Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 103 hann mjer þennan smíðisgrip sinn, og og spurði, hvort jeg vildi ekki þiggja hann til minningar um sig, því nú yrði öllu að vera lokið á milli okkar. — Gengurðu aldrei við þá hækju? spurði jeg, því jeg mundi ekki, að jeg hefði sjeð Marju með hana. — Þú ert fífl, greyið mitt! Hvað held- urðu, að jeg hafi gert við þessa gjof ? Jeg tók við henni------það gerði jeg. En jeg lagði hana yfir hnje mjer og kurlaði hana í smábúta, því handleggina hafði jeg þó heila. Og þú heldur kannske, að jeg geymi brotin eins og einhvern helgan dóm? O-nei-------ekki geri jeg það. Jeg kastaði þeim af öllu afli í hann, beint framan í andlit hans. Þú skilur það auð- vitað ekki fremur en annað, að mjer þótti vænt um, þegar jeg sá, að nokkrir blóð- dropar hrutu úr kinn hans niður á hlaðið. Síðan hefi jeg verið eins og jeg er, rýjan mín. Engum hefir þótt vænt um tthg, og mjer eklci um neinn. Allir hafa hætt mig og hrakið. Jeg hefi goldið líku iíkt, reynt að láta hart mæta hörðu og híta frá mjer. Jeg hefi slegið aftur, hafi jeg fengið högg. Mjer tókst að gera mig nógu helvítlega fyrir þennan heim. Hann á ekki betra skilið af mjer. Jeg er orðinn, °g hefi lengi verið, eins og ísköggull, skilurðu það garmurinn — — eins og ís- hoggull, og verð það þangað til drottinn andar á mig. Ef til vill getur hann eitt- hvað úr mjer gert — blásið í mig ein- hverju lífi að nýju. Marja stóð á fætur og fjekk sjer í nef- ið. — •— En nú ætla jeg að hökta út, og líta eftir lörfunum þínum, svo að þú getir skreiðst heim.----- Jeg þarf ekki að taka það fram, að eft- lr þetta varð framkoma mín alt önnur við Marju, en áður hafði verið. Svo eru eftir síðustu viðskifti okkar. Tæpu ári eftir þetta, kom jeg sem oft- ar einn dag að Hábæ. Jeg fór geyst að vanda, og þaut í einum spretti alla leið inn í baðstofu. Það var hljótt um, og ekki aðrir viðstaddir en húsfreyja. Marja sat ekki á rúmi sínu. Hvarflaði jeg þangað, settist á það og hallaði mjer nokkuð hast- arlega aftur á bak upp að höfðalaginu. Jeg vissi, að nú var mjer óhætt að gera mig heimakominn við Marju gömlu og það, sem hennar var. En jeg tók eftir því, að eitthvað hart og óþjált var undir baki mínu. Húsfreyja sá hvað jeg hafðist að. Gekk hún til mín alvarleg og þögul, tók í hand- legg mjer og reisti mig upp úr rúminu. Um leið lyfti hún ábreiðunni ofan af koddanum, og sýndi mjer, hvað jeg hafði lagst á. Marja gamla lá látin í rúminu sínu. Drottinn hafði andað á ísköggulinn. Síðan veit jeg hvað það er — að deyja. Alt lífsmagn fjaraði úr líkama mínum þetta augnablik, og því olli skelfing, skömm og hræðsla. En þegar það seitlaði í mig aftur, rak jeg upp nístandi neyðar- óp, og tók á rás út úr bænum og heim. Jeg hljóp eins og fældur hestur — í vit- firringu, í ofurmagni hræðslunnar. Á hverju augnabliki bjóst jeg við að sjá Marju á eftir mjer. Þó okkur hefði sam- ið vel upp á síðkastið, datt mjer ekki í hug, að hún þyldi mjer þetta síðasta að- kast. Hún hafði sjálf sagt, að hún hefði vanið sig á að bíta frá sjer. Jeg vissi af sjálfsreynslu, að hún hafði gert það svikalaust, svo langt sem kraftar hennar hrukku. Nú voru þeir orðnir margfaldir við að, sem áður hafði verið. Hún hlaut — hún hlaut að koma og hefna sín. En heim komst jeg án þess að hún kæmi. En skelfingin yfirgaf mig ekki. Jeg vaknaði í svitabaði á hverri nóttu, og dreymdi hryllilega drauma. Jeg fór ein- förum, en þorði þó aldrei að vera einn. En eina nótt kom hjálpin.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.