Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1930, Side 24

Læknablaðið - 01.10.1930, Side 24
LÆKNABLAÐIÐ 166 máli meiri gaum víða um lönd. Landlæknir Englendinga, Sir George New- man o. fl., hafa mjög brýnt læknastéttina ensku fyrir, hve barnsfarasótt væri tíð, þó ætlast mætti til betri útkomu í sjálfu landi Listers. Hafa nefndir og félög starfað til að grenslast betur eftir ástandinu og ráð hafa verið lögð á að endurbæta kenslu lækna og ljósmæðra, auka alþýðufræðslu o. s. frv. Flestir kannast við athugun þá, sem leiddi Semmelweis til uppgötvunar á orsök bamsfarasóttarinnar. Hann sá, að langtum fleiri sængurkonur dóu á þeirri fæðingarstofnun þar sem læknanemar lærðu, en þeirri, þar sem aðeins lærðu ljósmæðraefni. Það voru krufningar læknanemanna, sem að dómi Semmelweis gerði þá hættulega smitbera. í ýmsum héruðum Englands og viða út um nýlendurnar, er lítið um ljósmæður, og læknar gegna þeirra störfum. Það hefir nú komið í ljós, að enn stafar sængurkonum meiri hætta af læknum en ljósmæðrum. T. d. er vitnað til Ástraliu. Þar þjóna læknar go% allra sængurkvenna. Mæðra- dauði þar í landi er líka meS mesta móti í breska heimsveldinu (5,6%0). Á Skotlandi sýna skýrslur, að mæðradauði er minstur, þar sem yfirsetu- konur einar hjálpa (2,8%n), en þegar praktiserandi læknar eru yfirsetu- menn, er hann meiri (6,9%0), og mestur á sjúkrahúsum (14,9%^) og fæð- ingarstofnunum. í East End Maternity Hospital í London gegna ljósmæður daglegum störfum, og þar er aðeins einn læknir, en hann er ekki kallaður, nema mik- ið sé að. Þar heilsast konum sérlega vel. T. d. dó af 47.000 sængurkon- um aðeins 1. Ein skýrsla frá Englandi er enn tilfærð, og hljóðar hún þannig: I fæðingarstofnun án kenslu var mæðradauðinn 5,7%o- í fæðingarstofnun meö ljósmæðrakenslu 11,3%«. I fæðingarstofnun með ljósmæðra- og læknakenslu n,3%o. I fæðingarstofnun með læknakenslu eingöngu 19,1 %0. Nú liggur strax nærri sú athugasemd, til að bera blak af læknunum, að erfiðustu fæðingarnar falla í þeirra hlut og þeirra stofnana, þar sem lær- dómurinn er mestur; þangað er leitað, þegar neyðin er stærst. Sjálfsagt skýrir það málið nokkuð, en ekki til hlítar. Mikil hjálp er oft hættuleg, en læknum hættir meira til en ljósmæðrum, að hefjast handa, í stað þess að láta tímann og náttúruna ráða. Meðfram er sökin hjá mæðrunum og þeirra nánustu. Læknirinn er eggjaður til framgöngu, og í allra þágu er að flýta úrslitum og mikil laun í boði. Við samanburð á lengd ljósmæðranámstíma í ýmsum löndum, vekur það efitrtekt, að mæðradauði er minstur, þar sem ljósmæður fá besta ment- un, eins og í Hollandi, þar sem námstíminn er 36 mánuðir, og í Danmörku, þar sem hann er 24 mánuSir. Á Englandi er hann aðeins 1 ár. Sú skoðun ryður sér rúm meðal enskra forustumanna í heilbrigðismál- um, að sjálfsagt sé að reyna að draga úr mæðradauðanum eftir megni, en ráðin séu aðallega þessi: Meiri mentun lækna, ljósmæðra og alþýðu. Hjálparstöðvar fyrir mæður og börn hafa þegar unnið mikið gagn. Þeim ber að fjölga. Sem dæmi um þýðingu þeirra, er skýrsla frá Birmingham, er segir frá 126.121 fæðingu á stofnunum þar. Af þeim konurn, sem fengið höfðu leiðbeiningar á hjálparstöðvum um meðgöngutímann, fékk engin fæðingarkrampa, en af hinum fengu 9 ecclamp- sia og hlaut ein bana.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.