Selfoss - 05.12.2013, Page 6
5. desember 20136
Éljagangur á aðventu
Jólamarkaður á Klaustri á föstudag
Nú eru blessuð jólin að nálgast og við minnum á jólamarkaðinn í félags-
heimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæj-
arklaustri föstudaginn 6. desember
nk. frá kl.14:00 – 19:00.
Þar gefst tilvalið tækifæri til að
versla fyrir jólin í heimabyggð.
Á boðstólum verður m. a. kven-
fatnaður frá versluninni Flash,
súkkulaði, sælgæti og gjafavörur
frá versluninni Vínberinu, glervör-
ur frá Leirbrot og gler í Vík, gott
úrval af handverks- og gjafavörum,
jurtalitað garn, skartgripir, bæk-
ur, jólakort, kerti, kökubasar, og
margt fleira áhugavert.
Kaffisala verður í litla sal Kirkju-
hvols, og hægt að spjalla og njóta
samveru í skemmtilegri jólastemm-
ingu.
Nánari upplýsingar hjá Þuríði
Helgu í síma: 893 2115, Rann-
veigu í síma: 865 7387, Ólafíu
í síma: 892 9650, Elínu í síma:
8971987.
Mikilvægur Hæstaréttardómur
10.10.2013 um landamörk í Ölfusi
Orkuveita Reykjavíkur krafðist þess að fellt yrði úr gildi ákvæði í úrskurði
óbyggðanefndar um að landsvæði
á Hellisheiði sunnan Ölfusafréttar
væri þjóðlenda.
DÓMSORÐ: Stefndu, íslenska
ríkið, sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes-
og Grafningshreppur, Birkir Krist-
jánsson og Kristján Jónsson, skulu
vera sýknir af kröfum stefnanda,
Orkuveitu Reykjavíkur í máli þessu.
Þar með er lokið þrátefli sem
staðið hefur í liðlega áratug um
þessi landamörk og þá um leið
suðurmörk þjóðlendu á þessu svæði.
Við munum fjalla frekar um
þennan afdrífaríka dóm í blaðinu.
Upplestur, jólasýning
og jólakaffi í Húsinu
á laugardag
Lesið verður úr nýjum bókum í Húsinu á Eyrarbakka
laugardaginn 7. desember og hefst lesturinn klukkan
16 í stássstofunni.
Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Þór Magnússon fyrrverandi
þjóðminjavörður segir frá ritinu
Íslenzk silfursmíð. Sigríður Jóns-
dóttir í Arnarholti les úr ljóðabók
sinni Undir ósýnilegu tré. Þórunn
Erlu- Valdimarsdóttir kynnir og
les úr skáldsögunni Stúlka með
maga. Og Guðni Ágústsson kynn-
ir bók sína Léttur í lund og segir
skemmtilegar sögur af sjálfum sér
og öðrum.
Jólasýning Byggðasafns Árnes-
inga í Húsinu Eyrarbakka verður
opin þennan sama dag frá kl 13.00
til 16.00.
Jólakaffi verður á boðstólunum.
sumarmynd frá Klaustri. ÞHH
Hann lagðist í éljagang um sl. helgi og mátti sjá mátulega éljabakka . Aðventan
þarf helst að skarta hvítu – þó að ekki sé nema föl.
Þór. sigríður.
Þórunn. Guðni.
Tónar á aðventu
Það hljómuðu ljúfir tónar úr húsi Tónlistarskóla Árnesinga um helgina. Sumir nemend-
ur skólans voru að koma fram í fyrsta
skipti, aðrir voru vanari. Stundum
hálpuðu kennararnir til og leiddu
leikinn. Sannkölluð fjölskylduhátíð
með einleik og samleik.