Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.03.1980, Blaðsíða 7
LÆKNABLADID 41 Hlöður F. Bjarnason KRABBAMEIN í RISTLIOG ENDAPARMI Regionsjukhuset i Örebro: Samanburður lækningaárangurs við önnur sjúkrahús INNGANGUR Pegar fengist er við svo alvarlega sjúkdóma sem krabbamein, er bæði einstaklingum og stofnunum, sem við þessa hluti fást, nauðsyn og skylda að vita stöðu sína í þessum efnum. Við vildum því vita hér í Örebro, hvort árangur okkar og viðleitni við iækningu á krabbameini í ristli og endaþarmi væri ólíkur því sem gerðist annars staðar og hvort fylgi- kvillar væru með öðrum hætti hjá okkur en tíðkast hjá öðrum. Einnig vildum við vita, hvort munur væri á tíðni sjúkdómsins hér og annars staðar og komast þannig að raun um, hvort ástæða væri til breytinga á meðferð sjúkdómsins, einkum þó undirbúningi, sjálfri aðgerðatækni og ekki minnst eftirmeðferð. AÐFERÐIR Athugaðar voru 113 sjúkraskrár, eða öll tilfelli, sent uþþgötvuðust á tveimur árum, árið 1965 og árið 1970 í Örebro. Til hliðsjónar var höfð rannsókn frá »Allmánna sjukhuset« í Malmö gerð á árunum 1958-1967 (1), sem er ítarleg- asta rannsókn sem gerð hefur verið á þessum hlutum hér í landi. Sérstök athugun var gerð á tíðni sjúk- dómsins, greiningu, staðsetningu æxlis, vali aðgerðar, aðgerðardauða og svo síðast en ekki síst á heildarárangri. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Tídni Tíðni í Örebro reyndist vera 40 af 100 þúsund íbúum. Árið 1965 fundust 32 menn og 26 konur, en 1970 var hlutfall karla og kvenna sviþað. Tíðnin í Örebro er þannig aðeins lægri en í Malmö (1), sem var 52 á 100 þúsund, en tíðnin á íslandi (9) 15-20 á 100 þusund er u.þ.b. helmingi lægri en í Örebro. Einnig er tíðnin Greinin barst ritstjórn 15/05/1979, samþykkt í endanlegu formi 18/10/1979 hjá konum á íslandi, allmiklu hærri en hjá körlum. Greining Greining sjúkdómsins hér er með sama hætti og annars staðar, þ.e.a.s. með röntgenmynd af ristli og Sþeglun (rectoscoþi). Af öllum tilfell- um af krabbameini í endaþarmi, voru 45 % greind með fingurþreifingu einni saman. Við reyndum að gera okkur grein fyrir, hvaða einkenni þeir sjúklingar höfðu, sem leituðu til okkar, (sjá töflu 1). Tafla 1. Tilefni þess að sjúkUngur leitaði læknis. Breytingar á hægðavenjum ............... 25 % Blæðing úr endaþarmi ................... 28 % Verkir í kviðarholi..................... 20 % Vegna almennra einkenna (þreytu, blóðleysis, matarleysis, þyngdartaþs) .... 25 % Þreifing á kvið gaf grunsemd um æxli í um 70 % tilfella hægra megin, en einungis í um ^0- 50 % tilfella í vinstra ristli. Þetta er mjög sviþað því sem gerist annars staðar, enda gangur sjúkdómsins sjálfsagt sviþaður hvar sem er í heiminum. Munur er þó á einkennum frá hægri og vinstri ristli og endaþarmi, þ.e.a.s. að kviðverkir t.d. eru oftar samfara æxli í hægri ristli, en slíkt er sjaldnar vinstra megin. Venjulega er erfiðara að greina æxli með þreifingu á vinstra ristli, en slíkt oft hægt hægra megin. Einnig virðast blæðingar um endaþarm oftar sýnilegar úr æxlum í vinstra ristli, en virðast oftar faldar (occult) hægra megin. Blóðleysi virðist einnig fremur sjald- gæft með æxlum í vinstra ristli, en oft til staðar við æxli hægra megin. Það sem er athyglisvert hér er að þegar sjúklingur leitar læknis vegna ofanskráðra einkenna, hefur æxlið í helmingi tilfella náð þeirri stærð, að það er vel þreifan- legt. Við reyndum einnig að gera okkur grein fyrir þeim tíma frá því sjúklingur varð ein- kenna var fyrst, þar til hann leitaði læknis.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.