Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1997, Side 3

Læknablaðið - 15.02.1997, Side 3
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 3 III hald í húsinu þannig að fólk getur tekið hund- ana sína með. Það er alltaf fært að Hreðavatni, enda hefur nýtingin líka verið mjög góð þannig að ekki er hlaupið að því að fá húsið um helgi, þótt utan orlofstíma sé. - Er eitthvað sem gestir ættu að hafa sérstak- lega í huga? Fyrir utan almenna góða umgengni væri helst að hvetja græna fingur til dáða. Reynt hefur verið að gróðursetja aðeins umhverfis bústaðinn en enginn hugar reglulega að því að vökva, reyta eða sinna annarri vinnu sem gróðri fylgir. Þetta er einn af ókostunum sem fylgir því að hafa engan umsjónarmann á staðnum. - Er góð reynsla af húsafóstrinu? Hún er það. Eins og ég hef bent á þá er enginn umsjónarmaður að Hreðavatni, þannig að þar þarf að sýna talsverða ræktarsemi. Ei- ríkur Ingólfsson, smiðurinn sem séð hefur um allar framkvæmdir fyrir okkur, hefur einnig hlaupið undir bagga við minniháttar viðgerðir og lagfæringar og hefur reynst einkar hjálpleg- ur. Hann býr í Borgarnesi og hefur farið upp- eftir þegar þess hefur verið þörf. En mikilvægi húsafóstursins felst í því að sömu einstaklingar fylgist stöðugt með bústöðunum og séu vak- andi fyrir að bæta úr því sem afvega kann að fara. Fyrir utan Hreðavatn varðar þetta einnig húsin í Brekkuskógi sem Hlédís Guðmunds- dóttir, Jón Brynjólfsson og Grete Have hafa fóstrað. Einnig er rétt að nefna að Pétur Heimis- son á Egilsstöðum og Friðrik Vagn Guðjónsson á Akureyri, sem báðir eiga sæti í orlofsnefnd, hafa sinnt umsjónarstarfi á sínum svæðum, sá fyrmefndi að Brekku í landi Miðhúsa og hinn síðarnefndi vegna íbúðarinnar á Akureyri. - í fyrra voru orlofsstyrkir veittir í fyrsta skipti til þeirra sem ekki gátu nýtt sér þá orlofs- möguleika sem læknafélögin bjóða upp á. Verður því haldið áfram? Orlofsstyrkirnir virtust þó nokkuð vinsælir þannig að þeim verður úthlutað áfram, en ein- göngu vegna ferðalaga innanlands. Það er rétt að ítreka við þá sem vilja nýta sér þennan möguleika að framvísa verður kvittun á skrif- stofu læknafélaganna fyrir orlofsdvöl og styrk- urinn er greiddur eftir á. - Missa menn punkta við úthlutun orlofs- styrkja? Rétt að útskýra núverandi úthlutunarkerfi í örstuttu máli. Þetta er tölvukerfi sem nefnist Hannibal og var tekið upp fyrir tveimur árum. Það felur í sér að félagar læknafélaganna safna punktum allan þann tíma sem greitt er fyrir þá í orlofssjóð og við hverja úthlutun taka þeir út ákveðinn punktafjölda. Úthlutun orlofsstyrkja leiðir til úttektar á uppsöfnuðum punktum á sambærilegan hátt og úthlutun orlofshúsnæðis. Eina úthlutunin sem er undanþegin frádrætti á punktum er vegna íbúðarinnar í Ljósheimum í Reykjavík, engu að síður þarf að sækja um íbúðina yfir orlofstímann. Það góða við Hanni- bal er að kerfið er ópersónulegt og því ekki unnt að sakast við okkur sem sitjum í orlofs- nefndinni, þótt einhverjum þyki biðin eftir bústað löng. - En tjaldvagnarnir sem einnig voru nýjung síðastliðið sumar, hvernig hafa þeir nýst? Fólk tók tjaldvögnunum mjög vel og var nýt- ing á þeim góð, vonandi verður svo áfram. Kostur vagnanna er náttúrlega sá að hægt er að elta góða veðrið hvar á landinu sem það kann að vera. Almennt má segja að nýting á húsum og íbúðum orlofsnefndar sé góð. Eina sem á skyggir er að fólk hefur ekki lagt í, einhverra hluta vegna, að nýta húsið við Miðhús í ná- grenni Egilsstaða yfir vetrartímann. Þetta er dálítil synd þar sem Egilsstaðir og umhverfi þeirra bjóða upp á afskaplega skemmtilega möguleika yfir vetrartímann, hvort heldur fólk kýs að ferðast gangandi eða akandi. Brekka, en húsið heitir það, er ekki nema um einn kflómetra frá Egilsstöðum þannig að öll aðföng eru í göngufæri. Fyrir utan það er húsið sjálft einstaklega hlýlegt og vistlegt. í kynningar- skyni höfum við nú í vetur boðið fólki að dvelj- ast ókeypis í bústaðnum, en það hefur samt ekki verið mikið notað. Það er ástæða til þess að benda fólki á þennan möguleika og hvetja þá sem tök hafa á að nýta sér hann. - Ríkir sátt um orlofsbústaðina og störf or- Iofsnefndar? Eg hef ekki orðið vör við annað. Einhverj- um þykir trúlega óþarfi að greiða í sameigin- legan orlofssjóð vegna þess að þeir nýta ekki möguleikana sem bjóðast, en menn hafa ekki verið að tjá sig neitt sérstaklega um það núna. Mig langar hinsvegar að taka fram að það hef- ur veitt okkur Ása ómælda ánægju að leggja okkar af mörkum til að bæta dvalarmöguleik- ana við Hreðavatn um leið og við höfum notið stundanna þar til fullnustu. -bþ-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.