Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 3

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 3
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 III 4.4. Meðvitund Fylgjast skal með meðvitund- arástandi eftir því sem aðstæður gefa tilefni til. 4.5. Önnur vöktun eftir þörf- um 4.5.1. Þvagútskilnaður. 4.5.2. Líkamshiti. 4.5.3. Styrkur innöndunar- lyfja. 4.5.4. Bein mæling á blóð- þrýstingi í slagæð, miðbláæð eða lungnaslagæð. 4.5.5. Vöðvaslökun með taugaörva. 4.6. Skráning á vöktun Mikilvægt er að skrá áður- nefnd atriði reglulega. Ráðleggingar um lágmarks- vöktun koma fram í töflu II. 5. Vöktun sjúklinga eftir svæfíngar og deyfíngar 5.1. Flutningur sjíiklinga Við flutning sjúklings á vökn- un og gjörgæslu skal eftirlit og meðferð vera fullnægjandi. Mælt er með súrefnisgjöf og vöktun með súrefnismettunarmæli. 5.2. Vöknun og gjörgœsla Mikilvægt er að eftirlit og meðferð sjúklinga eftir svæfingu og deyfingu sé í höndum vel menntaðs og þjálfaðs starfsfólks. Almennt gilda sömu reglur um eftirlit og vöktun og á skurðstofu (töflur II og III). 5.3. Hjúkrunareftirlit Sjúklingum má skipta í þrjá flokka eftir því hversu mikla um- önnun þeir þurfa og fer það eftir eðli aðgerðar, svæfingar, deyf- ingar og ástandi sjúklinga. 5.3.1. Dagsjúklingar Einn hjúkrunarfræðingur getur sinnt allt að þremur sjúklingum. 5.3.2. Nœtursjúklingar Einn hjúkrunarfræðingur getur sinn allt að tveimur sjúklingum 5.3.3. Gjörgœslusjúklingur Einn til tvo hjúkrunarfræðinga þarf til þess að hugsa um hvern gjörgæslusjúkling. 5.4. Útskrift sjúklinga Utskrift sjúklinga af vöknun og gjörgæslu skal ákveðin af svæfingalækni og staðfest skrif- lega. 6. Skráning Allar svæfingar eða aðra með- ferð sem er gefin skal skrá á þar til gerð eyðublöð. Sama gildir um meðferð eftir aðgerð á vökn- un og gjörgæslu. 6.1 Við svæfingar og deyfing- ar skal m.a. koma fram: 6.1.1 Persónuupplýsingar. 6.1.2 Dagsetning. 6.1.3 Upplýsingar um mat á sjúklingi fyrir aðgerð og lyfja- forgjöf. 6.1.4 Upplýsingar tengdar vöktun sjúklings. 6.1.5 Upplýsingar tengdar starfsemi svæfingavélar. 6.1.6 Hvenær svæfing byrjar og endar. 6.1.7 Nöfn svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga. 6.1.8 Lyfjaheiti og skammtar. 6.1.9 Vökvagjöf. 6.1.10 Blóðtap. 6.1.11 Upplýsingar um auka- verkanir og fylgikvilla. 6.1.12 Aðgerðarheiti. 6.1.13 Nöfn skurðlækna. 6.2 Skrifleg fyrirmæli um meðal annars verkjalyf og vökvagjöf/næringu eftir aðgerð skulu fylgja sjúkling. 6.3 Æskilegt er að skráningu sé þannig háttað að tölfræðileg úrvinnsla sé framkvæmanleg. Tafla III. Lágmarksvöktun sjúklinga eftir svœfingar og/eða deyfingar. Minni aðgerðir Kviðslit, blöðruspeglanir, útsköfog þess háttar Stórar aðgerðir Gall, mjöðm, legnám og þess háttar Hjarta Hjartalínurit I Hjartalínurit A Illóðrás Blóðþrýstingur A Beinn slagæðaþrýstingur - Holæðaþrýstingur Þvagútskilnaður I Blóðþrýstingur A Beinn slagæðaþrýstingur I Holæðaþrýstingur I Þvagútskilnaður A Ondun Púls-súrefnismælir A Öndunartíðni A Púls-súrefnismælir A Öndunartíðni A Líkamshiti - R Meðvitund A A A = Alltaf R = Ráðlagt I = Þegar við á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.