Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 21
L Æ KNABLAÐIÐ 103 að eg er mjög deigur við og reyndar alveg á móti því að þess- arar bólusetningar verði niður lagðar, einkanlega meðan telja má bólusóttina landlæga i Englandi, þvi þar gerir hún, árlega meira og minna vart við sig. Að vísu er hin innlenda bólusótt þar talin væg, en engin trygging er fyrir því aö hún ekki rejmdist miklum mun skæð- ari hér, ef hún bærist hingað. — Eg get heldur ekki verið með i því að telja bólusetninguna hættulega. Eg býst við því að eg sé sá hér á landi, sem einna mesta reynslu hefi í þeim sökum, þar sem eg geri ráð fyrir, að eg hafi bólusett að minsta kosti 15—20 þúsundir. Og mér vitanlega hefir hún aldrei dregið til bana og engar alvarleg- ar afleiðingar haft svo mér sé kunnugt um, nema smá gangræn út frá bólunni og er það þó alger- lega undantekning. Að vísu hefi eg heyrt talað um eitt eða tvö til- felli af encephalit, sem bólusetn- ingunni var kent urn, en sannfærð- ur er eg ekki. Með þeim öru sam- göngum sem við nú höfum og hinum langa meðgöngutíma veik- innar er bólusetningin eina mögu- lega vörnin gegn bólusótt. Það er því svo langt frá, að eg vilji sleppa því fyrirkomulagi, sem nú er, heldur vildi eg við þaö auka, þannig, að allir okkar sjómenn, þeir sem til annara landa sigla, væru skyldugir til bólusetningar 4. til 5. hvert ár. Próf. G. Hannesson: Leist vel á að leggja bólusetningu niður. Taldi að trassaskapur með bólu- setningu ætti sér stað og kæmi hún þá að engu haldi. Benti á hve bólusóttin hefði orðið skæð í Nýja- íslandi, enda þótt flestir þeir, sem þangað fluttu hefðu verið bólusett- ir. Við mundum strax láta bólu- setja ef bólusótt kæmi. Dr. H. Tómasson skýrði frá, að efni þetta hefði verið til umræðu í Norsk medicinsk Selskab í vetur. Var þá talið það eina sem effect- tivt væri, að gripa þegar til bólu- setninga ef bólusótt kæmi. Taldi meiri hættu af post-vaccinations- encephalit en af bólusóttinni sjálfri. Sagði frá tveim tilfellum, sem hann hefði séð. Sigurjón Jónsson kvaðst ragur við að hætta við bólusetningar. Hvað encephalit viðvíki, veit mað- ur ekki hvort hann stafar af bólu- setningunni, eða af öðrum orsök- um, þó tekið sé upp á því að kenna hana bólusetningunni. Þótti trú- legt að bólusóttin í Nýja-íslandi hafi orðið svo skæð vegna þess að börn hafi verið óbólusett. Benti á, að í ár hafi bóla aðeins komið út á þeim sem endurbólusettir voru. Stafaði það af því, að minni reak- tion þyrfti hjá þeim til þess að teljast positiv. jón. jónsson kvað héraðslækna mundu verða fegna ef bólusetn- ingin yrði feld niður. Próf. N. Dungal þakkaði undir- tektirnar. Skýrði frá því að marg- ar þjóðir hugsuðu nú um að leggja niður bólusetningu. Benti á hve á- ríðandi væri að bólusetja rétt ef árangur ætti að fást og komplica- tionir að hverfa. Bar að lokum fram svo hljóðandi tillögu: „Að- alfundur L. í. skorar á heilbrigð- isstjórnina að athuga hvort ekki muni vera timabært að afnema skyldubólusetningu gegn bólusótt" Till. samþ. með öllum greiddum atkv. gegn 3. 8. Magnús Pétursson las upp bréf frá landlækni viðvikjandi fyrirspurn heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins um það, hvort Læknafélagið teldi nauðsynlegt að nota heroin sem deyíilyf. Bar jafn- framt fram svo hljóðandi till.: Að-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.