Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.05.1932, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 3§ a'ð gjaldskrá yrði sett embættislausum læknum, er harla litilfjörleg. Fyrsta mótbára læknafélagsins var, að ríkið hafi ekki rétt til þess að setja embætt- islaum læknum gjaldskrá. Svar landlæknis við þessu er að eins: „F.ftir því ætti það að vera stjórnarskrárbrot, en það er tilhæfulaust.“ Hvaðan landlækni kemur slíkur óvefengjanlegur skilningur á stjórnarskránni vitum vér ekki. Landlæknir talar eins og páfinn ex cathedra, en hitt vitum vér, að allir þeir lögfræðingar er vér höfuin haft tal af, telja líklegt, að það muni vera stjórnarskrárbrot. Hvað aðstöðu læknanna gagnvart viðskiftamönnum þeirra viðvíkur, þá er hún fyrst og íremst ólík allra annara að þvi leyti, að læknar áskilja sér ekki fyrirfram horgun fyrir störf sin, dettur yfir höfuð ekki í hug að fara fram á horgun hjá talsverðum hluta sjúklinga sinna, fá hana ekki greidda hjá enn öðrum hluta. Það er mjög sjaldan að læknir hingað til hafi leitað aðstoðar lögfræðings til þess að fá þá borgun sem þeim hafi borið. Vér getum ekki séð að störf lækna „verði svo trygð og ein- skorðað af löggjöfinni með lögum þessum, að þeir þess vegna verði að sætta sig við að bæta fyrir það með nokkru.“ Dæmi landlæknis um yíirsetukonur er villandi vegna þess að þær að jafn- aði fara ekki eftir taxtanum, og aldrei hefir verið úr því skorið með dómi, hvort þeim beri skylda til þess. 18 manna nefnd í Danmörku sem unnið hefir að undirbúningi danskra laga um lækningaleyfi ræddi m. a. um það, hvort setja skyldi öllum læknum gjald- skrá, en hvarf frá því, fyrst og íremst af því, að ekki voru til gjaldskrár fyrir aðrar tilsvarandi atvinnugreinar, þvi næst af þvi að taxtar lækna „ikke i Almindelighed kan betegnes som urimelig höje“ og í 3. lagi þar eð 65% af þjóðinni væri í sjúkrasamlögum. I 4. lagi vegna þess, að það hafi jafnan verið siður, að læknar tækju tillit til fjárhagsástæðna sjúklinganna, er þeir settu upp fyrir verk sin. Af þessum röksemdum dönsku nefndarinnar hefir landlæknir að eins talið nr. 3. önnur mótbára læknafélagsins gegn gjaldskrá var, að eftir henni myndi ekki verða farið. Landlæknir telur ekkert við því að segja, þó greiðsla fari fram hærri eða lægri en gjaldskráin ákveður, þegar það skeður með góðu samþykki beggja aðila. En síðar í greinargerðinni tekur hann fram, að læknum eigi að vera óheimilt að gera reikning fyrir hærri upphæð en gjald- skráin ákveður. Getur afleiðingin af þessu auðveldlega orðið sti, að læknir neyðist til þess að semja fyrirfram uin borgunina, ef hún á að vera önnur en sú, sem ákveðin er í gjaldskránni, og óhjákvæmileg afleiðing verður það, að læknar verði að ganga strangar eftir greiðslunni en áður, því að andi og orðalag frumvarpsins er yfirleitt þannig í garð læknanna, að þeir geta ekki búist við þvi, að sanngjörn gjaldskrá verði samin. Þriðja mótbára læknafélagsins gegn gjaldskrá er sú, að læknar verðleggi ekki verk sin fram yfir það sent sanngjarnt er, og getur landlæknir ekki mótmælt þessu með nokkrum rökum, sem heldur ekki er von. Læknafélagið hcfir talið, að of litill munur væri gerður á sérfræðingum og öðrum læknum með því að sérfræðingum á að eins að vera heimilt að taka Yi hærra en almennum læknunt. Landlæknir kann sýnilega ekki að gera greinarmun á venjulegu viðtali og sérfræðilegri skoðun, enda hefir hann sjálfur ekki hlotið sérfræðings- mentun, og ekki gert sér ljóst, hve miklu meiri kröfur eru gerðar um ment-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.