Læknablaðið - 01.09.1939, Side 4
98
LÆKNABLAÐIÐ
fyrir þessu aukna starfi og
lífi í félaginu tel eg fyrst og fremst
vera hin nýju lög félagsins,
því að alt virðist benda til
þess nú þegar, að þau ætli aö verka
ágætlega til samvinnu og sam-
heldni milli félagsmanna, styrkja
félagsböndin og verða einstökum
félagsmönnum til liagsbóta. Hefir
stjórnin um langan aldur ekki
staðið í eins nánu sambandi við
svo marga íélagsmenn, meö
bréfum, símtölum og viðtölum,
eins og þetta ár. Þó er þess að
gæta, að þetta er aðeins fyrsta
árið, sem félagið starfar undir
hinum nýju félagslögum og ef
framhaldið verður líkt og upphaf-
ið, er leyfilegt að vonast eftir hin-
um besta árangri í framtiðinni.
Það sem eiginlega væri nauðsyn-
legt, ekki síst þar sem fjöldi fé-
lagsmanna utan Reykjavíkur á svo
örðugt með að sækja fundi, og
koma því sjaldan eða aldrei. væri að
formaður eða einhver úr stjórn-
inni gæti sem oftast, og helst ár-
lega, ferðast milli félaganna og
kynst skoðunum þeirra, högum og
áhugamálum, persónulega. En til
þess er sjaldnast tírni og því síður
fé. —
Mun eg þá reyna að nefna flest
af því, sem fyrir hefir konrið eða
til meöferðar verið tekiö af stjórn-
inni þetta ár.
i. Vegna þess hve mörg og fróð-
leg erindi voru flutt á síðasta að-
alfundi þá datt stjórninni það i
liug að gefa út sérstök „þingtíð-
indi“ fyrir þann fund, en eftir
nánari athugun kom það í ljós, að
kostnaður myndi verða svo mikill,
að stjórnin taldi sig ekki hafa
heimild til þess að leggja út í slikt,
og varö því að viðhafa sama fyr-
irkomulag eins og að undanförnu,
að láta það birtast smámsman í
Læknablaðinu.
Eitt af aðalstörfum stjórnarinn-
ar á þessu liðna ári hefir verið að
aðstoða lækna við samninga við
sjúkrasamlög, samkvæmt 9. gr. fé-
lagslaganna, þó enn sé lítil reynsla
komin á þetta fyrirkomulag, þá
virðist þó alt benda til þess, að
það geti orðið til mikilla bagsbóta
fyrir ýmsa félagsmenn, þar sem
þeir standa miklu betur að vígi,
er þeir hafa alt Læknafélagið að
baki sér. Verður og þetta til þess,
smám saman, að samræma betur
kjör lækna hjá sjúkrasamlögun-
um víðsvegar um landið. Það er
skylt að geta þess, að Trygging-
arstofnun ríkisins hefir mjög vin-
samlega tekið Læknafélagi íslands
sem samningsaðila á þessu sviði,
og virðist hafa fullan skilning á
því, að rétt sé, að það verði aðal-
samningsaðilinn i þessmn efnum
í framtíðinni. Hefir komið til tals
að Tryggingarstofnun ríkisins og
Læknafélags íslands veldu menn
til þess að búa til gnmdvallar-
form fyrir slíkum samningum yf-
irleitt. — Stjórnin hefir á
þessu ári haft nokkra hönd í
bagga með samningum Hafnar-
fjarðarlækna, Vestmannaeyja-
lækna, Akraneslækna, Seyðisfjarð-
arlæknis og fleiri, og nú sem stend-
ur standa yfir samningar viðvíkj-
andi flutningi fólks milli sjúkra-
samlaga. Af þeSsum samningum
voru samningar Vestmannaeyja-
læknanna staðfestir aðeins til
bráðabirgða, þar sem stjórninni
þótti mjög hallað á þá, í saman-
burði við hliðstæða samninga.
Fara því fram nýjar samningaum-
leitanir á komanda hausti. Lækn-
arnir á Akranesi sömdu nú í fyrsta
sinn og eru þeirra samningar að
því leyti fyrirmynd, að öll greiðsla
fer fram fyrir unnin verk eins og
fyrir venjulega læknishjálp ntan
samlaga, aðeins gefinn afsláttur