Boðberi K.Þ. - 01.09.1936, Blaðsíða 2
Boðteeri K. Þ. I , september 1936,
Tel ég^rétt að birta- hér í heiid fyrirmæii Þorsteine Davíossonar verk-
smiðjustjéra um meðferð gæra og húða,því mikið af gærum og húðum af heim-
aslatruðu fé og gripum er lagt inn í K,Þ., Fyrirmælin eru a þessa leið:
"Við slátrunina verður að forðast að taka í ullina á kindunum,lifandi
eða dauðum. Hárramurinn á íslenskum sauðskinnum er mjög fíngerður og við-
kvæmur,og getur því auðveldlega rifnað ef fast er tekio í uílina,eða ef
hranalegum handtökum er beitt við fláninguna. Rista skal sundur gæruna
eftir^miðjum kvið og aftur^að rófu. Engar kjÖthimnur eða fituklumpar eiga
að sjást 1 gærunni,þegar búið er að losa hana af kroppnum. Gæta verður
þess,að gærurnar atist sem minnst af blóði eða óhreinindum við slátrunina.
Strax eftir slátrun verður að breiða gærurnar svo þær kólni vel. Ef það
er ekki gert skemmast þær mjög^fljótt. Eftir að gærurnar hafa verið kæld-
ar verður að salta þær svo fljótt sem því verður við komið. Við söltunina
verður vandlega að gæta þess að .breiða vel úr öllum skæklum og jöðrum og
dreifa saltinu vel um alla gæruna. Sérstaklega þarf að ganga vel frá.
þeirri gærunni sem hvolft er yfir,og má hún^ekki vera stærri en sú sem
saltað er x. - óþarfi er að salta í ullina á gærunum.
HÚðir og skinn ætti ætíð að salta en ekki herða,því hert skinnavara
er venjulega meira og minna skemmd". y.. K
G A R N 1 R .
Verð fyrir kindagarnir hefir verið innifalið^í kjötverði. Telur K.t.
rétt að hafa í því efni sömu reglu og nágrannafélögin,enda'verður niður-
staðan ekki miklu fjarlægari réttu en þó garnirnar væru sérreiknaðar. Að
vísu verður þvi meira fyrir hverja görn sem kjötþungi kindarinnar er
meiri,þegar garnaverðið fylgir kjötverði,en garnir rýrara fjárins^eru
líka verri vara:þynnri,meyrari og hættir frekar við að slitna og^ónýtast.
K.Þ.hefir alltaf,þegar það hefir látið hirða garnir^í sláturhúsi sínu,
tekið sem innlegg vel hirtar^garnir úr heimaslátruðu fé. Á aðalfundi K.Þ.
í vetur kom^fram ósk um að féla^ið gæfi^út leiðbeiningar um hirðingu
garna. Vil ég nú verða við því a þann hátt að birta í Boðberanum "Leið-
beiningar um verkun kindagarna" eftir forstjóra garnaverksmiðju SÍS í
Reykjavík,Ara K.Eyjólfsson. Þær hljcða svo:
"AB STRJÚKA GARNIRNAR:Þegar búið er að leggja innýflin^á borðið,þar
sem aðskilið er,er ná𠣓báða enda garnarinnar_(slitið frá vinstrinni og
langanum) og^görnin rakin þannig tvöföld ofan i bala fylltan með köldu
vatni eða sjó,þar sem það er hentugra.Þá er gorið strokið úr görninni
(tvöfaldri,jafnþættri) og hún um leið gerð upp í hespu og brugðið utanum
(tvö brögð) með báðum endunum eða lykkjunni. SÍðan er salti nuddað inn í
hverja hespu og vel undir bragðið. Þar a eftir er görnunum staflað á borð
( sem er hallandi eða með götum),svo vatnið geti sigið af þeim,og salti
stráð í hvert lag.
LENGD HESPANNA:Hespurnar mega ekki vera styttri en rúmt fet,annars
eru þær of þykkar og gegnsaltast ekki og úldna ^á innantil í hespunni.
SKIFT UM VATN: Um vatnið,sem strokið er upp úr,verður að skifta
mjög oft.
ABGREINING GARNANNA: Garnir úr lömbum og fullorðnu fe þarf ekki að
aðskilja,nema þess se oskað sérstaklega.
SLITNAR GARNIR: GarniBnar má ekki slíta (viljandi).Þær garnir,sem slit-
na og eru í þrennu lagi má hirða og láta alla (3) spottana í sömu hesp-
una. Þær garnir sem eru slitnar oftar en í þrennt,skal ekki hirða.
MJÓAR GARNIR: Allra mjóstu garnirnar (úr smæstu lömbunum) skal ekki
hirða.
MEYRAR GARNIR: Þær garnir,sem reynast mjög meyrar þegar þær eru strok-
nar ( springa oft,þó þær slitni ekki alveg) skal ekki hirða."
===== K* Ki
AUGLÝSINGAR.
HNAKK-GARMUR týndiBt í sumar á brautinni milli Laxárbrúa og NÚpafoss.
Fundvís skili til Guðmundar Friðjónssbnar a Sandi.
JÓN ÞÓRARINSSON.Skörðum hefir til sölu kú að öðrum kálfi. HÚn á að
bera viku af vetri. Talin álitleg til að mjólka.
MI6ALDRA KÝR,sem k^mst í 15 merkur,er góð í fóðri og á að bera 25.okt.
næstk.,er til sólu hja Sigurbirni Jonssyni á Björgum.
í_ SUMAR bað ég mann framan úr sveit fyrir harðskó í Fremstafell eða
Hriflu (sama á hvorn bæinn skilað væri).Skornir hafa enn ekki komið til
Bkila. - NÚ bið ég manninn,hver sem hann er,að mjnnast skonna og ekila
þeim. Haukur Jónsson.