Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 77 viö vitum enginn kirúrg, heldur aöeins lyflæknir), þá hefir mörg- um öörum tekist betur. Alls reikn- ast Dévé,aö mortalitethjáþeimkír- úrgum, sem hann hefir sagnir af, vera 38,6%. En hjá lyflæknunum, eöa þeirn, sem láta náttúruna ráöa, sé mortalitet veikinnar 51,3%. Hversu algengt er það nú, að lifrarsullir opnist upp í lungu? Þessu svarar Dévé þannig: Af 1743 liírarsullum (frá ritum ýmsra höfunda) hefir hann aöeins fund- iö 44 haga sér þannig, þ. e. 2,52%, og þaö sýnist ekki vera mjög opt. Þessvegna virðist þaö í fljótu bragöi taka út yfir allan þjófabálk, aö Qaessen finnur 30% slíka meö- al sinna 37 sjúklinga; en þetta veröur skiljanlegra þegar athugað er, eins og fyr er sagt, að sjúkling- ar Claessens eru allir aldurhnignir. Dévé er ekki í vafa um, aö með betri diagnostik, og ef ráð er i tíma tekið, sé í flestum tilfellum auðráöið við sjúkdóminn. Hins- vegar er honum ljóst, aö niargir sjúklingar lyflæknanna, sem sagö- ir eru hafa íengiö fullan bata, hafi sennilega afaroft fengiö afturköst, af því ekki var um sanna lækning aö ræða, heldur aöeins bata um styttri eöa lengri tíma. Þar hefir hann einmitt Claessen sem vitni, því Claessen þekkir dæmi um mörg afturköst slíkra sjúklinga, enda hefir það komiö í ljós viö rannsókn siðar, við radiografi meö lipjodoli o. fl. að hepatobronchial- fistlar geta haldist árum saman og inficerast á ný eða þeir halda á- fram að spýta galli og þaö stund- um svo, að mestur hluti gallsins (1 líter á sólarhring) streymir þá leiöina, en það er mjög ömurlegt ástand fyrir sjúklinginn. Dévé segir þaö vera algengast, aö einni sullspýju (vomique hyda- tique) fylgi fleiri á eftir, fyr eöa seinna —• með mismunandi löngu bili á milli. Utlendir læknar minn- ast þó hvergi á lengra millibil en 18 mánuöi (Dew hinn ástralski, sem ritað hefir merka bók um sullaveiki). Hér á landi eru hins- vegar dæmi um rniklu lengri bil, því Claessen nefnir þrjú slík dæmi, eitt meö 3 ára, annað meö 11 ára og hið þriöja með 20 ára milli- bili. Önnur athugun Cíaessens, þéssu lík, veröur Dévé einnig í- hugunareíni, en þaö er, að hærno- ptysis fylgir á eftir sullspýju og endurtekur sig meö mism. löngu millibili. Claessen nefnir þar einn- ig þrjú dæmi með 5—11—19 ára bili í milli eftir fvrstu sullspýjuna. Dévé telur slíkan blóðspýting stafa frá bronchiectasia eða caverna í sambandi við fistula hepatobronch- ialis. — En útlendingar hafa sjaldan rekiö sig á þetta. Eins og við jiekkjum hér heima, verður mörgum að halda, þegar um sullspýting frá brjósti er aö ræða, þá komi sú spýja frá lung- unurn einum. Reynslan hefir jió sýnt, að venjulega er um liírar- sull eða — sulli að ræða. Og Dévé segir ekki jiurfa neitt um jiaö að efast, ef sullungar eru í spýjunni, hvað þá ef gall fylgir; því lungna- sullir eru liklega ætíð sullunga- lausir. f þessu sambandi vitnar Dévé til Claessens, eins og oftar; en hann hefir athugaö 5 sullspýju- sjúklinga, sem komu með klin- isku diagnosunni echinococcus pulm., en við radiografi sannað- ist, að í öllum þeim tilfellum var greinilega aðeins um lifrarsulli að ræða. Hér á landi er oss læknum löngu kunnugt, að lungnasullir valdi hæmoptysis. Sjálfur man eg und- irritaður vel þann eina sjúkling, sem eg hefi haft til meðferðar af þvi tagi, og sem eg hyggst hafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.