Selfoss - 05.12.2013, Qupperneq 14

Selfoss - 05.12.2013, Qupperneq 14
KÓSÝKVÖLD OPIÐ FIMMTUDAG TIL KL. 22 jólalínan komin í hús Glæsilegur fatnaður - Glæsilegar jólagjafir ÚTSALA Á ÚTSÖLUMARKAÐINUM nÝjaR VÖRUR Á miklUm aFslÆTTi TilBoÐ Á úlPUm munið gjafabréfin vinsælu 14 5. desember 2013 SELFOSS-SUÐURLAND kemur næst út 19. desember Úr Harð Haus (23) Alvalds ljósin ljóma senn Jói í Stapa stundaði hús-byggingar á Suðurlandi síð-asta áratug liðinnar aldar, hann byggði peningshús, sólstofu, hlóð náðhúsið í Gömlu-Þingborg og lagði gjörva hönd að mörgu auk þess að laga vísur og ljóð. Hann orti um látna vini sína, um Þjórsá, Viðey, Strokuhestinn, Háfjallavísur og Álfaskeið þar sem hamrahöllin laukst upp og álfasnótin birtist: Hún hljóð mér hendi réttir ég hrífst við snerting þá. En töfratónar léttir mig tæla völlinn á. Við líðum létt í dansi um laufi skrýdda grund með gullnum sólarglansi ég gleymi stað og stund. Skeiðasveit fór ekki varhluta af vísnagerð Jóhanns: Ofar vallarangan trónir Eyjafjallajökulsvell Hekla allra heillar sjónir Hestafjall og Vörðufell Úr frjálsum stríðum fjallaglaumi fram á víðan ægissand. Þjórsá líður lygnum straumi landið prýðir silfurband. Fyrir allmörgum árum sneri Jói aftur til heimahéraðs síns, Skagafjarðar. Þar sem lagði hann bragavini sínum lið, Sigurði Han- sen og skálabyggingu hans undir Glóðafeyki. Hann fór fljótlega að starfa í kór eldri borgara, kvað stemmur með Sigga á Stóru-Ökrum en stundum einn og sjálfur og orti jólaljóð til að flytja í Glaumbæj- arsafni. Sterki þátturinn í lífi Jóa hefur verið að bregðast við óskum náungans og freista þess að uppfylla þær. Þessum Harðhauslínum skal ljúka með tveim skammdegisvísum, önnur ljómar af ljósum, hin er sterk- máluð hringhenda: Alvalds ljósin ljóma senn, lýsa hugum manna. Jólin heima, heillar enn hafsjór minninganna. Áramót Eilífð skárar ævisvið. Æpir ljár í grasi. Þetta ár er útrunnið eins og tár úr glasi. Ljóðabækur Jóa heita Axarsköft, útg. 2006 og Ný axarsköft, útg. 2011 og má panta á netfanginu ihjstikill@gmail.com Ingi Heiðmar Jónsson Þekk ir ÞÚ fólk ið? Héraðsskjalasafn Árnesinga hef- ur á undanförnum árum feng- ið fjölda merkra ljósmynda. Hérðasskjalasafnið fékk ásamt Héraðsskjalasöfnunum á Egils- stöðum og Sauðárkróki styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neyti til atvinnuskapandi verkefn- is við innskönnun og skráningu á ljóstmyndum. Sveitarfélagið Ár- borg og Menningarráð Suðurlands styrkja verkefnið svo sérstaklega hér í héraði. Á héraðsskjalasafninu eru nú um 150.000 ljósmyndir. Rúmlega 70.000 ljósmyndir er nú búið að skanna og skrá um 50.000. Mikil vinna liggur að baki skrán- ingu á ljósmyndum og oft á tíðum er ekki hægt að greina nákvæmlega frá viðburðum eða þekkja einstak- linga á myndunum. Mikilvægt er að geta leitað til almennings og fá aðstoð við skráninguna. Birting ljósmynda með þessum hætti er í raun samvinnuverkefni þeirra sem lesa blaðið og héraðsskjalasafnsins. Þeir sem hafa frekari upplýsingar eru hvattir til að senda okkur tölvu- póst á myndasetur@heradsskjala- safn.is eða heimsækja okkur. Þá minnum við á myndasíðuna okkar myndasetur.is en þar eru myndir aðgengilegar. Jólasveinar og jólaskraut á bókasafninu í Þorlákshöfn Jólasveinarn ir eru á bókasafn-inu í Þorlákshöfn nú í desem-ber. Í gallerí bókasafnsins sýnir Rut Sigurðardóttir, Þorlákshafnar- búi og annáluð handavinnukona, heimatilbúið jólaskraut sem skreytir jólatré, veggi og palla í sýningar- rýminu. Sýningin stendur fram að 20. des, en Rut þarf líka að skreyta heima hjá sér fyrir jólin. Innar á bókasafninu sjást síðan íslensku jólasveinarnir hennar Guðfinnu Karlsdóttur bókavarðar sem hún gerði fyrir nokkrum árum. Á aðventunni býður bókasafnið upp á sínu föstu liði. Bókamarkað- urinn verður kominn upp 9. des- ember og síðan er börnum boðið að koma á bíósýningu fimmtudaginn 19. desember kl.17. Á vefsíðunni www. olfus.is er hægt að skoða að- ventudagatal þar sem hægt og alla þá fjölmörgu viðburði sem í boði eru í sveitarfélaginu á aðventunni. Vökul augu Ungmennaráðs Það hefur vakið athygli hve Ung-mennaráð Árborgar hefur látið til sín taka. Ráðsmenn hafa beint orðum sínum til bæjaryfirvalda. Bæjarráð samþykktti m. a. að leggja 100 þúsund krónur í æskulýðssjóð fyrir árið 2014. Þá hefur verið tekið vel í fjölmargt annað sem unga fólkið hefur lagt til. Þau hafa borið fram tillögur um merkingu gönguleiða og um átak í gerð göngu- og hjólreiða- stíga. Og óskað eftir opnum tímum í íþróttahúsi fyrir leiki og íþróttir. Segja þau að mjög margt ungt fólk sé ekki endilega viljugt að keppa í íþróttum en vilji koma saman til að hreyfa sig. myndin er úr safni rögnu Hermannsdóttur og af sviðsmönnum Leikfélags Hveragerðis. Hverjir eru þeir? sendið endilega upplýsingar til Héraðsskjalasafns Árnesinga eða til ritstjóra á netfangið torlakur@fotspor.is

x

Selfoss

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.