Læknablaðið - 01.10.1930, Síða 22
164
LÆKNABLAÐIÐ
tegund er fjörvarík, fjörvasnauS o. s. frv. — Á prenti hefir orSiS fjörvi
víst lítið sést; þó er grein í Ljósm.bl, III. og IV. árg. 1925 og 26 „Um
fjörin í fœðunni“ eftir g. 1. (gamlan lækni), og máske einhversstaðar ví'ðar.
Vilja nú ekki kollegar taka þetta ad notamf D. Sch. Th.
Til minnis fyrir lækna.
1. Sækið ekki um embœtti, stöður né störf, sem ekki er'u auglýst.
2. Scndið umsóknir allar til Læknafélags fslands.
3. Ráðfœrið yður zið stjórn félagsins um öll vafamál.
Það mun sannast, að til langframa verður það öllum happadrýgst, að
fylgja stéttarbræðrum sínum að málum. G. H.
Úr eftirmælum eftir norskan lækni (Ole Selvaag).--------„Hann elskaði
sveitina og fólkið framar öllum öðrum og allir treystu honum skilyrðislaust.
Þegar hann kom til sjúkra skein út úr honum róleg vissa, sem vakti von
og traust hjá öflum.
Hann var starfsmaður með atbrigðum og hafði ótal trúnaðarstörfum að
gegna. Þau rækti hann á þann hátt, að hann ávann sér ekki aðeins virðingu
héraðsbúa sinna heldur og aðdáun allra fylkisbúa.
Oss læknum er hann harmdauði og mikifl missir er oss að sterku, stjórn-
sömu hendinni hans. Hann var bæði mikill höfSingi og ágætur stéttarbróðir.“
Ekki eru þá allir læknar orðnir verslunarmenn! G. H.
Úr útlendum læknaritum.
Matcrnal Mortality. Útdráttur úr Monthly Epidemiological Report,
Geneva. July 1930.
Alþjóðanefnd lækna, valin af Þjóðabandalaginu, hefir á fundum í París
1920 og 1929 bundist fyrir því, að safna framvegis vitneskju um mœðra-
dauða í heiminum, og jafnframt slegið því föstu, að þar með er meintur
dauði kvenna vegna sjúkdóma, er hljótast af barnsþykt og barnsförum
(Diseases of Pregnancy, Labour and the Puerperal State). Nefndin ætlast
til, að þessir sjúkdómar séu tilfærðir á árlegum manndauðaskýrslum land-
anna, samandregnir undir tveim liðurn:
a. Puerperal sepsis and infection.
b. Other diseases of pregnancy, lahour and the puerperal state.
Takmarkið á að vera, að hugtakið mœðradauði verði álíka skýrt í vit-
und lækna eins og barnadauði.
Með því að vinna úr heilbrigðisskýrslum ýmsra landa, með hliðsjón af
þeirra sjúkrahúsa- og fæðingarstofnanaskýrslum, hefir þegar fengist laus-
legt yfirlit yfir mæðradauðann, og sést glöggt, að mest orsakast hann af
infectio puerperalis (eða alt að um 75%). En hvergi í löndum kemst mæðra-
dauðinn lægra en nokkuð yfir 2%o (þ. e. miðað við fjölda fæðinga hvert
ár). Þannig er hann talinn i Svíþjóð, Danmörk og Austurríki. Aftur er
haun á Englandi og Þýzkalandi talinn rúmlega 4%o, en hæstur í Skotlandi
(6,4%o), Grikklandi (7,i%o) og Chile (8%o).