Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 3
LÆKNABLASIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR RITSTJÓRN: HELGI TÓMASSON, HALLDÓR HANSEN, SIG. SIGURÐSSON 21. árg. Reykjavík 1935. R thi Berklavarnamál. Bréf til heilbrigðisstjórnarinnar frá berklayfirlækninum. ÞaS er kunnara en frá þurfi að segja hvílíkur vágestur berklaveik- in er hér á landi. Árlega hafa látist urn 200 landsmenn af völdum þessa eina sjúkdóms. Nálega 5. hver maöur, er deyr, deyr af völdum berklaveiki. Sjúkdómurinn tekur fólk á öll- um aldri, en þó einkum á aldrinum frá 15—35 ára, fólk i blóma lífsins. Berklaveikin er langvinnur sjúk- dómur og einkenni sjúkdómsins eru oft mjög óljós í byrjun. Lít- ilsháttar hiti, hósti eSa ,,kvef“ er oft byrjun veikinnar og er því sjaldan gaumur gefinn. Stundum veikjast menn skyndilega, fá háan hita, sem fellur aS nokkrum dögum liSnum. Slíkt er oft nefnt „influ- enza“ á meSal manna og þaS upp- lýsist ekki fyr en vikum eSa mán- uSum síSar, aS um miklu alvarlegri og langvinnari kvilla hefir veriS aS ræSa — sem sé berklaveiki. SíSan berklavarnarlögin gengu i gildi áriS 1921 hefir veriS variS alt aS og stundum yfir 1 milj. kr. á ári úr ríkissjóSi vegna þessa eina sjúkdóms. Fé þessu hefir aSallega veriS variS til sjúkrahúsa og heilsuhæla, sem vistaS hafa berkla- veika sjúklinga. Berklavarnir hafa eigi veriS reknar nema aS litlu leyti. AS visu má telja þaS til berklavarna er berklasjúklingar éru einangraSir á sjúkrahúsum eSa heilsuhælum. En varnir þessar eru enganveginn nægilegar eins og ég mun síSar drepa á. Um langt skeið hafa veriS rekn- ar mjög víStækar berklavarnir í öllum nágrannalöndum vorum. Varnir þessar eru nær eingöngu í höndum svonefndra hjálparstöSva eSa heilsuverndarstöSva. Er þeim komiS fyrir í öllum stærri og smærri bæjum og auk þess víSa til sveita. Skifta slíkar stöSvar nú hundruSum í nágrannalöndum vor- um. I stórborgunum er oft og tíS- um margar slíkar stöSvar og borg- unum skift i umdæmi um hverja stöS. Starf þessara stöSva er mikiS og margvíslegt. I nefndaráliti berkla- veikisnefndarinnar, er kom út 1921 er því lýst mjög ítarlega. Er sú lýsing á fyrirkomulagi stöSvanna enn í fullu gildi og vil ég því taka hana orSrétt upp hér: „Verkefni stöðvanna er í stuttu máli þetta: 1. AS finna veikina, þegar hún er aS byrja, 2. aS varna því, að sjúkir smiti ósjúka, og 3. aS veita berklaveikum sjúklingum margskonar hjálp og aSstoS. 1. StöSin er opin á tilteknum tima. Þar eru hjúkrunarkonur, og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.