Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Blaðsíða 38
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ókunnu stú'kuna iangaði auðsjáanlega til að eiga blómvöiidlnn. »Garðyrkjumaðurinn er mesti svíðing- ur með blómin sín«, sagði hún og brosti freistandi. »Sannleikurinn er, að þessi blóm voru ætluð annari«, sagði eg og var nú farinn að linast í ásetningi rnínum. »Þess sætar anga þau!« hrópaði hún hlægjandi. — Ekkert gefur blómum slík- an ilm«. Og hún rétti netta, litla hönd út til þess að grípa blómin. »Er það lærdóm- ur frá Lundúnum?« spurði eg og hélt blómvendinum svo hátt, að hún gat ekki náð honum. »Það gildir í sveitinni líka: Aðeins einn maður til að tína blómin, en fleiri en ein yngismey, sem vill anda ilm þeirra að sér«. »Jæja«, sagði eg, »blóm- vöndurinn er yðar, og verðið er það, sem þér buðuð«. »Verðið?« sagði hún. »Hvað? óskið þér að vita nafn mitt?« »Já, nema því aðeins að eg rnegi gefa yður það nafn, sem eg sjálfur vel yður«, svaraði eg og leit, að eg hélt, hvatskeytslega til hennar. »Ætlið þér að nota það nafn, þegar þér talið um mig við mistress Barböru? — Nei, eg skal gefa yður nafn, sem þér get- ið nefnt mig. Þér megið kalla mig Cyda- ria«. »Cydaria! Það er fallegt nafn«. »Það er eins gott og hvert annað«, svar- aði hún kæruleysislega. »En er ekkert annað nafn, sem fylgir því?« »Hvenær spyr skáldið um tvö nöfn til að setja yfir kvæði sitt? og þér þurftuð áreiðanlega að fá mitt til þess að setja það yfir son- nettu«. »Látum það þá vera Cydaria«, sagði eg. »Látum það vera svo, Símon. — Og er ekki Cydaria eins fallegt og Bar- bara?« »Það hljómar framandi«, sagði eg, »en það hljómar vel«. »Og nú, blómvönd- inn!« »Eg verð seinna að borga reikning fyr- ir þetta«, andvarpaði eg í hljóði. En samningur er samningur — og eg gaf henni blómin. Hún tók við þeim og stakk nefinu inn á milli þeii’ra. Eg stóð og horfði á hana, hugfanginn af yndisþokka hennar og hinu frjálsa í fari hennar. Og enda þótt eg væri naumast fullvaxinn piltur, hafði eg haft rétt fyrir mér, þegar eg sagði, að öll fegurð væri ekki eins. Hér var nú til að byrja með tvennskonar feg- urð, hennar og Barböru. Hún leit upp, og þegar hún sá, að eg horfði á hana, gretti hún sig ofboðlítið, eins og hún hefði bú- ist við því og það í raun og veru væri henni fremur að skapi en hitt; ef eg hefði horft' á Barböru á sama hátt, mundi hún hafa sýnt mér kulda og látið mig finna til fjarlægðarinnar á milli okkar í heilan klukkutíma eða meira. Cydaria brosti að- eins ertnislega og hneigði sig fyrir mér, eins og hún ætlaði að fara — en hún fór ekki, en hélt áfram að gefa mér hornauga, og á meðan var hún að bora dálitla holu niður í veginn með tánni á skónum sín- um. »Þessi listiskógur er inndæll staður!« sagði hún svo. »En stundum er það bein- línis erfitt að rata í honum«. Eg var ekki seinn á mér að taka bend- ingu hennar: »Ef þér nú hefðuð fylgdar- mann...« byrjaði eg. »Hvað? Já, ef eg hefði fylgdarmann, Símon«, hvíslaði hún og brosti kankvíslega. »Þér munduð þá rata, Cydaria, og fylgdai’maður yðar mundi vera mjög...« »Mjög stimamjúkur. — En þá...« Hún þagnaði snögglega og munnvikin drógust niður á við, eins og henni alt í einu þætti miður. — »En hvað þá?« spurði eg. »Þá yrði mistress Bar- bara að vera einsömul!« Mér varð hverft við. Eg leit upp og í áttina til hússins. Svo leit eg aftur á Cydariu. »Hún sagði við mig, að hún óskaði að vera einsömuk, sagði eg. »Nei? Hvers- vegna sagði hún það?« »Eg skal segja yð- ur fi’á öllu saman á leiðinni«, sagði eg, og Cydaria hló aftur.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.