Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 1

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 1
Staðlar Gæðastaðlar við svæfingar og deyfingar Félag fslenskra svæfinga- og gjörgæslulækna 1998 1. Undirbúningur sjúkiinga Svæfingalæknir skal meta alla sjúklinga sem á að svæfa eða deyfa (nema minniháttar stað- og leiðsludeyfingar). Mat þetta skal vera skriflegt. Við mat á heilsu sjúklings skal skrá ASA flokk (tafla I) sjúklings. Sjúklingar skulu jafnframt hafa möguleika á viðtali við svæfingalækni. Svæfingalæknir ákveður lyfjaforgjöf fyrir hvern sjúkling. Undir sérstökum kring- umstæðum getur svæfingalæknir falið öðrum lækni ofangreind at- riði. Við komu á skurðstofu er mik- ilvægt að staðfest séu ákveðin at- riði svo sem nafn, kennitala, að- gerð, fasta, ofnæmi, fyrri svæf- ingar og tannhagur sjúklings. 2. Starfslið við svæfingar og deyfíngar Svæfingar og deyfingar (nema minniháttar stað- og leiðsludeyf- ingar) skulu alltaf fara fram und- ir umsjón og á ábyrgð svæfinga- læknis. Svæfingalæknir, svæf- ingahjúkrunarfræðingur eða deildarlæknir á svæfingadeild verður ávallt að vera viðstaddur meðan á svæfingu stendur. Svæf- ingalæknir eða deildarlæknir á svæfingadeild skal ætíð vera til staðar við innleiðslu svæfingar og þegar vekja skal sjúkling. Svæfingalæknir skal ætíð vera tiltækur meðan á svæfingu stendur. Ráðlagt er að svæfinga- læknir beri ekki ábyrgð á fleiri en tveimur svæfingum eða deyf- ingum í senn. I erfiðari tilfellum sinni hann aðeins einum sjúk- lingi. 3. Tækjakostur Mikilvægt er að viðeigandi tækjakostur og aðstæður við svæfingar, deyfingar og bráða- meðferð sé þannig að fyllsta ör- yggis sé gætt. Mælt er með að í undirbúningi fyrir hverja svæf- ingu skuli farið eftir þar til gerð- um minnislista hvað varðar vakt- ara, svæfingarvél, sog og önnur tæki. 4. Vöktun sjúklinga í svæfíngu og deyfíngu Mikilvægast er að vakta súr- efnismettun, öndun, blóðrás og meðvitundarástand sjúklings. Vaktarar eru öflugir öryggisþætt- ir við svæfingar og deyfingar en geta ekki komið í stað klínísks mats svæfingalæknis eða svæf- ingarhjúkrunarfræðings. 4.1. Súrefnismettun Alla sjúklinga í svæfingu, deyfingu eða þar sem gefin eru sterk slævandi lyf skal vakta með súrefnismettunarmæli. Jafn- framt skal fylgjast með litarhætti sjúklings. 4.2. Öndun Fylgjast skal með og skrá reglulega öndunarhreyfingar, öndunarhljóð, styrk súrefnis og koltvísýrings í út og innöndunar- lofti, þrýsting í loftvegum og öndunarrúmmál. 4.3. Hjarta og blóðrás Fylgjast skal með og skrá blóðþrýsting og hjartsláttarhraða á minnst 5 - 10 mín. fresti. Fylgj- ast skal með hjartslætti með samfelldu hjartalínuriti eða púl- skúrfu súrefnismettunarmælis. Tafla I. ASA flokkun, American Society of Anest- besiologists 1963 1. Hraustur sjúklingur. 2. Vægur sjúkdómur, truflar ekki eðlilegt líf. Til dæmis krónísk berkju- bólga, vel meðhöndluð sykursýki eða háþrýsting- ur, offita. 3. Alvarlegur sjúkdómur, truflar eðlilegt líf. Til dæmis kransœðasjúk- dómur með brjóstverkjum, sykursýki með æða- skemmdum, sjúkleg offita, vœg öndunarbilun. 4. Alvarlegur sjúkdómur, ógnar stöðugt lífi. Til dæmis mikil hjartabil- un, hjartaöng í hvíld, langtgengin lungna-, nýrna- eða lifrarbilun 5. Dauðvona sjúklingur sem ólíklegt er að lifi 24 klukkustundir óháð því hvort hann fer í aðgerð eða ekki.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.