Selfoss - 05.12.2013, Side 4
4 5. desember 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut
54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri:
Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur
Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi.
SELFOSS
23. TBL. 2. ÁRGANGUR 2013
Selfoss inn á hvert heimili!
Bæjarráð fellur frá
hækkunum vegna
þrýstings frá minnihluta
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu komu bæjarfulltrúar minni-
hlutans í Sveitarfélaginu Árborg
ekkert að vinnu við fjárhagsáætl-
un fyrir árið 2014 áður en hún var
lögð fram til fyrri umræðu. Í þeirri
fjárhagsáætlun sem meirihlutinn
D-lista lagði fram var gert ráð fyrir
4% hækkunum á gjaldskrár vegna
þjónustu við börn og barnafjöl-
skyldur í sveitarfélaginu. Um var
að ræða hækkanir á leikskólagjöld-
um, gjöldum vegna skólavistar og
matarkostnaði í leik- og grunnskól-
um. Í umræðu um fjárhagsáætlun í
fræðslunefnd þann 14. nóvember
sl. lagði ég fram eftirfarandi bókun
og tillögu:
„Undirrituð harmar að
fræðslunefnd hafi ekki komið að
undirbúningi fjárhagsáætlunar
fyrir árið 2014, sérstaklega þegar
horft er til þess að miklar breytingar
standa fyrir dyrum á fræðslusviði
með tilkomu sérfræðiþjónustunn-
ar til sveitarfélagsins ásamt nýsam-
þykktri skólastefnu. Fræðslunefnd
sem fagnefnd hefur afar mikið fram
að færa inn í umræðu um fjárhags-
áætlun á fagsviðinu.
Undirrituð leggur til að horfið
verði frá hækkunum á álögum
á barnafjölskyldur í Sveitarfé-
laginu Árborg, þ.e.a.s. hækkun-
um á leikskólagjöldum, gjöldum
í skólavistun og fæðisgjaldi. Sífellt
erfiðara reynist fyrir ungar barna-
fjölskyldur að ná endum saman.
Afar mikilvægt er því að Svf. Ár-
borg leggi sitt af mörkum til þess
að hamla verðlagshækkunum og
viðhalda kaupmætti eins og Samtök
atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin
og fjármálaráðherra hafa beint til
sveitarfélaga á síðustu vikum„.
Á fundi þann 27. nóvember sl.
náðist samkomulag um að fallið
yrði frá fyrirhuguðum gjaldskrár-
hækkunum meirihlutans vegna
þjónustu í leik- og grunnskólum
sveitarfélagsins. Þessi viðsnún-
ingur er jákvætt skref og viðleitni
í þá átt að styðja betur við bak-
ið á barnafjölskyldum sem eru
að greiða hátt hlutfall af launum
vegna nauðsynlegrar þjónustu við
ung börn sín. Það er ánægjulegt að
þessi sátt skyldi nást milli minni
og meirihluta um þetta mikilvæga
mál, þrátt fyrir að undirtektir
hefðu ekki verið jákvæðar hjá öll-
um meirihlutanum í upphafi þegar
tillagan kom fram. Niðurstaðan er
fyrst og fremst mikilvæg fyrir af-
komu barnafjölskyldna í sveitarfé-
laginu okkar.
Arna Ír Gunnarsdóttir
bæjarfulltrúi S-lista í Svf. Árborg.
Kjörís valið fyrirtæki ársins
Kjörís hefur verið valið fyrir-tæki ársins í árlegri könnun sem Báran, stéttarfélag og
Verslunarmannafélag Suðurlands
stóðu fyrir meðal félagsmanna
sinna.
Ágæt þátttaka var í könnuninni
og er markmið könnunarinnar er
að gera það eftirsóknarvert fyrir
fyrirtæki að hljóta þessa nafnbót
og um leið að skapa sér gott orðspor
á vinnumarkaði.
Félagsmenn lögðu mat á aðbún-
að, stjórnun, líðan og kjarasamn-
ingsbundin réttindi.
Fimm efstu fyrirtækin í valinu:
1. Kjörís
2. Landsvirkjun
3. Sláturfélag Suðurlands
4. Húsasmiðjan
5. Hótel Selfoss
Stekkjastaur
Kemur að skoða teikningu
af foreldrum sínum
Jóladagskrá annan fimmtudag í Listasafninu
Fimmtudaginn 12. desember Kl.17 – 18 er efnt til jóla-dagskrár fyrir börn á öllum
aldri í tengslum við litla jólasýningu
sem búið er að setja upp í Listasafni
Árnesinga í Hveragerði. Stekkjar-
staur verður nýkominn til byggða og
líklegt að hann komi við. Einkum ef
hann fréttir af því að í safninu geti
hann skoðað teikningu af foreldrum
sínum og átt spjall við góða gesti.
