Selfoss - 05.12.2013, Blaðsíða 8

Selfoss - 05.12.2013, Blaðsíða 8
8 5. desember 2013 Nú fer í hönd aðventa jól-anna og þá fara margir að hugsa fyrir hátíðarmatn- um. Fylltur kalkúnn er svo sannar- lega hátíðarmatur og mjög skemmti- legt að bera hann fram þegar margir eru við borðið. Kalkúnninn hefur borist hingað til Íslands mest fyrir áhrif frá Ameríku eins og svo margt annað. Íris dóttir mín og Ólafur buðu okkur í þakkargjörðarkalkún á laugardaginn. Hún var au pair í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum og heillaðist af mörgum siðum þar eins og að borða fylltan kalkún á þakkargjörðarhátíðinni. En hvað er þakkargjörðarhátíð? Á Vísindavefnum er svarið. Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtu- dag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar há- tíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismunandi eftir fylkjum. Fyrsta þakkargjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir pílagrímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áður hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumaruppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka Guði fyrir alla hans velgjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villibráð Næstu hálfa aðra öld voru uppskeru- hátíðir til guðsþakka haldnar á víð og dreif í nýlendunum vestra en þó ekki á sameiginlegum degi. Hinn 26. nóvem- ber árið 1789 lýsti George Washington (1732-1799), fyrsti forseti Bandaríkj- anna, því yfir að allir þegnar ríkisins skyldu þakka almættinu velgjörðir á liðnu ári, hverrar trúar sem þeir væru, en tiltók engan sérstakan dag. Árið 1863 mælti Abraham Lincoln (1809-1865) forseti svo fyrir að allir Bandaríkjamenn skyldu halda há- tíðlegan þakkargjörðardag fyrir gæði síðasta árs. Hann skyldi haldinn síðasta fimmtudag í nóvember, en sá dagur var í nánd við daginn sem George Washington gaf út yfirlýsingu sína. Ritstjóri kvennablaðsins Lady’s Magazine, Sarah J. Hale (1788- 1879), hafði þá lengi barist fyrir þessu máli. Árið 1939 breytti Franklin D. Roosevelt (1882-1945) forseti dag- setningunni í fjórða fimmtudag nóv- embermánaðar og bandaríska þingið staðfesti tillögu hans árið 1941. Á hverjum þakkargjörðardegi er haldinn hátíðlegur miðdegisverður í Hvíta húsinu í Washington og segja má að svo sé gert á hverju þokkalegu heim- ili í Bandaríkjunum. Hefðbundnir réttir eru kalkúnn og graskersbaka. Gnægtahorn (cornucopia) hefur einnig orðið eitt af einkennum dagsins. Nú á dögum stendur þakkargjörðarhá- tíðin í rauninni frá fimmtudegi til loka næstu helgar eða í fulla þrjá daga líkt og hjá pílagrímunum í öndverðu. Sérstakar gjafir eru mjög almennar á þessum degi. Sums staðar virðist þakk- argjörðarhátíðin jafnvel skipta meira máli en jólin. Þegar eldaður er fylltur kalkúnn er tvennt sem skiptir mestu máli. Annars vegar er það fyllingin og hins vegar eldunin (þannig að fuglinn þorni ekki heldur verði safaríkur). Til eru margar uppskriftir af fyll- ingum. Í þetta skipti var gerð beikon – og pecanhnetufylling sem var mjög ljúffeng. Beikon- og pecanhnetufylling 100 gr. smjör 2 meðalstórir laukar, smátt saxaðir 1 selleristöngull, smátt saxaður 16 skorpulausar brauðsneiðar, skornar í teninga 12 beikonsneiðar, steiktar og brytj- aðar smátt 1 poki pecanhnetur ca. 100 gr. grófsaxaðar 3 tsk. kalkúnakrydd frá Potta- göldrum 1 tsk. salt ½ tsk. hvítur pipar 2 stór egg, þeytt með gafli 2 ½ dl. ljóst kjötsoð. Bræðið smjörið og mýkið lauk- inn og selleríið í því. Takið pottinn af hitanum og bætið í öllu nema eggjunum og soðinu. Blandið vel saman. Bætið eggjunum og soðinu að lokum út í. Þerrið vel kalkúninn og fyllið með fyllingunni. Penslið hann með smjöri sem er kryddað með salti, pipar og kalkúnakryddi frá Potta- göldrum. Nauðsynlegt er að setja slurk af smjöri undir skinnið. Gott er að hafa fuglinn í lokuðum steikar- potti þá þornar hann síður. Steikið í 40 -45 mínútur fyrir hvert kíló í 150°C heitum ofni. Ausið soðinu úr skúffunni yfir á 30 mínútna fresti. Sumir setja stykki sem er bleytt með bræddu smjöri yfir fuglinn. Í lokin má hækka hit- ann upp í 220°C til að fá stökka og dökka húð. Sósan er einföld. Sneiddar gul- rætur, laukur, hvítlaukur og selleri er steikt í smjöri á pönnu. Innyflin úr kalkúninum brúnað með. Sett í pott með þéttu loki og soðið á meðan fuglinn er í ofninum – vatni bætt í eftir þörfum. Soðið sigtað og soðinu af kalkúninum er bætt við. Kjúklingakrafti bætt við ef þarf - salti og pipar. Rjómi eftir smekk og þykkt með sósujafnara. Sætkartöflubaka með pecan- hnetum. Sætar kartöflur eru soðnar mjúkar. Stappaðar með smjöri, rjómaosti, salti og pipar. Sett í eldfast mót og pecanhnetum raðað ofan á. Bakað í ofni í 30 mínútur. Trönuberjasulta passar vel við. 1 poki af trönuberjum, 2dl. sykur, 2dl. appelsínusafi. Soðið saman í 20 mínútur. Valdorfsalat er nauðsynlegt með. Brytjuð epli, valhnetur, vínber og sellerí er blandað í þeyttan rjóma og matskeið af mayonaise. Þetta var yndisleg máltíð. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. KS KALKÚNN Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar veitir menningar- styrki aftur Íþrótta- og menningarnefnd hef-ur tekið upp þráðinn að nýju eftir að hafa fengið heimild til að úthluta menningarstyrkjum til einstaklinga eða félagasamtaka. Styrkirnir eru settir upp með tvennum hætti eða sem verkefna- styrkir og starfsstyrkir. Þessi styrkir voru lagðir af árið 2008 í efnahags- hruninu. Upphæðin sem nefndin getur úthlutað í desember nk. er 300 þúsund krónur og þess því ekki að vænta að um háar upphæð- ir verði að ræða í hvert verkefni. Nánari upplýsingar um styrkina er hægt að fá á www. arborg.is. Jólaandi í jólagöngusöng í Hveragerði Grunnskólinn í Hveragerði er nú kominn í jólabún-ing en nemendur skreyttu skólann sinn sl. mánudag. Það voru allir í sínu besta jólaskapi og gaman að sjá mismunandi skreytingar í bekkjunum. Hinn árlegi jólagangasöngur skólans byrjaði einnig í dag. Þetta er ára- löng hefð þar sem nemendur og starfsfólk koma saman reglulega yfir aðventuna og syngja jólalög við undirspil kennara. Það má með sanni segja að með með þess- um degi hafi jólaandinn komið í Grunnskólann í Hveragerði.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.