Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 111 Hann hristi höfuðið. »Jeg veit ekki hvernig á því stendur, en jeg hefi það á samviskunni, að örlögin hafi ákveðið yður til einhvers annars. Jeg get ekki hugsað mjer yður sem nunnu«. XX. KAFLI. Cæsar Maruffi. Nokkru eftir að Vittoria hafði heim- sótt Blake í skrifstofu hans kom hún heim úr heimsókn til Myra Nell W-arren og hitti Olivetu í mjög æstu skapi. »Hefir þú frjett nokkuð?« spurði hún æst. »Ekkert, sorella mia«. »ómögulegt! Guð minn góður! Jeg dey! Jeg get ekki þolað þessa æsingu lengur«. Vittoria lagði hönd sína á öxl henni. »Vertu hughraust«, mælti hún. Það er ekkert við þessu að gera nema bíða. Jeg hefi einnig mína byrði að bera. Cæsar er horfinn; enginn veit hvar hann er«. Það fór hrollur um Olivetu. »Þá er úti Uin okkur. Hann hefir fengið grun«. »Þú hefir sagt það fyr; en hvernig mætti það vera?« »Jeg veit það ekki. Hann er slunginn eins og fjárinn sjálfur og Signore Blake hefir ef til vill gert eitthvert axarskaft«. Oliveta var náföl af hræðslu. Hún lafði í systur sinni og endurtók hvað eftir ann- að: »Hann kemur aftur. Guð varðveiti okkur! Hann kemur aftur«. Vittoria reyndi að sefa hana en var þó langt frá því, að vera jafn örugg og ótta- laus eins og hún ljet. Hún vissi, að alt hafði verið undirbúið með mestu var- ^árni og þó hafði hann sloppið út. Hvorki hún, Blake, nje lögreglustjórinn höfðu getað komist að því, hvort hann hefði af tilviljun farið burt úr bænum eða verið aðvaraður. Dag þennan hafði Vittoria fengið boð um það frá Myru Nell, að koma til henn- ar eins fljótt og hún gæti og hún hafði farið, glöð í huga yfir því, að geta hætt að brjóta heilann yfir hinum örðugu á- stæðum heima fyrir, en ungfrú Warren hafði ekki talað um annað en Norvin Blake og það hafði ekki hjálpað til þess, að veita henni hina nauðsynlegu hugarró. Oliveta tók brátt eftir því, að systir hennar þarfnaðist trausts. »Carissina! Þú ert veik!« hrópaði hún áhyggjufull. Vittoria kinkaði kolli. »Það eru augun og höfuðið! Máske er það hit- inn eins mikið og áhyggjurnar, sem þjá- ir mig«. Vittoria hafði fleygt sjer á legubekk- inn. Hún var klædd Ijettum silkikjól og hárið gylt og fagurt hjúpaði líkama hennar. »Það er undarlegt, að þessi maður hef- ir eyðilagt líf okkar beggja!« mælti Oli- veta eftir nokkra þögn. »Þú mátt ekki jafnt og stöðugt hugsa um þennan mann«, mælti Vittoria. »Enginn ræður við hugsanir sínar, þegar þreytu og veikindi ber að dyrum. Jeg er farin að hata alt hjer — alla menn. og landið«. »Máske kallar Sikiley á þig«. Oliveta svaraði ákaft: »Já! Og þú, elsk- an mín, ert líka ógæfusöm. Látum oss fara heim — heim!« Hún horfði fram- undan sjer í draumi og sá í anda fjöllin upp af Terranova — olíuviðarlundi og blómgarða. »Veslings, elsku systir mín!« mælti Vittoria. Vertu þolinmóð. Ekkert sár er svo djúpt, að tíminn megni ekki að lækna það. Jeg veit það, því jeg hefi sjálf liðið«. »Og þjáist þú ekki enn? Það er langt síðan þú hefir talað um — Martek. Vittoria þagði andartak og lokaði aug- unum. Þegar hún hóf máls að nýju, var það ekki með svari við spurningunni.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.