Anna Jórunn Stefánsdóttir syngur
jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötl-
um við lag tengdamóður sinnar,
Ingunnar Bjarnadóttur og ungur
afkomandi þeirra bregður á leik.
Hörður Friðþjófsson leikur undir
á gítar. Fjallað verður um listamenn-
ina Jóhannes úr Kötlum, Tryggva
Magnússon og Ingunni Bjarna-
dóttur og sungnar verða saman
aðrar vísur úr kverinu svo sem Jólin
koma sem hefjast á Bráðum koma
blessuð jólin.
„Jóhannes notaði að mestu sömu
nöfn á jólasveinana og séra Páll
Jónsson á Myrká sjötíu árum fyrr
í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.
Með jólasveinavísunum má segja
að Jóhannes hafi sett í fastar skorður
nöfn jólasveinanna, fjölda þeirra og
í hvaða röð þeir halda til byggða.
Tryggvi færði með teikningum sín-
um í kverinu, íslensku jólasveinana
nær börnunum og smám saman
varð til málamiðlun á milli íslensku
tröllanna og ameríska jólasveinsins.
Jólasveinarnir fengu að vera þrettán
talsins og heita sínum gömlu nöfn-
um, sérkennum og smáhrekkjum,
þó þeir hafi farið að klæðast fötum
hins ameríska og gefa gjafir. Ekki er
vitað hvenær Ingunn samdi lagið við
jólasveinavísur Jóhannesar, en það
er ekki yngra en frá árinu 1947. Ári
áður hafði Ingunn flust til Hvera-
gerðis og þá bjó þar líka Jóhannes
úr Kötlum,“ segir Inga Jónsdóttir,
safnstjóri Listasafns Árnesinga.
Boðið verður upp á heitt kakó
og piparkökur.
Föstudaginn 13. desember og
helgina 14. og 15. desember má
líka búast við því að jólasveinn
hvers dags, þeir Giljagaur, Stúfur og
Þvörusleikir líti við kl.17 og gantist
við börn og foreldra þeirra á meðan
þau eiga samverustund í listasmiðju
safnsins. Þetta eru jafnframt síðustu
dagarnir á þessu ári sem safnið er
opið.
Jólasýningin sem sett hefur verið
upp í safninu byggir á kvæðakverinu
Jólin koma sem inniheldur fimm
vísur eftir Jóhannes úr Kötlum; Jólin
koma, Grýlukvæði, Jólasveinarnir,
Jólakötturinn og Jólabarnið. Tryggvi
Magnússon vann teikningar í kverið
við kvæðin. Líklega hefur engin bók
á Íslandi verið jafn oft endurútgefin
og þessi, en hún kom fyrst út 1932
og verið er að gefa hana út nú í 30.
sinn. Sýningin er samvinnuverkefni
Listasafns Árnesinga, Hveragerðis-
bæjar, Listvinafélags Hveragerðis og
Landsbókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn. Aðgangur er ókeypis bæði
á sýninguna og á dagskráratriðin og
eru allir velkomnir. Jólamarkaður í
Þorlákshöfn 7. og 8. des.
Félagar í Lista-og handverks-félagi Ölfuss hafa undanfarin sumur selt fjölbreytt og fallegt
handverk sitt og listmuni í Herjólfs-
húsinu í Þorlákshöfn. Næstkomandi
laugardaginn 7. og sunnudaginn 8.
desember verður haldinn Jólamark-
aður í Ráðhúsi Ölfuss frá 14:00 til
18:00 báða dagana. Félagsmenn
munu bjóða upp á margskonar
handverk og jólavörur.
Öflugar handverkskonur í Lista-og
handverksfélagi Ölfuss
Á myndinni eru í réttri röð: Anna Kristín Kjartansdóttir, skrifstofustjóri,
Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri, Gils einarsson formaður Versl-
unarmannafélags suðurlands, Halldóra s. sveinsdóttir formaður bárunnar,
stéttarfélags og Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri.
Jólasveinarnir á leið til byggða. Hin þekkta teikning Tryggva magnússonar