Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1929, Qupperneq 18
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Jeg get aldrei horfið heim til Sikileyjar aftur, því það mundi ýfa sár mín og vekja sorg mína að nýju. En það er eng- in ástæða til þess að þú ekki farir heim. Þú hefir efni á því. Alt, það sem jeg átti, hefi jeg gefið klaustrinu. Oliveta hrópaði: »Jeg á ekkert. Það, sem þú gafst mjer geymi jeg aðeins handa þjer. Auk þess fer jeg ekki ein — jeg skil aldrei við þig«. »Bráðum kemur sá tími,þegar við vei-ð- um að skilja — innan skamms, elskan mín«. »Það efast jeg um«. Bændastúlkan þagnaði andartak. »Vonar þú með sjálfri þjer að þú öðlist frið innan klausturmúr- anna?« »Já — að minsta kosti frið; kannske á- nægju og gæfu«. »Það er ómögulegt«. »Svo! Og hversvegna?« »Af því að þú elskar þennan Signore Blake«. »01iveta! Ertu frá þjer«. »Máske! En ennþá er jeg ekki blind. Og hann elskaði þig strax í Sikiley«. »Og hvað svo?« »Hann er fallegur maður. Jeg held þú gætir við hlið hans fundið sama djúpa kærleikann og þú barst til Martels«. Vittoria leit á systur sína. »Jeg er ekki eins og aðrar stúlkur. Mátturinn til ástar er dauður í mjer. Jeg er eins og maður, sem mist hefir sjón við eldsvoða; augun eru kyr, en sjónin er horfin«. »Þú sefur kannske eins og kóngsdótt- irin, sem beið eftir kossinum«. Vittoria tók óþolinmóðlega fram í fyrir henni: »Nei, nei! Og þú veist ekkert um tilfinningar hans. Honum líst kannske á mig, en hann elskar ungfrú Wárren og hann hefir beðið hennar. Hún dáist að honum og elskar hann — þau eru sköpuð hvort fyrir annað«. »Tilbiður hún hann? endurtók Oliveta.- »Che dio! Það er bara leikur. Tilfinning- ar hennar eru óstöðugar eins og vindur- inn«. »Ef til vill, en hann tekur það alvar- lega. Það er honum að þakka, að hún verður drotning á grímudansleiknum. Hann hefir meira að segja borgað kjól- ana hennar. Það var til þess að segja mjer frá þessu, að hún vildi tala við mig í dag«. »Þjer þykir víst vænt um hana«, sagði Oliveta hikandi. »Já, hún og þú eigið það sem rúmast af kærleika í brjósti mínu«. »Jeg held jeg skilji þig. Þú hefir þínar föstu skoðanir, systir mín. Þú hefir vilj- andi úthýst æfintýraprinsinum og vilt halda áfram að sofa«. Vittoria hnyklaði brýrnar. »Tölum ekki meira um það«, mælti hún og sneri sjer til veggjar. Rökkrið seig smám saman yfir. Loks sofnaði Vittoria en Oliveta hjúpaði sig f sjali og læddist hljóðlega út úr húsinu til þess að kaupa ýmislegt, er hana vantaði. Nolckru áður þennan sama dag hringdi síminn á skrifstofu Norvin Blake, er hann sat niðursokkinn í störf sín. Hann tók undir og heyrði, að það var O’Neil, er bauð góðan daginn. »Halló! Er það Blake? — Við erum búnir að ná Maruffi!« »Hvenær? Hvar? hrópaði Norvin. »Fyrir 5 mínútum, heima hjá honum. Johnson og Dean hjeldu vörð um húsið. Hann kom með þeim eins og lamb. Þeir eru nýbúnir að síma að þeir sjeu á leið- inni«. »Ágætt. Þurfið þjer á mjer að halda?« »Nei! Við sjáumst aftur. Vertu sæll«. Loksins. Norvin fanst eins og ljett vera af sjer stórum steini við þessar frjettir. Nú þegar Belisario Cardi var handtek-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.