Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Síða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 99 viðskiftum okkar. Við áttum mikið sam- an að sælda, ekki aðeins meðan hún lifði, heldur líka — eftir lát hennar, þó und- arlegt kunni að virðast.------- Jeg var alinn upp á næsta bæ við Marju gömlu. Þar var óvenjulega þjettbýlt, og á þeim slóðum voru líka óvenjulega mörg börn á ærslareki. Það þarf ekki að taka það fram, að við krakkarnir sóttum mjög saman til leika. Hvað elskar sjer líkt. Við mynduðum fjölmenna flokka, ræningja- og stigamannaflokka, sagði fólkið, þeyst- um bæ frá bæ, ekki verulega hljóðlát eða hógvær, ljetum greipar sópa um alt laus- legt og höfðum með okkur. Sumt sást aldrei, sumt kom aftur brotið og braml- að. Reka hvarf af þessum bænum, hrífa af öðrum, bestu reipi bóndans af þeim þriðja, broddstafir og skíði af þeim fjórða. Það var meira en að við værum til. Við vorum plága. Hvernig, sem því vjek við, þá var það oftast svo, að við staðnæmdumst í Hábæ, þar sem Marja átti heima. Líklega hefir hún dregið okkur, því í þá daga þótti okkur hún óumræðilega merkileg vera. Fyrst var það, að hún var mikið hölt °g gekk við stafprik. Við sáum ekki ann- að en ytra borðið — höktandi, óásjálega kerlingu. Okkur datt ekki í hug sú rauna- saga, sem lá á bak við fótbrot hennar og helti. Annað var það, að hún tók óstjórn- lega mikið í nefið. Það höfðum við aldrei sjeð nokkurn kvenmann gera. Þegar Marja tók upp pung sinn, velti honum og þæfði hann á alla vegu, raðaði síðan löng- urn tóbakshrygg á handarbak sitt, og hann hvarf á einu augabragði upp í nef henni eins og þar væri botnlaust hyl- dýpi, — það fanst okkur afburða merki- Mg og skemtileg sjón. Enn var það, að Marja átti venjulega Mhnikinn forða af kandis-sykri, og geynidi hann í hvítum ljereftspoka undir hoddahorni sínu. Þetta var hennar helgi- dómur. En það hafði þau áhrif á okkur krakkana, að við fengum því óviðráðan- legri löngun til að fara höndum um þessa eign hennar. Ekki til þess að stela — heldur til að stríða henni. En hún var skapstygg og uppstökk með afbrigöum. Á það lagið gengum við •— höfðum ein- hverja villimannlega nautn af því að reita hana til reiði, sjá hana verða hamstola af tryllingi og heyra hana ausa skömmun- um yfir »stefnivarginn«, »fjandafans- inn«, »kvikindis-þorparana«. — Einu sinni komumst við í pokann hennar. Hún hafði gengið eitthvað í'rá, og gleymt að fela hann. Við gerðum óð- ara harðvítugt áhlaup á rúmið hennar — drógum pokann fram í dagsljósið, og tæmdum úr honum á ábreiðuna. Krist- allstærir, dökkbrúnir, lokkandi molarnir glitruðu fyrir augum okkar í furðulegum töfraljóma. En enginn tók neitt. Við vor- um ekki meiri ræningjar en það. En við dreifðum sykrinu út um alt — stráðum því upp á lausholt og syllur, földum það undir sperrum og bitum, og sýndum fúl- menskulega uppfyndingasemi í því að koma molunum á sem ólíklegasta staði. En þegar vei'kinu var að verða lokið — kom Marja. Jeg hefi aldrei sjeð annað eins fjaðrafok í allar áttir. Og jeg hafði heldur aldrei sjeð Marju gömlu snúast eins hart við og ljettilega eins og þá, til þess að koma prikinu sínu á hrygg þeirra, sem síðastir urðu til að forða sjer. Og útliti hennar þá stundina gleymi jeg aldrei. Hún mun aldrei hafa verið fögur kona eða glæsileg. Og ekki hafði löng raunaæfi, strit og slit, elli og hrumleiki gert hana fegurri ásýndum. Hún gat orð- ið óárennileg, þegar henni rann í skap. En aldrei hafði jeg sjeð hana eins ferlega og í þetta sinn.----- Jeg ætla ekki að lýsa öllum glettum 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.