Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.05.1989, Blaðsíða 7
SKYUH TARZAN ALDREI HAFA FENGIDIBAKID? PARZAN - nýskráð lyf við bakverkjum Hver tafla inniheldur: Chlormezanonum INN 100 mg, Paracetamolum INN 450 mg. Eiginleikar: Lyfið er blanda af vöðvaslakandi og róandi efni, klórmezanóni, og paracetamóli, sem hefur verkjastillandi og hita- lækkandi verkun. Klórmezanón slakar á spenntum vöðvum með miðlæg- um áhrifum og einnig með því að Iengja torleiðnitíma taugavöðva- tengingar. Bæði efnin frásogast vel frá meltingarvegi. Hámarksblóðþéttni næst eftir 1-2 klst. Efnin eru lítið próteinbundin. Helmingunartími para- cetamóls er 2 klst., en klórmezanóns u.þ.b. 24 klst., sem veldur því, að stöðug blóðþéttni næst ekki fyrr en eftir 3-4 daga. Efnin umbrotna í lifur og skiljast út með þvagi. Ábendingar: Bakverkir, vöðvaverkir, torticollis og spennuhöfuðverkur. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Lifrarsjúkdómar. Aukaverkanir: Preyta, sviði, ógleði, munn- þurrkur og sjaldan þvagtregða geta komið fram. Kólestatisk gula hefur sést. Fækkun á blóðflögum og hvítum blóðkornum hefur verið lýst. Haemolytisk anaemia hefur sést. Varúð: Ekki er mælt með langtíma- notkun lyfsins (nýrnaskemmdir). Vara ber stjórnendur bifreiða og vél- knúinna tækja við slævandi áhrifum lyfsins. Milliverkanir: Lyfið eykur áhrif róandi lyfja. Má ekki gefa samtímis fentíazínsamböndum og MAO- hemjandi lyfjum. Eiturverkanir: Mjög stórir skammtar af paracetamóli geta valdið lifrarskemmdum. Einkenni eitrunar eru ógleði, uppköst, lyst- arleysi og magaverkir. Truflun á Iifrarprófum kemur fram eftir 12-48 klst. Meðferð: Magaskolun. Lyfjakol. Mótefni gegn paracetamóli er acetýl- cýstein. Skammtastærðir handa fullorðnum. 1-2 töflur þrisvar á dag. Lyfíð er ekki ætlað börnum. I’akkningar: 30 stk.; 50 stk. HAFNARFJÖRÐUR REYKJAVÍKURVEGI 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.