Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1945, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1945, Blaðsíða 9
FORMÁLI. Þótt gera megi ráð fyrir, að fæst- um notendum þessarar efniskrár verði skotaskuld úr að átta sig á henni þykir samt rétt að benda á cftirgreind atriði: 1. Rómverska talan aftan við heiti ritgerðar eða smágreinar, merk- ir árgang, venjulega talan blað- síðu. í skránni um mál rædd á aðalfundum L. í. er þess þó að- eins getið, á livaða fundi eða fund- um þau hafa verið rædd, en ekki visað til árgangs né blaðsíðu, en það er gert um fundarskýrslurn- ar sjálfar; um erindi flutt á aðal- fundum, önnur en þau, sem birzt hafa i Læknablaðinu, er og þess eins getið, á hvaða fundi þau hafa verið flutt, en nöfn flytjenda eru l>ar i svigum aftan við fyrirsögn erindisins. 2. í I. A. og II. er efni raðað eftir stafrófsröð, en fyrirsögnunum í Læknablaðinu áður vikið við eft- ir þörfum, til þess að það orð, sem greinir aðalinntak ritgerðar eða smágeinar, standi fremst; til dæmis má taka, að ritgerð, sem i Læknablaðinu hefir fyrirsögn- ina „Um sullaveiki“, er i efnis- skránni með fyrirsögninni „Sulla- veiki, um,“ og hennar að leita i s, en ekki u. Þegar ritgerð fjall- ar um fleira en eitt efni, svo sem um sjúkdóm og sérstaka lækning- araðferð við hann, t. d. „Geisla- lækningar við krabbamein", er hennar getið víðar en á einum stað; stendur þá sitt heiti fremst á hvorum eða hverjum stað, og er ekki viljandi út af þvi brugð- ið. í höfundaskránni (I. B.) eru hinsvegar fyrirsagnirnar óbreytt- ar eins og þær eru i Læknablað- inu, og þar er þeim ekki raðað eftir efni, heldur er ritgerðum hvers höfundar raðað þar eftir því, hvenær þær eru ritaðar, þær elztu taldar fyrst o. s. frv. Höf- undunum sjálfum er aftur á móti raðað eftir stafrófsröð, og eru þá innlcndir höfundar taldir í þeirri röð, sem skirnarnöfnin ségja til, en útlendir eftir röð, ættarnafna. Titlar höfunda, sem eru læknar, en það er þorri þeirra, eru ekki tilfærðir (ekki getið, hvort höf. er starfandi læknir, héraðslækn- ir, yfirlæknir, prófessor, doktor o. s. frv.). Hins vegar er tilfærð staða þeirra fáu höfunda, sem ekki eru læknar (þ. á m. tann- lækna og dýralækna). 3. Stöku greinar, sem í Læknablað- inu eru meðal „smágreina og at- hugasemda“ eða „úr útlendum Iæknaritum“, eru hér taldar með- al ritgerðanna (I.A.), með því að þær eiga þar ekki síður heima en ýmislegt, sem í Læknablaðinu er meðal þeirra talið. Eru höf- undanöfn þar skammstöfuð, eins og við aðrar ritgerðir, en við þær

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.