Læknablaðið - 01.10.1945, Blaðsíða 10
68
I.ÆKN,AB LAÐIÐ
greinar, sem hér eru taldar til
þessara flokka (II.), eru engin
höfundanöfn. Er það hvort
tveggja, að flestar eru greinar
þessar örstuttar, og hitt, að víða
er þar höfunda eða þýðenda ekki
getið, svo að réttast þótti að lóta
að þessu leyti eitt yfir alla ganga.
4. Enn er þess að geta, að i öðrum
árgangi Lœknablaðsins er blað-
síðutalan 113—120 tvöföld, og er
í efnisskrónni svo greint á milli,
að i svignm er þess getið, hvort
r.ígreih í þessum árgangi, sem byrj-
o ar á blaðsíðu með einhverri þess-
~i ari tölu, er í 7. eða 8. tölublaði.
>gis— í 3. árgangi eru tvær bls. tald-
n ar bls. 65 (aftast í 4. tbl. og
fremst í 5. tbl.), en það keniur
ekki að sök, því að engin grein
byrjar á fyrri síðunni. — Loks
má.geta þess, að i 5. og 6. árg.
eru engar blaðsíður mfeð'tölunum
13—16 (1. tbl. er iátið fenda á
12. síðu og 2. tbl. byrja á 17. siðu
í þeim báðum).
•5) Sleppt hefur verið, í samráði við
ritstjórn Læknablaðsins, að gera
skrá yfír fréttir þær, sem við og
við hafa komið í blaðinu. Hefði
það lengt efnisskrána allmikið,
og þó verið gagnslítið til að fá
yfirlit um það, sem gerzt hefur
í heilbrigðismálum og með lækn-
um undanfarna áratugi, því að
fréttir þær, sem komið liafa i
Læknablaðinu, hafa lengst af ver-
ið mjög af handahófi og engri
fastri reglu verið fylgt um söfn-
un þeirra né birting. T. d. er þess
ekki getið nema sum árin, hverj-
ir liafa tekið embættispróf, liverj-
ir verið skipaðir i embælti eða
leystir frá embætti o. s. frv Er
og nú allt slíkt að finna i bók-
inni Læknar á íslandi. — Þá
sjaldan þótt hefur taka því ein-
hvers vegna að geta einhvers úr
fréttaköflum blaðsins, hefur það
verið tekið í efnisskrána, þar sem
við hefur þótt eiga.
y r ' • •
ótt ég liafi gert mér far um að
gera efnisskrá þessa svo úr garði,
að hún verði sem handhægust fyrir
notendur og geri mér von um, að
það hafi tekizl nokkurn veginn og að
ekki hafi skotizt yfir neitt, sem máli
skiptir — einstöku fárra lína grein-
um er sleppt úr með vilja — tel ég
víst, að sitthvað kunni að vera þar
í niðurskipun efnis og ef til vill
fleiru, sem betur mætti fara. Bið ég
velvirðingar á öllu slíku, og þó enn
meiri á þvi, ef nokkrar skekkjur
skyldu, mót von minni, koma fyrir,
því að vísu verður því seint full-
treyst, að hvergi geti tala misritazt
né sézt yfir meinlega prentvillu, en
hvorttveggja er, að við slíku er hætt-
ara í svona skrám og það enn baga-
legra en í flestum öðrum bókum.
Reykjavík, 25. sept. 1945.
Sigurjón Jónsson.