Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 8 7 UM HYPERTONIA ESSENTIALIS. Eftir Dr. Karl Kroner. Það má annarsvegar virðast um seinan — og þó á hinn lióginn of snemt — aS rita hér um hypertoni. Um seinan af því aS þaS er al- kunnugt, hvernig sjúkdómurinn lýs- ir sér, og af þvi aS sjúkdómsgrein- ingin er auSveld. Of snemt af því, aS þrátt fyrir þá rniklu vinnu, sem menn hafa lagt í þaS aS kynna sér orsakir og meSferð sjúkdómsins og þau mörgu rit, sem um þetta hafa hirst, er það svo enn i dag, að eng- in föst og örugg niSurstaSa er feng- in um þessi atriSi. Enginn skyldi því l)úast viS neinum nýjungum í því stutta yfirliti, er hirtist í grein þessari, sem rituS er eftir tilmæl- um ritstjórnarinnar, um það, er nú sem stendur er efst á baugi í kenn- ingum um hypertonia essentialis. Skal hér aðeins bent á nokkur at- riSi og nokkrar hagnýtar bending- ar gefnar, en fræðilegar kenningar ekki ræddar, nema aS því leyti sem nauSsyn krefur. Svo aS byrjaS sé samt á þeim: HvaS vitum vér um orsakirnar? ÞaS mun nú játaS af öllum, aS þeirra sé ekki aS leita í brejding- um, er æSasigg veldur (arterioscler- otische Veránderungen), eins og áð- ur fyr var einatt ætlaS. ÆSasigg út af fyrir sig veldur ekki hypertoni, þaS er ekki orsök hennar, heldur afleiSing. Þótt mikiS beri á æSa- siggi. finst oft eSlilegur blóðþrýst- ingur. Finnist báSar þessar sjúk- legu líreytingar samtimis, ])á er um samfara sjúkdóma aS ræSa. Sama á viS um nephritis v. nephrose. Sá aukni blóSþrýstingur, sem á sér staS viS skorpiS nýra, er sérstök tegund af hypertonia, og á ekkert skylt viS hypertonia essentialis v. genuina. Orsökin ein er báSum teg- undunum sameiginleg: Aukin þrýst- ing perifert og aS vísu einkanlega i arteriolae og vascula praecapillaris. En þaS er enn í dag óráSin gáta, hvaS þeirri auknu þrýsting veldur. Sumir hafa gert ráS fyrir, aS í blóði hypertoniskra sjúklinga væri meira af „vasokonstriktoriskum“ efnum en í blóSi annara, vegna þess aS meira bærist inn í blóS þeirra vegna truflunar á starfi innrásar- kirtla. Þessu til stuSnings er bent á, aS í Morbus Cushing (en einn sjúklingur meS þann sjúkdóm var sýndur hér t'yrir nokkrum mánuS- um) og þegar æxli eru í nýrnahett- unum, sé vanalega hypertonia. Al- kunnugt er líka, aS bæSi í heila- dinglinum og nýrnahettunum eru „hormon", sem valda aukinni blóS- þrýstingu. ,,Hormon“ hinna síSar- nefndu kirtla, adrenaliniS, hafa menn lengi vitaS aS eykur blóS- þrýsting. En til þessa hefir ekki tekist aS finna meira af því en eSli- lega i blóSi sjúklinga meö hyper- tonia. Fyrir skömmu hefir lika ver- iS gerS mjög athyglisverS gagn-til- raun í Ameríku: BlóSi úr hyperton- iskum sjúklingum hefir veriS dælt í æS heilbrigSra manna, alt aS 2 ltr. í hvern. Einskis aukins blóSþrýst- ings varS vart. Hinn aukni blóS- þrýstingur viS nýrnahettunrein- semdir og Mb. Cushing verSur því ekki skýrSur á þennan hátt, frenr- ur en þaS, aS rdö polycytæmia er blóSþrýstingur oft of mikill, en engan veginn æfinlega. Of mikil blóSþykt (viscositet) verSur þvi ekki taliS hér i sök. Enn er ágrein- ingur um, hvort eSIileg efni í blóð- vökvanum (plasma), t. d. calcium, eru um of eða van í hypertonia, eSa hvort þar koma þá fyrir úr-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.