Vesturland - 27.03.2013, Blaðsíða 8

Vesturland - 27.03.2013, Blaðsíða 8
8 27. mars 2013 Brosað og faðmast á Grundfirðingahátíð Sólarkaffi Átthagafélags Grund-firðinga var haldið í byrjun Góu í í samkomusal að Gullsmára 9 Kópavogi. Þar voru mættir margir brottfluttir Grundfirðingar, viðhengi þeirra og aðrir sem dá Grundarfjörð. Hollvinasamtök Grundarfjarðar voru með bækurnar Fólkið, Fjöllin, Fjörð- urinn til sölu. Það er alltaf skemmti- leg stemmning á svona samkomum, þarna hittist oft fólk sem annars sést ekki nema fyrir tilviljun, eða jafnvel úti á götu í Grundarfirði þegar æsku- slóðirnar eru heimsóttar. Nótan í Hörpu 14. apríl nk.: Hrefna Rós Lárusdóttir frá Tónlistarskóla Stykkishólms fulltrúi Vestlendinga Nótan – uppskeruhátíð tón-listarskóla er nú haldin í fjórða sinn. Nótan 2013 verður að mestu leyti með sama sniði og fyrri hátíðir. Skipulag og grunnhugsun hátíðarinnar byggir á því að þátttakendur séu frá öllu landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspegli ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistarnámsins. Hólmarar gerðu góð ferð til Ísafjarðar fyrir skömmu þar sem fram fóru svæðistónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði. Af þremur atriðum sem komu frá Tónlistar- skóla Stykkishólms fengu tvö at- riði sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran flutning, þ.e. gítartríóið og Hrefna Rós Lárusdóttir sem var auk þess valinn sigurvegari á þessum svæðistónleikum með Berglindi Gunnarsdóttur píanóleikara. Því verða þær stöllur eitt af þremur atriðum Vesturlands og Vestfjarða á lokahátíð Nótunnar í Hörpu 14. apríl nk. Skjaldborgin og slökkvistarfið Það verður að viðurkennast að framkoma gagnvart skuld-settum heimilum frá hruni hefur verið skelfileg. Það er því rétt að rifja upp hvað núverandi stjórnvöld sögðu þegar þau tóku við árið 2009. Þau lofuðu skjaldborg um heimilin og sögðust ætla að slökkva þann eigna- bruna sem var farinn að skíðloga á íslenskum heimilum. Öll vitum við hvernig slökkvistarfinu var háttað hjá stjórnvöldum. Jú, þau brunuðu af stað á forgangshraða með blikkandi ljós á milli fjármálastofnana og slökktu alla elda þar. Þau fóru meira að segja eftir Reykjanesbrautinni á algjörum neyðarforgangi til að slökkva elda eftir íkveikju í Sparisjóði Keflavíkur, en sú íkveikja mun kosta skattgreið- endur uppundir 30 milljarða króna Heildarkostnaður skattgreiðenda vegna slökkvistarfsins hjá fjármála- kerfinu nemur um 427 milljörðum. Kannski hafa stjórnvöld haldið að fjármálastofnanir væru brunatryggðar hjá Sjóvá en eins og allir vita þá var búið að kveikja líka í bótasjóðnum hjá Sjóvá enda var hann tómur og skattgreiðendur þurftu einnig að koma þar til hjálpar. Stjórnvöldum virtist slökkvistarfið ganga ansi vel, enda nánast búin að slökkva alla elda í fjármálakerfinu hér á landi á kostnað skattgreiðenda. Slökkviliðstjórar rík- isstjórnarinnar vildu fara í útrás og lögðu því til að þau myndu taka að sér að slökkva elda í Bretlandi og Hollandi vegna Icesave eldanna. Efnahags- og viðskiptaráðherra slökkviliðsins, Gylfi Magnússon, var búinn að reikna það út að ekkert mál væri fyrir íslenska skatt- greiðendur að taka á sig 213 milljarða kostnað vegna Icesave eldanna. Hann sagði í grein sem hann skrif- aði að það væri alveg sama hvernig þetta væri reiknað, þetta yrði ekkert mál fyrir íslenska skattgreiðendur að taka þessa skuldbindingu á sig. Átta mánuðum síðar var hinn sami ráð- herra spurður að því hvort ekki væri hægt að slökkva einhverja elda hjá íslenskum heimilum. Þá kom svarið, það er ekki til neitt hókus pókus og hægt að láta skuldir hverfa, það verður alltaf einhver að borga. Já, efnahagsráðherrann sagði að það væri ekkert mál að slökkva elda vegna Icesave upp á 213 milljarða en útilokað að koma heimilunum til hjálpar. Sem betur fer tókst þjóðinni, með forseta Íslands í broddi fylkingar, að stöðva þá fyrirætlan þeirra enda hefði slökkvistarfið vegna Icesave getað kostað íslenska skattgreiðendur allt frá 65 til 350 milljarða króna. Já, slökkvistarfinu hjá stjórnvöldum er lokið, þeim tókst að slökkva alla elda í fjármálakerfinu en heildarkostn- aður þeirra aðgerða er eins og áður sagði 427 milljarðar. En gagnvart heimilunum