Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.1936, Page 11

Læknablaðið - 01.05.1936, Page 11
LÆKNAB LAÐIÐ anna, og nýr sjúklingahópur tekur viÖ, strax og hinir eru búnir aÖ klæða sig. Það fer betur með brenn- arann, að lofa að loga á honum, heldur en að slökkva á milli. I daglegum rekstri er að eins jjurkað af brennaranum nteð þvottaskinni eða voðfeldri Jjurku, en varast að koma við hann með f ingurgómunum. Við og við er athugað, að uppi- höld brennarans séu í fullkomnu lagi. Ský á brennaranum. — Endur- nýjun. Ljósið í kvartsbrennaran- um kemur til af glóandi kvikasilf- urgufu inni fyrir. En kvikasilfrið gerir meira en að lýsa. Það hefir tilhneiging til að setjast í bletti, eða sem gulleitt ský, innan á kvartsið, og æ meir eftir því, sem lengur logar á lampanum. Þetta ský á kvartshólknum dregur smám sam- an úr birtunni frá lampanum, og vitanlega mest, þegar brennarinn er orðinn svo gamall, að regluleg- ur sorti er kominn á kvartsið. Þá geta Ijósböðin orðið „illusorisk“. Verksmiðjurnar ráðleggja að at- huga brennarann eftir 8—900 log- tíma, og setja inn nýjan, ef veru- legt ský er komið á kvartsið. E11 dagleg reynsla sýnir, að brennar- arnir eru misjafnir, að þessu leyti. Sumir dökkna einkennilega fljótt, en aðrir haldast glærir furðanlega lengi. Eg vil ráðleggja öllum lækn- um. sem nota Jjessi ljóstæki, að lialda bók um logtúna livcrs brenn- ara, frá því hann er settur inn, og farið er að nota hann. Á hverjum degi, sem ljósböð eru í gangi, séu logtímarnir skráðir. Með öðru ntóti er engin leið að vita um æfi brenn- arans. Ef læknirinn gætir ekki ljós- anna sjálfur, felur hann skrásetn- inguna Jjeirri dörnu, sem sér um ljósböðin. Logtimarnir eru gerðir upp á mánaðamótum. 25 Fyrstu 5—600 logtímana í rekstri brennarans má taka rólega, en úr Jjví Jjarf að gefa honum gætur. Það kann að vera, að hann sé svo skýj- aður eftir 700 klst., að rétt sé að senda hann aftur til verksmiðjunn- ar, til endurnýjunar. En aðrir brennarar komast talsvert yfir 1000 logtíma, sæmilega glærir og gagn- sæir. Brennara má senda verksmiðj- unni til endurnýjunar. Þeir eru Jjá bræddir upp, kvartsið hreinsað, not- að á ný, og blásinn út nýr brenn- ari. Með þessu móti sparast hér- umbil hálft brennaraverð. Annars má ekki einblína á log- timana, en gefa gætur bíológiskum áhrifum lampans á sjúklinginn. Vit- anlega er ástæðulaust að hætta við brennara, — Jjó lengi hafi logað á honunt —, ef hann veldur kröftug- um húðroða á stuttum tíma. Samtalningin og bókfærslan á logtímunum er ómissandi. Ef brenn- arinn endist eitthvað óvenjulega illa, er gott að geta gefið verksmiðjunni nákvæma skrá um logtimana. En gagnvart sjúklingunum er Jjað mór- ölsk varúðarráðstöfun, að fvlgjast vel með aldri og ástandi brennar- anna, og láta ekki endurnýjun þeirra lenda í undandrætti. Mér er til efs, að þvi sé nægileg atbygli veitt, á hinum mörgu ljóslækninga- stofum landsins, að vinna með nægilega glærum kvartsbrennurum, og meðfram Jjess vegna hefi eg tekið saman Jjessar bendingar. Straum-tcnninologi: Riðstraumur = breytistraumur = vixlstraumur. Rakstraumur = jafnstraumur. Fyrstu nöfnin munu vera lög- leidd, en rafvirkjar nota venjulega orðin breytistr. og jafnstr., í dag- legu tali.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.