Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.11.1935, Blaðsíða 18
84 LÆKNAB LAÐ IÐ iö á Siglufirði, og farsótt — mænusóttin — á Akureyri, þá get ég vottaö aö allur þorri sýningar- gesta leitaöi sér fræöslunnar meö áhuga, sérstaklega margir kennar- ar, dylst mér því ekki að slikar sýningar geta haft hin sterkustu vakningvaráhrif, ef til þeirra er vandaö. Jón Jónsson. r rétti r. Doktcrspróf. Þann 12. þ. m. varöi héraðslæknir Arni Arnason í Ólafsvík ritgerð sína. Apoplexie und ihre Vererbung, viö lækna- deild Háskóla íslands. Athöfnin fór fram i lestrarsal Landsbóka- safnsins aö viöstöddu fjölda manns. Andmælendur voru þeir próf. Níels Dungal og próf. Guðm. Hannesson. Um kvöldiö var nýja doktornum haldiö samsæti á Hótel lBorg að tilhlutun Læknafél. ís- lands.' Sátu samsætiö um 60 manns. Verður doktorsprófsins nánar get- iö í næsta blaöi. Fyrsti fundur L. R. á þessum vetri var haldinn ]). 13. þ. m. For- maður drap á starfsemi félagsins s. 1. sumar og þá einkum á heil- brigðissýningar þess, sem nánar er sagt frá hér í blaðinu. — Frá utanferöum sinum sögöu: Dr. Gunnl. Claessen, Gunnlaugur Ein- arsson, Helgi Ingvarsson, Helgi Tómasson. Ólafur Helgason og Siguröur Sigurösson. Háskólinn var settur þ. 15. þ. m. Rektor háskólans er nú próf Guðm. Thoroddsen. 16 stúdentar innrituöust í læknadeild. Kenslu i lífeölisfræði hefir próf. Guöm. Hannesson meö höndum í stað Lárusar Einarsonar, sem nú er alfarinn til útlanda, eins og kunnugt er. Danskur læknir, dr. Roholm, hefir dvaliö hér siöan í sept.mán. s. 1. Hefir hann feröast utii austur í Skaftafells- og Rangárvallasýsl- um og mun einkum hafa lagt stund á fluorrannsóknir. Fluortilfelli mun hann þó engin hafa fundið. Aukafundur var haldinn i L. R. þ. 16. þ. m. Dr. Roholm hélt stutt- an fyrirlestur um fluorosis og sýndi skuggamyndir af slíkum til- fellum. Ólafur Geirsson læknir hefir veriö ráöinn sem kandidat við Landspítalann frá 1. þ. m. María Hallgrímsdóttir læknir er nýlega komin heim frá útlöndum. Hefir hún dvalið erlendis um 4 ára skeið. Guðm. Guðfinnsson héraðslækn- ir hefir legiö á Landakotsspitala síöan í fyrra mán. Var geröur á honum holskuröur. Hann er nú á góöutn batavegi. Hjúskapur. Þ. 13. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Hulda Jóhannesdóttir og próf. Níels Dungal. Félagsprentsmiöjan.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.