Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1939, Side 11

Læknablaðið - 01.09.1939, Side 11
LÆK N AB LAÐ I Ð 105 og tillögur hans ætíö hafa veri'ð teknar til greina þangaö til siöast- liðiö haust og vetur. Eftir því sem landlæknir skýrir mér frá, mun hann í landlæknis- tíð sinni hafa ráðið um 40 veiting- \im á embættum og læknisstöðum, og að því er eg best veit hefir litil eða engin eða sjaldan verið óá- nægja svo eg muni eftir, um dóma hans i þeim efnum, nema ef vera skyldi um 2 embætti, en svo mikið er víst. að þó ef til vill hefði mátt eða mætti deila um tillögur hans þar, þá fanst stiórn félagsins á sinum tíma ekki ástæða til að leggja út í harðvítugai deilur vegna þeirra, eftir að hún hafði kynt sér rök hans fyrir tillögum hans, jafnvel þótt hún gæti að nokkru leyti viðurkent, að betur hefði mátt fara. Árangur embætta- veitingastríðsins, sem félagið áður háði, var ekki svo glæsilegur, að stjórn L. í. fýsti að leggja út í nýtt stríð fyrr en í fulla hnefana. Það var því eðlilegt, að stjórn L. í. teldi embættaveitingamálið nú í því horfi, að félagið gæti við un- að. enda datt oss síst í hug, að þá- verandi stjórn mundi reyna að knésetja landlækni nteð því að virða tillögur hans að vettugi. Það kom því stjórn L. í. mjög á óvart, þegar hún, að kvöldi þess 15. des. síðastliðinn, fékk fregnir um það, að veita ætti Sauðárkrókshérað allra yngsta umsækjandanum, þó rnargir eldri og reyndari læknar hefðu sótt, og það þvert ofan í tillögur landlæknis. Hélt stjórnin nú fund með sér og fór að ráða ráðum sínum, hvernig hún ætti að haga sér gagnvart þessu nýja við- horfi, en þá leystist spursmálið á þann ágæta hátt, að hinn ungi læknir, Úlfar Þórðarson, sýndi fé- lagslyndi sitt og stéttvísi með því að senda stjórn félagsins símskeyti með fyrirspurn um það, hverja af- stöðu Læknafélag íslands tæki gagnvart því, að honum yrði veitt héraðið. Skeyti þessu svaraði stjórnin þá samstundis, og sagði honum að stjórnin væri því al- veg andvíg, enda væri þetta stefnu- mál, sem árum saman hefði verið barist fyrir. Báðum við hann því svo vel gera, að taka urnsókn sina aftur. Svo sem kunnugt er, brást Úlfar vel við þessunr tilmælum og tók þegar aftur umsókn sína. Þá ber þess að geta, að 2 stundum eft- ir að oss barst skeytið frá Úlfari kom skeyti frá 15 félögum L. í. í Kaupmannahöfn. Var efni þess að láta okkur vita, að þeir hefðu heyrt, að Úlfari byðist Sauðár- krókshérað, en að hann myndi taka umsókn sína aftur, ef L. í. óskaði þess. Var skeyti okkar til Úlfars þá þegar farið, en eins og geta má nærri gladdi það oss mjög, að eiga þarna svo góðan hóp ungra félaga, er vildu veita félaginu fult fylgi og aðstoð. — Eins og kunnugt er, var talsverður úlfaþytur út af þess- uni afskiftum félagsins og birtist uni þetta mál grein i Tímanum, sem mjög sneiddi framhjá sann- leikanum og var með ónot og að- dróttanir í garð Læknafélagsins. Sumir hafa láð stjórn L. í. að hún skyldi ekki svara þessari grein, en við vorum allir sammála um, að það væri ekki rétt, því ranghermin og öfgarnar hlytu að vera öllum svo augljósar í henni, að almenningur gæti ekki á henni blekst, enda L. í. yfir það hafið, að leggja út í pólitískt pex út af ráðstöfunum, sem bersýnilega miða til alþjóðaheilla. Læknafé- lagsstjórnin framdi hér ekkert of- beldi, heldur var einn félagi, sam- kvæmt eigin'fyrirspurn, látinn vita um óskir og skoðun félagsstjórn- arinnar og beðinn um að gæta

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.