fjörvi? (vita — líf -— fjör). Eg hefi einhverntíma, fyrir nokkuð löngu síðan kastað þessu fram við einhverja kollega, en ekkert orðið úr frekar, — orðið bœtiefni notað eftir sem áður. Þess vegna færi eg mig nú þetta upp á skaftið og bið Lbl. fyrir þessa litlu athugasemd. Eg var í fyrstu í nokkrum vafa um, hvort orðið ætti heldur að vera karlkyns, og gengi þá eins og floti, eða hvorugkyns. Við nánari athugun kom það þá í ljós, að fjörz’i karlk. var ekki jafn málþýtt eða áferðarfallegt í öllum föllum, sérstaklega ekki i nf. og þolf. flt., og síst með greininum aftan í. Eg bar þetta þá undir próf. Sig. Nordal, og hann réð eindregið til að láta það vera hvorugkyns, enda fer miklu betur á því í alla staði, bæði i orðinu einsömlu og — ekki síður — í samsetningum. Orðið gengi þá eins og sörvi (hálsband), sbr. Vigastyrssaga, útg. Sig. Kr., 25. kap.: steinasörvi, 30. kap.: sörvi Barða! í samsetningum mætti segja A-fjörvi, B-fjörvi. A-fjörviskortur eða A-fjörvileysi, sbr. þlóðleysi — anæmia; fæðu-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.