Læknablaðið - 01.03.1938, Page 10
24
LÆ KNABLAÐIÐ
colon því látin eiga sig. Nú er
bundiö fyrir nýrnastilkinn og
hann skorinn sundur og eins ure-
ter, sem virðist eðlilegur.
Þegar tumotl er skorinn að endi-
löngu, þá keniur í ljós, að nýrað
er að mestu eðlilegt, nema i neðri
þólnum. Þaðan gengur tumor, sem
er á stærð við hænuegg og virðist
eins og liggja inni i hinni hörðu
og þykku capsula adiposa. Engin
struktur er sjáanleg i tumornum,
sem mest líkist gamalli, uppþorn-
aðri blóðlifur, en í henni er tölu-
vert af i—2 cm. löngum beinflis-
um, sem surgar í þegar sundur
er skorið.
Eftir að tumor er tekinn, er
peritoneum lokað og síðan vöðva-
sárinu með catgut, en silki í húð.
Méche lögð inn' að stilknum.
Sjúklingnum hefir farnast vel
eftir aðgerðina og það hafa ekki
komið fram neinar komplicationir
og eru nú 13 dagar liðnir síðan
hann var skorinn upp.
Histol. rannsókn: Makroskop-
iskt sést i nýranu hnöttóttur tu-
mor, 4 cm. i diameter. Skurðflöt-
urinn er ýmist ljósgulleitur eða
rauðbrúnleitur; sumstaðar finnast
i honum smágulleitar, harðar flis-
ar. Þótt tumorinn marki sig greini-
lega frá nýrnavefnum í kring, er
það fyrst og fremst vegna litar-
ins, en það virðist ekki hægt að
flisja hann út 0g engin capsula í
kring.
Stykki er skorið úr nýranu á
mörkunum milli tumors og heil-
brigðs nýrnavefs.
Mikroskopiskt sést nýrnavefur-
inn í kringum tumorinn að mestu
eyddur. Jiannig að mjög mikill
bandvefsvöxtur sést utan um
glomeruli, en fyrir tubuli vottar
ekkert.
Sjálfur æxlisvefurinn er sæmi-
lega skarpt aðskilinn frá nýrna-
vefnum, en þó sjást á stöku stað
smá-eyjar af tumorvefnum teygja
sig inn i aöliggjandi vef. Sjálfur
tumorvefurinn sést í óreglulegum
flyksum um alt, en ber þó mest
á þeim útÚ undir heillirigða vefn-
um.
Hér um bil allar frumurnar eru
orðnar kjarnalausar (necrotiskar),
en þó sést á stöku stað leyfar af
samfeldum vef, samsettum af mjög
mismunandi stórum frumum með
engum nucleolus, og líkist þetta
mest óþroskuðum epithelvef. Ekki
sést nein sérstök struktur i þessu,
sem likst gæti kirtlum eða því um
líku, en alstaðar eru þessar frum-
ur þó í smærri og stærri hópum,
án þess nokkursstaðar sjáist þó
nokkuð, sem greinilega líkist
glomeruli. Lausgerður liandvefur
sést viða inni á milli. en tiltölulega
lítið af æðum í honum.
Hér er greinilega um æxli að
ræða og vex það infiltrativt. ■—-
Vegna þess, hve lítið sést at' lif-
andi frumum (röntgenáhrif), er
erfitt að úrskurða histologiska
diagnosis.
Af.því litla, sem sést, virðist þó
mega draga þá ályktun, að æxlið
sé af epithelial uppruna, sennilega
gengið út frá frum-nýra leifum.
Prognosu fyrir þennan sjúkling
okkar þori eg ekki að stilla, en
þó virðist mér hún frekar duliia.
Eg vil nú samt vona. að okkur
hafi tekist að komast fyrir mein-
semdina og að sjúklingurinn fái
varanlegan liata. Til frekara ör-
yggis gæti komið til mála, að hann
fengi röntgen-meðferð, en engar
ákvarðanir hafa enn verið tekn-
ar því viðvíkjandi.