Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 43
LÆKNABLADID 221 Ragnar Danielsen'), Þórir Helgason'), Friðbert Jónasson2) ÁHRIF KLÍNISKRA PÁTTA Á SJÓNUSKEMMDIR HJÁINSÚLÍNHÁÐUM SYKURSJÚKUM Á ÍSLANDI INNGANGUR í fyrri grein voru birtar niðurstöður könnunar á algengi sjónuskemmda og eggjahvítumigu hjá um 80 % allra insúlínháðra sykursjúkra (IHSS, Teg. 1.) á íslandi (1). Almennt er nú talið að orsakir sjónu- skemmda hjá sykursjúkum megi rekja til hinna fjölþættu efnaskiptatruflana sjúkdóms- ins (2, 3, 4).Upphaf og próun sjónuskemmda er einstaklingsbundin og má pví ætla að ýmsir pættir kunni að hafa hvetjandi eða letjandi áhrif. Hugsanleg áhrif erfðapátta hafa komið fram við HLA-rannsóknir, m.a. hér á landi, en aðrir hafa engin slík tengsl fundið (5). Áhrif blóðsykurstjórnunar á sjónuskemmdir hafa einnig verið umdeild (6, 7, 8). Tilgangur núver- andi rannsóknar var að kanna ýmsa klíniska pætti er gætu haft áhrif á efnaskiptastjórnun; p.e. blóðsykursgildi, tíðni heimsókna á Göngu- deild sykursjúkra, líkamspungi og dagleg insú- linnotkun og hugsanleg áhrif pessara pátta á próun sjónuskemmda. Áhrif aldurs sjúklinga við greiningu sykursýki voru einnig könnuð. EFNIVIÐUR í áður birtri grein voru kynntar niðurstöður rannsóknar á algengi sjónuskemmda hjá 212 insúlínháðum sykursjúkum hér á landi er höfðu verið augnbotnamyndaðir (1). Núverandi rannsókn byggist á 149 pessara sjúklinga, er höfðu haft IHSS í 5-9 ár (48 sj.), 10-19 ár (58 sj.) og 20 ár eða lengur (43 sj.). Þessum premur hópum var síðan aftur skipt í pá er voru með eða án sjónuskemmda. Sjúklingar er höfðu haft IHSS í 0-4 ár (63 sj.) voru ekki teknir með í núverandi könnun par sem sjónuskemmdir reyndust nánast ópekktar fyrr en eftir 6 ára sjúkdómstíma (1). Hjá hverjum sjúklingi var reiknaður út meðal miðmorgunsblóðsykur, fjöldi heim- sókna í Göngudeild sykursjúkra, kjörpyngdar- hlutfall (samkvæmt stöðluðum pyngdar- og hæðartöflum Kemsley’s) og meðal insúlínnotk- t)Göngudeild sykursjúkra, Landspítalinn, 2) Augndeild Landakots. Barst ritstjórn 08/03/82, sampykkt til birtingar 16/04/82 og sent í prentsmiðju 16/04/82. un á dag, fyrir árstímabilið áður en augnbotna- myndataka fór fram. Þessir pættir voru síðan kannaðir með samanburði á sjúklingum með eða án sjónuskemmda í hverjum sjúkdóms- tímahópi. Tölfræðilegur samanburður var gerður með Student’s t-prófi. NIÐURSTÖÐUR Heildarniðurstöður eru dregnar saman í Töflu I. í 5-9 ára sjúkdómstímahópnum reyndust 9 (18.8%) af 48 sjúklingum vera með sjónu- skemmdir, par af voru 6 karlkyns. Sjúklingar með sjónuskemmdir höfðu haft sykursýki marktækt lengur en peir er voru án augnbotna- breytinga (7.7 ±0.3 á móti 6.7 ± 0.2 ár, p< 0.05, mean±S.E.M.). Sjúklingar með sjónu- skemmdir voru einnig marktækt eldri við greiningu sykursýki en peir er voru án breyt- inga (30.9±4.3 á móti 19.5±2.1 ár, p<0.025). í 10-19 ára sjúkdómstímahópnum voru 27 (46.6 %) af 58 sjúklingum með sjónuskemmdir. í pessum hópi höfðu sykursjúkir með sjónu- skemmdir einnig tilhneigingu til pess að vera eldri við greiningu (p < 0.10); peir mættu marktækt sjaldnar til eftirlits í Göngudeild sykursjúkra (p<0.05) og höfðu að jafnaði hærri meðaltals blóðsykra en peir er voru án sjónuskemmda, pótt sá munur væri ekki töl- fræðilega marktækur. Tilhneigingu í fylgni sjónuskemmda við pessa tvo síðast nefndu pætti mátti einnig sjá í 5-9 ára sjúkdómstíma- hópnum. í > 20 ára sjúkdómstímahópnum reyndust 33 (76.7 %) af 43 sjúklingum hafa sjónu- skemmdir. Sjúklingarnir tíu í pessum hópi er voru án sjónuskemmda notuðu marktækt- minna insúlin að meðaltali daglega en peir er voru með sjónuskemmdir (p< 0.005). Öfugt við pær niðurstöður er fengust í fyrri sjúk- dómstímahópunum reyndust pessir sömu sjúk- lingar vera marktækt eldri við greiningu sykursýki en peir er höfðu augnbotnaskemmd- ir (30.4 ±4.0 á móti 19.6 ±2.0 ára, p<0.02). Sjö pessara tíu sjúklinga voru konur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.