Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1938, Síða 8

Læknablaðið - 01.03.1938, Síða 8
22 LÆKNABLAÐIÐ legur eða meðtekinn. Hiti 38.5°. Púls 110, reglulegur og kröftugur. Sjúklingurinn var nokkuð fölleit- ur, en útlitið annars ekki anámiskt og bæði konjunktivae og slím- himnur i munni og fauces rauðar og blóðríkar. Við höfuð og háls var ekkert athugavert. Engir stækkaðir eitlar á hálsi, í axillae eða ingvines. Thorax vel bygður, hreyfist jafnt báðu megin við öndun og við palpation voru engin eymsli. Stetb. pulm. et cord. eðlileg. Abdcmen í hæð við thorax og og eölilegt að sjá og engin merki eftir áverkann. Við palpation var kviður nokkuð spentur vinstra megin, en annars var hann alstað- ar mjúkur átöku. I vinstri reg. lumbalis og vinstra megin í ab- domen voru töluverð eymsli, en annars var kviðurinn eymslalaus. Engir intumescensar finnanlegir við palpation á abdomen. Perkussion alstaðar tympanitisk. Lifrardeyfa eðlileg og hvorki lifr- arrönd né milta finnanleg. Pelvis og extremitet eðlileg og engin einkenni, sem gáfu neinn grun um að bein hafi brotnað. Þvagranns.: Þvag eðlilegt að sjá. ASP-r- Microsc.: Flora og formelament — Sahli corr. 70%. Næstu daga var hiti um og yfir 38° og sjúklingurinn kastaði upp öðru hvoru. Annars kvartaði hann ekki um’ neina verki og líðan virt- ist sæmileg. Eymslin í vinstri hlutaí abdomen og reg. lumlialis fóru heldur mink- andi. Eftir 4—5 daga hætti sjúkling- urinn að kasta upp og var eftir það frísklegur og kvartaði ekki um neitt sérstakt: hiti lækkaði einnig niður í 37.8°. Þ. 18/0 fékk sjúklingurinn leyfi til að fara af spítalanum og liggja úti í bæ. Við burtförina var sjúklingur- inn enn þá subfebril, en leið ann- ars vel. Enn héldust nokkur eymsli í vinstri lumbal-region og að fram- an vinstra megin í kvið var enn þá nokkur spenningur í vöðvun- um. Engan afmarkaðan intumes- cens var hægt að finna, en palpation vinstra megin var nokkuð erfið, vegna spennings og eymsla. Eg frétti svo ekkert frekar til sjúklingsins þar til að ég var beðinn að vitja hans úti í bænum. Aðalástæðan til þessa var sú, að hitinn hélst ennþá um og yfir 38° og sjúklingurinn var mjög lystarlaus, en leið að öðru leyti ágætlega. Skoðun á abdomen leiddi nú i ljós, að öll eymsli voru horfin og kviður alstaðar mjúkur. 1 vinstri nýrnaregio fanst nú tumor á stærð við andaregg. Tumorinn var skarpt afmarkaður og nokkuð af- langur. Neðri takmörkin náðu ca. miðja vegu milli thorax og crista- iliaca, en efri takmörkin gengu upp undir ryfjahylkið. Hann var fastur átöku, frekar sléttur, alveg indolent og töluvert hreyfanlegur við bimanuel palpation. Perkussion allstaðar yfir abdo- men tympanitisk, einnig yfir tum- ornum. Skoðun að öðru leyti nega- tiv. Þvagið eðlilegt að sjá; ASP-^- og við microsc. ekkert abnortnt að finna. Röntgenskoðun daginn eftir (2%)- (Lungu og abdomen) : Negativ yfirlitsmynd af abdomen. Lungnamynd nánast negativ. Mér datt í hug, að hér myndi e. t. v. vera um afkapslað haema- tom að ræða og var sjúklingurinn látinn liggja áfram.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.