horfir þetta hinsvegar öðruvísi við, þar hefur nánast ekkert verið gert annað en að skvetta olíu á eldinn þannig að eignabruninn hefur aukist til muna vegna aðgerða núver- andi stjórnvalda. Nægir að nefna í því samhengi skefjalausar gjaldskrár- og skatta- hækkanir á kjörtímabilinu sem hafa gert það að verkum að verðtryggðar skuldir heimilanna hafa aukist um 30 milljarða króna. Og ekki má gleyma Árna Páls lögunum þar sem átti að láta vexti Seðlabankans gilda afturvirkt og þannig reyna að hafa 64 milljarða króna af þeim sem voru með gengistryggð lán. Já svona var nú skjaldborgin og slökkvistarfið sem skuldsettum heimilum var lofað og nú segja stjórnvöld að allt vatn og öll froða til að slökkva elda heimilanna hafi farið í fjármálakerfið og ekkert sé hægt að gera. Varðhundar fjármálakerfisins Nú styttist í kosningar og í ljósi þessa aðgerðaleysis stjórnvalda gag- nvart íslenskum heimilum tel ég án nokkurs vafa að brýnasta hagsmu- namál komandi kosninga sé afnám verðtryggingar og leiðrétting á þeim grímulausa forsendubresti sem íslensk heimili máttu þola í kjölfar hrunsins. Það er dapurlegt að verða vitni að því að varðhundum fjármálakerfis- ins og stjórnvalda sé sleppt lausum úr búrum sínum til að verja núverandi fjármálakerfi. En þessir varðhundar eru miklir spunameistarar og eiga að telja alþýðunni og skuldsettum heim- ilum trú um að stjórnvöld séu búin sé að gera gríðarlega margt fyrir heimilin og ekkert sé frekar hægt að gera. Þessir aðilar hamast á lyklaborðinu og skrifa um að afnám verðtryggingar og allt tal um sanngjarna leiðréttingu til handa skuldsettum heimilum sé lýðskrum og öskra þessir aðilar hátt þegar þeir spyrja hver eigi að borga. En takið eftir, þetta eru sömu spunameistarar og varðhundar og reyndu að telja þjóðinni trú um að henni bæri skylda til að taka á sig skuldbindingar sem einkabanki stofnaði til vegna Ices- ave. Skuldbindingar sem hljóðuðu frá 65 og upp í 350 milljarða króna. Já, þessir aðilar vildu og töldu rétt að setja slíkar drápsklyfjar á íslenska al- þýðu. Þessir varðhundar stjórnvalda og fjármálakerfisins spurðu ekki hver ætti að borga þegar leggja átti allt að 350 milljarða á skattgreiðendur. Þessir sömu varðhundar töluðu ekki heldur um lýðskrum og spurðu ekki hver ætti að borga þegar 427 milljarðar króna voru settir á íslenska skattgreiðendur til bjargar fjármála- kerfinu eða þegar þessir sömu skatt- greiðendur voru látnir tryggja allar innistæður fjármálakerfisins. Nei, sem betur fer hlustaði íslenska þjóðin ekki á þessa varðhunda enda skriðu þeir ýlfrandi með skottið á milli lappanna inn í búrin sín eftir að dómur í Icesave málinu féll. En nú er búið að sleppa þeim aftur lausum og núna eiga þeir að koma í veg fyrir að eitthvað verði gert fyrir skuldsett heimili. Það var nöturlegt, dapurlegt og sorglegt að verða vitni að því þegar spunameistararnir og varðhundar stjórnvalda og fjármálakerfisins sögðu ekki eitt einasta orð þegar verið var að dæla fjármunum alþýðunnar til bjargar fjármálakerfinu. Og nú koma þeir fram og tala um lýðskrum þegar koma á skuldsettum heimilum til hjálpar. Við alþýðu þessa lands vil ég segja; Stöndum saman gegn þessari sér- hagsmunaelítu því það er hún sem er hrædd við okkur en við ekki við hana. Með samstöðu getum við sagt þessari sérhagsmunaelítu stríð á hendur og krafist nýrra gilda, gilda er lúta að hagsmunum heimilanna, réttlæti og sanngirni. Gömlu gildin skulu víkja í komandi kosningum, gildi er lúta að sérhagsmunagæslu, óréttlæti og ójöfnuði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akranes Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags akraness. Glæsilegur kvennafans, f.v. í efri röð: Elínborg sigurðardóttir, ragnheiður sigurðardóttir, Lilja mósesdóttir, rannveig sigurðardóttir, sóley Björgvinsdóttir og Hrönn Harðardóttir. Neðri röð f.v.: Hildur mósesdóttir, Vilborg Jónsdóttir, sigríður H. Ólafsdóttir, Ágústa Hinriksdóttir, Ásdís Hinriksdóttir, ragnheiður Elísdóttir og Guðrún m. sigurðardóttir. albert Ágústsson frá móabúð og Ás- mundur Jóhannsson frá Kverná. Hrefna rós Lárusdóttir á sviðinu á Ísafirði eftir sigurinn ásamt Berglindi Gunnarsdóttur undirleikara.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.