Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1939, Side 10

Læknablaðið - 01.09.1939, Side 10
104 LÆKNABLAÐ IÐ að Vífilsstööum til hælisvistar þar. Vegna fyrirhugaöra breytinga á rekstri hælisins, m. a. vegna þess- arar ráöstöfunar, taldi ráöuneytiö heppilegt, aö væntanlegur eftir- maöur prófessors Siguröar Magn- ússonar tæki við yfirlæknisstarf- inu strax um næstu áramót. í bréfi Læknafélagsins er þess getið, viðvíkjandi umsögn land- læknis um þetta mál, aö „almenn- ingur“ telji sjálfsagt, aö prófessor- inn muni þar „hafa verið borinn einhverjum þeim sökum, er gert hafi nauösynlegt aö hann væri leystur frá störfum." Út af þessu skal þvi lýst yfir, að um slíkt er alls ekki aö ræöa, og skal enn- fremur á þaö bent, að engin ástæöa er til að líta svo á, að embættis- manni ríkisins, sem er leystur frá starfi á aldrinum 65—70 ára, sam- kværnt gildandi lögum, sé meö því gerð „óvirðing“, eða aö slík ráð- stöfun hljóti aö stafa af því, aö einhverjar sérstakar sakir séu á viökomandi embættismann. Um leið og próf. Sigurði Magn- ússyni var tilkynt ákvöröun ráöu- neytisins um aö leysa hann frá starfi um næstu áramót, var hon- um einnig tjáÖ, að ráÖuneytiS hefði ákveðiö aö leggja til viö Alþingi að hann fengi greiddar kr. 2000 á ári í eftirlaun." Þetta svar ráöherrans er aö vísu ekki eins skýrt og ákveðið oröaö eins og viö höföum gert ráð fyrir eftir samtalinu, en þaö kemur þó greinilega fram„ eöa svo veröum við að skilja þaö, í sambandi viö áöurnefnt samtal, aö engar sakir hafi veriö fyrir hendi og ráöherra hafi ekki ætlað sér að gera þetta í neinu óvirðingarskyni við frá- farandi yfirlækni. Sá stjórnin nú ekki að þaö gæti boriö neinn ár- angur, aö eiga í lengri deilum viö þennan ráðherra, heldur reyna aö beita sér fyrir hinu, aö próf. Sig. M. fengi sínum fjárhagslegu kröf- um og réttlæti fullnægt. Um ár- angurinn af því er þó enr.þá ótima- bært aö tala, en stjórn L. í. hefir fulla von um að fjárhagsspursmál- ið muni leysast á viðunandi hátt fyrir prófessorinn. Síðar á fundin- um mun verða borin fram tillaga til samþyktar, er að þessu lýtur. Það má vel vera, aö einhverjum kunni að þykja að stjórn L.l. hefði átt að nota ítrustu aðgerðir út af þessu máli, en þar sem hún ekki gat sannfærst um, að það yröi nokkrum til góös eöa hagnaðar, þá lét hún hér staðar numið aö svo stöddu. Þessu næst skal frá því skýrt, að stjórn L. f. lenti í nokkrum á- rekstri við heilbrigðismálaráð- lierra, sem nú hefir ekki komiö fyrir i fjölda mörg ár, og kom því að óvörum, en flestum mun þaö kunnugt nú oröið. Til þess að fé- lagar átti sig glöggar á öllum að- stæðum i þeim málum, vil eg leyfa mér aö rifja upp hvernig aðstaða félagsins hefir veriö gagnvart em- bættaveitingum hin síðustu átta árin. Árið 1931 var hin svokallaða embættaveitinganefnd lögö niöur, er hinn nýi landlæknir kom til valda, og var jafnframt ákveöið aö gefa honum fult tækifæri til þess sjálfum aö velja menn til em- bætta. enda hafði hann lýst því yf- ir viö þáverandi félagsstjórn, að hann myndi framfylgja mjög svip- uðum reglum og hefði líka skoöun á þeim málum og emhættaveit- inganefnd og félagsstjórn hafði áöur notað og látið i ljós. Var því og treyst, að hans tillögur yrðu teknar til greina og hann myndi fylgja þeim svo fast fram, að eng- in ríkisstjórn myndi dirfast að ganga í berhögg við þær. Munu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.